Verðandi Meistarar!?

Líkurnar aukast allavega á því, að hið unga en greinilega mjög svo fjölhæfa lið Arsenal muni hampa enska meistaratitlinum í vor!
Virðist litlu sem engu skipta þótt fjórir til fimm aðalliðsmenn séu frá vegna meiðsla eða í verkefnum með landsliðum sínum í Afríkukeppninni, aðrir og bara að því er virðist jafngóðir koma inn og skila sama verki.
Þessi glæsielgi glæsilegi sigur á Man City og mjög svo afgerandi hlýtur að hræða aðdáendur Man Utd. því ekki hafði City aðeins unnið nær alla sðina leiki heima hingað til, heldur hafði þeirra lið tapað þarna verðskuldað!
Þetta kemur mér þó ekki á óvart, Wenger er snillingur og ég spáði að Arsenal yrði í þessari baráttu er keppnin hófst í haust. Hins vegar bjóst ég sem fleiri við að Liverpool yrðu helstu keppinautarnir.
Chelsea hafa svo sjálfsagt ekki sagt sitt síðasta heldur, liðið er rétt á eftir Arsenal og Man Utd, kannski skjótast þeir uppfyrir annað hvort liðið, en ég yrði samt hissa ef þeir næðu þriðja titlinum á fjórum árum!
mbl.is Arsenal í toppsætið eftir sigur á Man City, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ARSENAL VINNA ÞETTTA RUGL MAÐUR MANCHESTER MY BIB! ARSENAL!!!ARSENAL!!!!ARSENAL!!!!!

maggi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband