Þá hátíð fer í hönd!

Fyrir nokkrum árum voru eftirfarandi hendingar festar á blað í tilefni komandi jóla.Ekki lítur nú út fyrir að tíðarfarið verði nú líkt og í þeim segir, allavega hér nyrðra, en hvað sem því líður þá höfðar innihaldið kannski vel til einhverra!?
Birti ég því þetta til gamans um leið og ég sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum sem lagt hafa á sig að lesa síðuna þetta hálfa ár sem hún hefur verið til, mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári!

Lítil jólahugvekja

Yfir jörðu hvílir kaldur snær,
kafaldsbylur rífandi er enn.
Samt í brjósti hjartað hraðar slær,
því hátíð ljóssins ríkja mun hér senn.

Þá gildir einu Kára hvassa raust,
kærleikurinn eini sanni nær,
að hlýja okkar hjörtum endalaust,
hans er birtan eilífðlega skær.

Okkur mönnum Kristur kenndi forðum,
á kærleikanum lífið skildum byggja,
Sannleikskjarnan, sagði þessum orðum,
-Sælla er að gefa en að þyggja-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk sömuleiðis Guðjón Viðar!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg Jól kæri Magnús, og megi guð og góðir vættir vaka yfir þér og vernda.  Takk fyrir góða viðkynningu og gleði sem þú hefur veitt mér.  Með kærri kveðju Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enn og aftur kveðjur til baka til þín góða Ásthildur og gangi þér vel í ferðinni framundan!

Kveðja sömuleiðis aftur til Hlyns yfir hafið til Danaveldis!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Gleðileg jól Magnús Geir

Kveðja,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir kvæðið og gleðileg jól!

Sigurður Þórðarson, 27.12.2007 kl. 03:11

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir bæði tvö sömuleiðis að kíkja inn!

Megi svo nýja árið sem handan við hornið bíður, verða hið besta fyrir okkur öll!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilega rest...flott kvæði!

Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, alveg þokkalegt hjá þessum, þakka annars fínofin orð frá fljóðinu "Holdþenkjandi"!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband