Átti Spurs ekki skilið að vinna?

Það var allavega skítt fyrir þá enn og aftur að fá ekki meir út úr leik við Man Utd.
Markið þeirra að vísu umdeilanlegt en heimaliðið fékk betri færi hafi ég skilið þetta rétt og svo sleppti dómarinn víti skilst mér (eins og venjulega í tilfelli M.U.!?) sem hann hefði getað dæmt á gestina!
En þessi úrslit styðja kenningu mína betur allavega í bili, að Arsenal séu helstu kandidatarnir að vinna titilinn í vor!
Chelsea tapaði líka tveimur stigum gegn Portsmouth, náði því ekki að setja félagsmet í sigurleikjum í rö.
En hamingjuóskir að lokum til dalvíkur, Heiðar Helgu sne´ri aftur í lið bolton og skoraði!
Austanpilturinn Grétar RAfn hélt svo sömuleiðis áfram að standa sig í boltonliðinu!
mbl.is Tevez kom United til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tek að mér sem utangarðsDalvíkíngur að þakka góðar hamíngjuóskir, Magnús Geir.

& takk líka fyrir að hafa þesa kenníngu fyrir mitt lið, kútur ..

Eskferðíngar standa sig alltaf...

Steingrímur Helgason, 3.2.2008 kl. 01:13

2 identicon

Guð minn góður! horfðiru á leikinn eða?

 Manchester áttu leikinn! 

karl (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 03:59

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Steingrímur, takk sömuleiðis, þú fylgir þá "Skyttunum" að málum ef ég skil þig rétt, ekki alvitlaust það!Og Kútur er ég, mikið rétt haha!

Karl ætti að skilja, að það er ekki nóg að vera með boltan og sækja, málið snýst um að skapa sér færi og skora mörk! Spurs fengu miklu fleiri færi og hefðu með heppni átt að skora fleiri mörk!

Mjög góður punktur Guðjón minn Viðar! VAr einmitt að tala um þetta sama í öðru samhengi við einn bræðra minna, varðandi Tiger Woods ofurhetju golfsins. Benti honum já einmitt á þetta sama sem þú nefnir, ef stefndi í að hann vissi nánast örugglega fyrirfram að goðið hans myndi vinna, þá væri þetta nei varla orði neitt gaman eða hvað?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 11:42

4 identicon

" ...málið snýst um að skapa sér færi og skora mörk..."

Það er nákvæmlega það sem þetta snýst um, maður skapar sína eigin heppni að mörgu leyti. Fremur en að tala um heppni hjá United þá vil ég frekar tala um seiglu og vilja að gefast ekki upp. Spurs hafa fengið á sig 7 mörk í uppbótartíma í vetur, leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar hann af. Þeir þurfa að bæta það hjá sér. Annars fannst mér eina alvöru færið sem Tottenham fékk var þegar Keane skaut slöku skoti á markið einn gegn markmanninum. En þeir spiluðu vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, í þeim seinni duttu þeir aðeins aftar, skiljanlega enda með forystu gegn Englandsmeisturunum.

Sunderland hefðu nú átt að fá víti gegn Liverpool...en fengu ekki....þetta kemur fyrir alla. Persónulega hefði mér fundist hart að dæma víti á P.Evra þarna en maður hefði ekkert getað sagt við því. Óviljaverk en engu að síður þá er hendi alltaf hendi. Erfitt fyrir dómarann að sjá þetta, leikmaðurinn sneri baki í hann held ég og var á hlaupum í þokkabót.

Sammála ykkur með Tiger Woods dæmið, ef það gerist aldrei neitt í óvænt í sportinu þá er ekkert gaman að þessu :) 

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Jón Hrafn!

Eitthvað fleiri voru nú tækifærin samt, en er búin að gleyma þeim núna. Jájá, leikurinn stendur svo lengi sem dómarinn segir og allt það og það sýndi sig þarna enn einn gangin. og sanngirni er ekki til í íþróttum þegar öllu er á botnin hvolft, þess vegna fór þessi leikur sem raun ber vitni. En fer ekki ofan af því, að heppnin var þarna með United þegar á heildina var litið, sem og það fer brátt að teljast til þessa óvænta sem þú nefnir, ef dæmd er vítaspyrna á Manchester United!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband