Þulastarf, lægri kröfur um hæfni!?

Hvað er já að gerast með hæfniskröfur og strangt próf varðandi að geta valdið hinu mikla starfi að verða Þulur/Þula hjá ríkisútvarpinu okkar?
VArð hugsað út í þetta í morgun er ég heyrði í fyrsta skiptið í einhverjum nýjum karlþul.
Hann hljómaði, tja hvað skal segja, eins og einhver leiðinda "auglýsingasnúðurinn á yfirsnúningi" sem tröllríða flestum uppteknu eða leiknu auglýsingunum á "frjálsu" stöðvunum á borð við FM og Bylgjuna! (og auðvitað líka í sumum auglýsingum á rás 2 líka)
Virkaði líka heldur taugaveiklaður í stuttu tilkynningunum sem hann þurfti að lesa fyrir fréttirnar kl. 9, afsakaði sig allavega tvívegis er hann rak í vörðurnar.
Vantaði semsagt alla yfirvegun og hljomur raddarinnar, sem manni finnst á þessum bæ, eigi alltaf að vera róleg, yfirveguð og þýð, bara passaði ALLS EKKI!
Ætli svo fáir séu farnir nú að sækjast eftir þessu starfi, eða bara að allir þeir sem sæki um, séu bara ekki betri en þetta?
Neyðin reki menn til að minnka hæfniskröfurnar, lækka gæðaþröskuldinn?
Ja, það er nú það!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Persónulega skil ég ekki nauðsyn þess að hafa þuli á milli dagskráliða.

Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 01:32

2 identicon

Eigum við ekki að leifa manninum að sanna sig, gef´onum séns, enginn verður óbarinn biskup og allt það.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heiða mín góð, ég ´held nú að eins og rás eitt er uppbyggð, þá sé ekki stætt á öðru en hafa þuli. SVo eru dyggustu hlustendur stöðvarinnar margt eldra fólk og það vill auðvitað hafa kynningu. Sjálfur er ég svo íhaldsmaður hvað þetta varðar og vil hafa þetta í föstum skorðum.

Umhyggjusemin lekur af þér bubbi karlinn og umburðarlyndið!

En mér leist bara ekki á, segi það eins og er og vil að hvergi sé slakað á í kröfunum til þulanna.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.1.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekki heyrt í þessum þuli.  En tek undir með Heiðu um að þulum sé ofaukið.  Dagskrárgerðarmönnum er ekki ofgott að kynna sig sjálfir.

Jens Guð, 20.1.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veit nú ekki hvernig því verður nú alltaf komið við og eins og ég sagði, ekki svo glatt hægt að breyta. Annars sé nú glettna hlið á þessu Jens, da´nartilkynningarnar eru ekki hvað síst það sem gerir "Gömlu gufuna" sérstaka, sem og lesnu tilkunningarnar. Í hinu fyrrtalda ætlast þú nú vart til að #dagskrárgerðarmennirnir" þar lesi sjálfir eigin dánarfregnir hehe!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.1.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband