15.4.2008 | 18:34
xp reynst mér vel!
Búin að vera með xp nær allan þess líftíma já og það reynst vel í stórum dráttum! Auðvitað eins og flest eða allt frá Microsoft, götótt reifi sem sí og æ hefur þurft að staga í og bæta, einstök verkfæri eins og Internet Explorer líka almennt verið tilvalin skotspónn harkara, en mörg forrit skrifuð fyrir Windows en frá öðrum framleiðendum, mörg hver reynst alveg ágætlega með xp, ýmis brennslu- og hljóðupptökuforrit til dæmis sem og mörg jaðartæki og þeirra hugbúnaður sem ég hef notað.
Er þetta na´nast hrein hamingja miðað við hitt og þetta í Vista, sem auk atriðana sem talin eru upp í fréttinni hefur svo ekki síðast þegar ég frétti fengið uppfærslu á ýmsu sem MS boðaði til dæmis hraðari ræsingu kerfisins og fleiri agnúum!
Vonandi fær xp að halda sér fram að Windows 7 allavega, sem svo hamingjan má vita hvort verður eitthvað betra eða eftirsóknarverðara fyrir tölvunotendur á MS línunni en Vistagarmurinn!?
Á mitt eintak af Vista, en vil ekki setja það upp nema stuðningur við viss forrit sé fyrir hendi, sem reyndar lítur nú ekki út fyrir að verði.
Er þetta na´nast hrein hamingja miðað við hitt og þetta í Vista, sem auk atriðana sem talin eru upp í fréttinni hefur svo ekki síðast þegar ég frétti fengið uppfærslu á ýmsu sem MS boðaði til dæmis hraðari ræsingu kerfisins og fleiri agnúum!
Vonandi fær xp að halda sér fram að Windows 7 allavega, sem svo hamingjan má vita hvort verður eitthvað betra eða eftirsóknarverðara fyrir tölvunotendur á MS línunni en Vistagarmurinn!?
Á mitt eintak af Vista, en vil ekki setja það upp nema stuðningur við viss forrit sé fyrir hendi, sem reyndar lítur nú ekki út fyrir að verði.
Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er með tvær tölvur í gangi, önnur með vista og hin með xp.pro og verður að viðurkennast að sumt í vistunni er allt í lagi en xp.inn er betri.
Reyndar er við þetta að bæta að ég fékk einusinni xp home og reyndist það hryllingur hinn mesti þar sem tölvan fraus alltaf í það minsta einusinni á dag.
Þegar xp.pro var sett í hana þá fór hún að virka.
Ólafur Björn Ólafsson, 15.4.2008 kl. 19:09
Sæll Ólafur björn og takk fyrir innlitið.
Nota reyndar sjálfur bæði professional útgáfuna og Home, hef enn allavega ekki lent í neinu veseni svo heitið getur með þá síðarnefndu. Fróðlegt væri að heyra hvort "frostið" hafi átt sér stað í svipuðu ferli, prentun eða brennslu til dæmis, á netinu eða leiki?
Leikjadæmi ekki fyrir hendi á þessum bæ.
Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 19:43
Windows er rusl
Einar Bragi Bragason., 15.4.2008 kl. 22:41
Takk fyrir þetta magnfreð, fróðlegt að heyra um þína reynslu. En sem ég segi, þá hefur Home útgáfan ekki klikkað neitt enn
VArst þú að segja eitthvað Saxi minn?
EF ekki væri Windows, væri líka lítið um "Makka"!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 23:45
Ef ekki væru Makkar væri Windows ennþá á útgáfu 3.2
Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 05:57
Uppáhalds prívat turnvélin mín er nú ennþá bara að malla fínt á win2000 SP5, einhverjar tvær aðrar rugla á XP & ein línux dolla hlær að þeim í nágrenninu. Ekkert annað hægt en hafa XP á einkalappanum, & er blogghæft að nota til að blogga með, OS-X Makkinn safnar ryki, en Vista er bannað í mínu nánasta vinnunágrenni.
Steingrímur Helgason, 16.4.2008 kl. 23:21
Knús á þig inn í daginn Magnús minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:05
Hehe STeingrímur Tölvunetagerðarmeistari með meiru, þarna undirstrikar þú kenningu sem ég hef lengi verið hallur undir og haldið á lofti. Jú, tæknilega verða þessar maskínur úreltar svo gott sem áður en þær koma á markað (sem gildir reyndar í alvöru um svo margt draslið sem við nútímamaðurinn teljum okkur þurfa, þarf bara frá sjónarhóli seljandans og framleiðandans að græða fyrst á því gamla þótt nýtt og mun betra hafi þá þegar uppgötvast!) þá eru og verða þær aldrei úreltar í höndum eigandans svo lengi sem þær eru í lagi og nýtast hans þörfum! Kvikmyndadrengurinn knái hann Villi, má nú ekki tala til dæmis svona óvarlega um gamla gluggakerfið, hér á bæ er nefnilega enn í fullu fjöri lítil og sæt en heilla FJÓRTÁN ÁRA GÖMUL og hefur bara ekkert klikkað svo neinu nemi! Í henni er hið stórmerka forrit hans FRikka undrabarns, Espolin og sómir sér vel þar! (þú gluggar í Íslendingabókina stundum Steingrímur og veist því hvaða merka tól Espolinið er!?)
Mín yndislega Ásthildur, meðtek af sannri gleði knúsið þitt og læt ekki mitt eftir liggja á móti!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.