Lítil skemmtisaga af gömlum góðkunningjum!

Tveir gamlir kunningjar mínir, Leifur og Haraldur, eru báðir menntaðir stýrimenn, fóru saman á sínum tíma í Stýrimannaskólan og kláruðu báðir með ágætiseinkun.
Sömuleiðis höfðu þeir farið snemma á sjóin, voru vel reyndir er þeir ákváðu að fara í stýrimanninn eins og sagt er.
Nú, nokkru fyrir lokaprófin höfðu þeir ákveðið að fagna áfanganum og skella sér saman til ónefndrar hafnarborgar, þar sem glaumur og gleði yrði við völd, sannarlega "Vín og villtar meyjar"!
Fjögra daga pakkaferð keyptu þeir og er vélin tók á loft voru þeir þegar "komnir í gírinn" eins og stundum er sagt og sjóara hefur löngum verið siður að sögn!
segir nú annars fátt af þeim fyrr en farið er að kvölda fyrsta daginn. ER nú stefnan sett á ákveðin klúbb sem Haraldur, eða Halli eins og hann ef jafnan kallaður, öllu "sjóaðari" en Leifur í utanfaraefnum, þekkir frá fyrri heimsókn til hinnar lifandi hafnarborgar. Þar muni þeir finna góðar en jafnframt "hreinlegar" gleðimeyjar í góðu úrfali og eigi svo mjög dýrar!
En þegar á staðin góða er komið og félagarnir nýstignir út úr leigubílnum er ekið hafði þeim, kemur á daginn að staðurinn er lokaður vegna breytinga! ERu nú góð ráð dýr og ekki annað að sjá í stöðunni en að finna sér annan leigubíl og finna nýjan stað. Kvöldið er svo sem ungt enn og veðrið gott, svo þeir ákveða að rölta þó bara fyrst um sinn, jafna sig á þessum vissu vonbriðgum með staðin góða.Eftir ekki langa stund er þeir koma að götuhorni einu, kemur fyrir það og streymir framhjá þeim dágóður hópur glaðværs fólks, sem greinilega er á leið á einvhern stað skammt frá. Þeir Leifur og Halli horfa á eftir fólkinu, en ákveða svo bara að halda í humátt á eftir og sjá hvert ferðinni er heitið.
Og eftir aðeins nokkuð hundruð metra gang blasir við líflegt og ljósum prýtt diskótek, sem hópurinn, sem félagarnir hafa nú séð að eru í langmest ungar stelpur á þeirra aldri, hverfur óðar inn í!
ER ekki að orðlengja það, að félagarnir tveir snarast inn á eftir og þrátt fyrir að diskóglamrið sé nú ekki þeirra "tebolli" í tónlistinni voru þeir farnir að skemmta sér vel fyrr en varir. Blönduðu þeir sér skjótt í hóp stúlknanna er þeir höfðu fylgt eftir og komast eftir stuttan tíma í gott samlæti með tveimur þeirra. Kemur upp úr krafsinu að þær eru reyndar systur, Sandra, sem er tveimur árum eldri og Birgit. Leifi og þeirri yngri verður vel til skrafs og sömuleiðis Halla með Söndru. Er nokkuð er liðið á nótt og halla fer í lokun hafa þeir þessir gömlu kunningjar mínir árætt að bjóða systrunum með heim á hótelið, orðnir góðglaðir vel og staðráðnir í að "láta þetta happ ekki úr hendi sleppa"!
Sandra sú eldri reynist strax meir en fús og ljóst að henni leist vel á strákin Halla, en birgit, sú yngri og auljóslega minna lífsreyndari, er meir hikandi en stenst ekki fagurt bros og fortölur íslenksa sveinsins Leifs!
ER á hótelið var komið hverfa nýútskrifuðu stýrimennirnir með sína systurina hvor inn í sitt herbergi, sem þó eru samliggjandi og eins og á mörgu hótelinu með sameiginlegum inngangi á milli þeirra.
Svo fer að Birgit er reyndar fús í hlý atlot, kossa og kél, en er Leifur reyndi að afklæða stúlkuna sem karlmennskan bauð honum, var hún alls ófáanleg til að ganga lengra og dugðu þá engir íslandstöfrar né önnur ráð til!
Innan úr herberginu hinu megin fóru hins vegar að heyrast hljóð sem bentu til meiri "líkamsæfinga" svo ekki varð misskilið.
Afundin af þrjósku hinnar saklausu birgit hafði Leifurgengið að millidyrunum og opnaði þær svo nóg til að sjá vel inn um þær.
Blasti þar við honum velskapaður bakhluti hinnar fögru Söndru sitjandi ofan á félaga hans og var já á "fleygiferð"! Fór ekkert á milli mála að þarna voru glímutök ástarinnar í öllu sínu veldi og stutt yrði í að hámarkinu yrði náð!
En Leifur blessaður var ekkert að taka tillit til þess, heldur hrópaði ergilega í átt til félaga síns í rúninu:
"Ertu ekki búin að ná þessu ennþá asninn þinn, þú ert ekki lengur UNDIRMAAAÐUUUR"!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Skemmtileg saga! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega fyrir það mín góða Lára Hanna harðsnúna!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha sé þetta fyrir mér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þinn klingjandi hlátur yljar mér vel frú Cesil!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!  Góð saga!

Jens Guð, 9.3.2008 kl. 04:19

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, sjóarar eru með fyndnari mönnum, félagi Jens!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband