Víti til varnaðar, en...

Mjög athyglisvert já og ætti að verða mörgum sorakjaftinum sem veður um á blogginu, víti til varnaðar!
Það er þó að segja, er þeir opna kjaftin til að bölsótast um og yfir mönnum í svipaðri aðstöðu og stefnandin í þessu prófmáli er!
Hann nefnilega sjálfsagt vel efnum búin með stuðning að baki sér til að fara í slíkt mál, nokkuð sem þorri fólks hefur ekki efni á né nennir að standa í.
Upphrópanir og sylgjur munu áfram viðgangast, um það er ég hins vegar viss um, einfaldlega vegna þess að mjög margir bloggarar virðast ekki geta tjáð sig öðruvísi nema blanda persónum viðkomandi er þeir skiptast á skoðunum við, í málflutningin.
Þar á ég þó helst við bloggara sem eru nafnlausir, langflestir hinna eru kurteisari og málefnalegri. Að auki er það svo fólk líka sem ekki bloggar, en er tíðum með nafnlausar athugasendir, sem setur ljótan svip á bloggsamfélagið, þó auðvitað sé hægt að rekja það til viðkomandi ef einvher vill bregðast hart við eins og í þessu dómsma´li.
Í lokin verð ég svo aðeins að víkja yfir á hinn endan ef svo má segja, að mbl.is og ábyrð forráðamanna þess.
Eins og það er nú mikilvægt að halda ljótum og leiðinlegum skrifum í lágmarki, ekki síst persónulegum níðskrifum, þá verður líka að passa upp á að viðkvæmni og yfirdrifin eftirlitshneigð fari ekki að ráða ríkjum.
Þar á ég auðvitað við, að þegar bloggarar tengja skrif sín við fréttir, sé ekki að því er virðist að neinu tilefni tengslin slitin, nema kannski vegna þess að viðbrögðin við skrifunum verða hörð og ef til vill óviðeigandi!
Því varð ég sjálfur fyrir um áramótin, þegar klippt var á litla grein mína um vafasamt og umdeilanlegt val á íþróttamanni ársins 2007!
Þar var alls ekki vegið persónulega að einum né neinum, aðeins bent á með rökum að önnur íþróttakona en sú sem hlaut útnefninguna hefði átt það betur skilið.
Önnur skrif á öðrum bloggsíðum, svo undarlegt sem það var nú, sem og harkaleg orð í athugasendum við mína grein að annara hálfu, urðu hins vegar að öllum líkindum frekar til þess að klippt var á tengslin!
Og kannski viðkvæmni einhverra líka, sem ég þó fullyrði ekki.
mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málfrelsi sem og annað frelsi er vandmeðfarið.  Annars finnst mér þetta nú ekkert verra en margt sem skrifað hefur verið og látið standa óáreitt.  En ef til vill hugsa sér fleiri til hreyfings, þegar málið hefur fengið þessa lyktun.  En svo verður þessu áfrýjað og enginn veit hvað hæstiréttur gerir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Satt er það mín ágæta Ásthildur, frelsið eins og allur annar munaður, vand með farið og sumir kunna sannarlega ekki með það að fara!

og jú mikil ósköp, óteljandi dæmi til og örugglega sínu verri um málflutning sem vegið hefur að persónu og æru fólks!

En já eins og ég sagði líka, verða menn samt að passa sig að fara ekki offari frá hinum endanum og það ekki síður. Okkur flestum hugnast örugglega ekki heldur að einhverri "netlögreglu" verði komið upp sem vofir yfir með vöndin á lofti að minnsta tilefni!(eða engu!)

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 17:40

3 identicon

Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil/ skildi maður verða leiður á því til lengdar að vera til.....

Bubbi J. (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, ég verð oft hundleiður á að vera til, ef þú varst að spyrja mig! Hugtakið frelsi og sú upplifun sem það á að merkja, verður þó aldrei öðruvísi en annað sem mannskepnan ímyndar sér eða býr til, annmörkum háð!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mín innlegg hjá þessum Ómari eru fjarlægð jafnóðum. Af því að dæma held ég að hann sé agalega viðkvæmur fyrir ósammála gestum. Gott ef hann er ekki búinn að blokkera mig alveg. Sem er auðvitað dónaskapur í mínum bókum.

Ólafur Þórðarson, 26.2.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Almennt séð eiga menn ekki að nota stór orð er vega að persónu þess er við er skipst á skoðunum, svo einfalt er það bara!

Ég þekki annars ekki þessi skrif sem hér er vitnað til, né hef ég lesið t.d. síðu Ómars. Það hefur verið bent á það hér fyrr og af fleirum, að þetta sé ekki endilega það versta sem birst hefur og er það sjálfsagt rétt, en er engu að síður sem ég segi, víti til varnaðar í því stóra samhengi, AÐ MENN GÆTI ORÐA SINNA! Bloggið er orðið svo áhrifamikill vettvangur skoðana, að það sem þar er sett fram eða þau orð sem þar falla, eru ekki eins og hvert annað snakk í kjaftaklúbbum, þar sem allt má meira og minna flakka!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 14:17

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér aftur fyrir innlitið Andrés Björgvin!

SEm ég sagði og endurtek, ég las ekki þessi skoðanaskipti og legg því ekki dóm á. Dómur í undirrétti féll hins vegar á þennan veg sem nú er kunnugt og er að ég ætla rökstuddur með einhverjum hætti af viðkomandi dómara.Honum ert þú ósammála með þínum rökum, en eflaust aðrir sammála.Meðan annað gerist ekki, dómnum ei áfrýjað, stendur hann og er já sem slíkur víti til varnaðar, menn geti átt það á hættu, óverðskuldað eða ekki, að fá á sig ákæru og svo dóm, ef þeir gæta ekki orða sinna!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 23:47

8 identicon

Sæll Magnús

 Er þetta mál ekki aðeins ofsaveður í brennivínsstaupi? Ef hægt er að kæra Gauk, er þá ekki hægt að kæra helming allra bloggara? Þetta er einum of langt gengið en vissulega verður að vera einhver skynsemi í skrifæði bloggurum landsins. Og svo eru nú málefnaleg rök það sem menn eiga að viðhafa fremur en skítkast.

Stefán (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:49

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Stefán og takk fyrir innlitið!

Þú meinar líklega frekar að hægt væri að dæma helming bloggara, auðvelt að kæra hvern sem er út af fyrir sig fyrir hvað sem er ef einhverjum bíður svo við að horfa!

Eins og ég sagði hér að ofan, þessi dómur féll eins og hann féll og stendur sem slíkur á meðan honum er ekki áfrýjað og honum svo hnekkt fyrir Hæstarétti. Og það gerir hann hvort sem mönnum líkar betur eða verr og hvort sem hann er góður eða slæmur í augum einhverra, eða rangur.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 21:41

10 identicon

Nei Magnús, ég meina kæra. Ég veit að það er búið að dæma Gauk fyrir þessi ummæli í héraðsdómi. Það sem ég var að velta fyrir mér, hvort að væri ekki ástæða til þess að kæra helming bloggara landsins. Til dæmis Össur Skarphéðinsson fyrir að líkja Gísla Martein við dautt hross eða hvað það nú var? Eflaust hefur helmingur bloggara viðhaft einhver meiðyrði um þekktar og óþekktar persónur, er þá ástæða til þess að leggja fram kæru á allan þennan fjölda? Hvar eru mörkin? 

Stefán (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:49

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mörkin á milli þess að segja fullum fetum að einhver sé kynþáttahatari annars vegar og líkja einvherjum við dautt hross eða hvað annað dautt, hins vegar (með augljósum hæðnisstíl af afbragðsgerð) eru nú kátbroslega augljós. Upphlaupið út af þessum Össurarpistli var hjá þeim sem hæst létu mörgum hverjum bara yfirvarp til að beina athyglinni eigin vanda og umfjöllun um hann, það var nú öllum ljóst er sjá vildu eða höfðu enga hagsmuni í því máli.

Þú varst nei ekki að meina "dæma" heldur eins og þú skrifaðir "kæra" Ég var að reyna að benda þér og öðrum á er þetta lesa, að sá möguleiki er hvort sem er alltaf fyrir hendi og það verður hver og einn bara að láta reyna á ef honum sýnist svo. EF það er hins vegar þannig að svo stór hópur bloggara er með beinar persónuárásir og dylgjur um þá, þá má viðkomandi alveg láta reyna á ef hann heur til þess fjármagn og tíma. En ég endurtek enn og aftur, ég þekki ekki þennan dóm né aðdragandan að þessu dómsmáli, ég túlkaði þetta bara sem almenna a´minningu um að menn gæti orða sinna!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband