Ég er stoltur!

Já, ég er að sönnu stoltur og ánægður með mína menn frá Bítlaborginni!
Þar hefur jafnan náungakærleikur og gæska ríkt gagnvart hinum minni máttar og þeim sýnd tilhlýðileg og sjálfsögð virðing innan vallar sem utan!
Það sýndi sig svo sannarlega í dag sem aldrei fyrr, er Rauði herinn tók á móti öðru liði með glæsilegt nafn, Havang & Waterlooville!
Með já alveg fádæma kurteisi og kærleik hins sanna gestgjafa, leyfðu lærisveinar Benitez sér að gefa H&W færi á forskoti og það ekki einu sinni nei heldur tvisvar og skoruðu meira að segja fyrir þá líka í seinna skiptið!
Hvar annars staðar er boðið upp á slíkt nema á Anfield, ég bara spyr?
Svo eru menn hissa þó þetta sé enn og verði áfram líka sigursælasta og vinsælasta liðið á Englandi að minnsta kosti!
En bara einn galli á gjöf Njarðar.
Arnar og Co. á Sýn klikkuðu alveg rosalega á því, buðu ekki íslensku þjóðinni upp á þá sönnu gleði að fá að sjá þetta mikla sjónarspil frá Anfield beint!?
Það voru og eru mikil mistök, en svona þekkja menn nú góðhjartaða liðið frá Liverpool vel!
En næst þegar þetta gerist líklega eftir svona 28 ár eins og núna, að utandeildarlið mætir aftur á Anfield klikka menn örugglega ekki!
Giska á að það verði Dagenham eða Kidderminster sem koma þá!
mbl.is Liverpool lenti í basli, Arsenal vann 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert að grínast!!!!!!!!!!!!!!! það er ekki sanngjarnt gagnvart öðrum liðum að liverpool getur kallað sig sigursælasta lið á englandi ef við lítum á stöðuna ekki bara núna heldur seinustu 18 árin!!!! 1 sigur gegn derby og 4 jafntefli í röð og eru 14 stigum frá man utd og einn leikur til góða er bara ekkert til góða þetta er lélegt lið og þú veist það svo ekki reyna að mótmæla mér

örn (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:48

2 identicon

Liverpool verður í utandeild eftir 28 ár

davíð (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband