Aldrei að víkja!?

Hinir miklu fornkappar Íslendingasagnanna líkt og fleiri slíkar úr sögnum annara landa, kusu jafnan frekar dauðan, "að fall með sæmd" frekar en að vægja eða víkja undan! Ætla nú reyndar ekkert að fullyrða að svo hugsi Vilhjálmur blessaður, en óneitanlega virðist manni, ef þetta er rétt í fréttinni, að frekar vilji hann láta aðra koma sér frá ef því verður þá yfir höfuð að skipta, en að hann með sitt stolt víki sjálfur af "vígvellinum"! Kannski munu þá aðrir verða til að kyngja stolti sínu,hinir borgarfulltrúar D listans, ella samþykkja þeir hann ekki áfram sem leiðtoga og verðandi hugsanlegan borgarstjóra á ný eftir ár! Miðað við allt sem á undan var gengið þá hlýtur þetta að vera já, annað hvort eða..! En ekki batnar nú ástandið eða hressist ásýndin, hvor niðurstaðan sem svo verður ofan á!
Þótt svellkaldur svíki og blekki,
að sönnu bíði við hnekki.
Karl er keikur,
vergi smeykur
Nei, Vilhjálmur víkur sko ekki!
mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Villi á hvergi að víkja.  Nógu mikill er hringlandinn búinn að vera í borgarstjórnarmálum í Reykjavík.  Samningurinn við F-lista gengur út á að Villi Þórmundur taki við sem borgarstjóri eftir að Ólafur F.  lýkur sínu hlutverki sem borgarstjóri. Á eitthvað að hræra frekar upp í því og breyta enn einu sinni um það sem um hefur verið samið?

  Sjálfstæðisflokkurinn verður að standa við sitt en ekki stokka óvænt upp úti í miðri á.  Þar fyrir utan hefur Villi Þórmundur það fram yfir ýmsa í D-lista að vera félagshyggjusinnaður krati fremur en frjálshyggjugutti.  Góður kall sem vill öllum vel.  Jú,  að vísu gleyminn og týnir minnismiðum,  segir ósatt undir álagi og annað í þeim dúr.  En,  eins og hann hefur sjálfur sagt,  þá er það mannlegt.

Jens Guð, 24.2.2008 kl. 03:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þið eruð frábærir báðir tveir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, volduga vestfjarðagyðjan er nú að ofmeta þessa orðháka báða tvo, en margt mætti nú samt fleira segja nú um V.Þ.V. og aðra í D listanum, það held ég nú!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband