Steinakorn!

Hinn margbrotni mannangi sem STeini Briem mun heita, hefur mikið umtal og athygli vakið í bloggheimum fyrir sín alltumliggjandi skrif í athugasendakerfum Moggabloggsins!
Nokkurs konar "Utangarðsmaður" er hann, er ekki með síðu sjálfur, en var það víst áður.
Er óhætt að segja að kappin sé umdeildur, kvinnur einkum og sér í lagi játa ást sína á honum auk margra karla líka, en nánast hataður er hann líka og litin hornauga af öðrum, þeir líka oftar en ekki fengið frá honum ansi hressilegar gusur, svo dóna- og hranalegar hafa þótt!
Einna mest fer STeini hjá félaga mínum gamla og sívinsæla bloggaranum Jens Guð og þar höfum við líka skipst á léttum sendingum án neinna teljandi leiðinda svo ég viti!
Jens karlinn verið í kærkomnu fríi í Færeyjum, eins og lesendur ahns hafa orðið varir við, en á meðan hefur þó engin lognmolla ríkt þar inni, nei aldeilis ekki og hefur STeini ásamt sjálfum mér m.a. aðeins "látið vaða" þar!
Skutlaði ég til dæmis þessum hendingum þarna inn um karlinn í gær, hann sjálfur sjálfur verið að henda samsuðum orðdýrum þarna inn, oft ágætum nema hvað ekki alltaf eftir reglum né í samhengi, en það er nú kannski aukaatriði!?

Mest hér STeini mallar bull,
mörg þó lætur falla snjöll.
Korn sem má nú kalla gull,
kennd við eigin Ballarvöll!

EF einhver sem les þetta, skildi þurfa á orðskýringum að halda, þá er velkomið að spyrja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband