21.12.2007 | 14:23
Gyðjan!
Ein nýjasta bloggvinkona mín er nú heldur betur aðsópsmikil stórkona bæði í orði og útliti!
Það er hún Ásthildur Cesil Þórðardóttir, sem þekkt er m.a. að vera íbúi í hinu sérstaka kúluhúsi á Ísafirði!
Hún kallar nú ekki allt ömmu sína nei þegar hún tekur til ma´ls, er oftar en ekki beinskeytt og ansi hreint hvöss t.d. um kvótakerfið í sjávarútvegi,trúmál og fleira, en þess á milli er hún yfirmáta hreinskilin, blíð og aðlaðandi er hún vílar ekki fyrir sér að tjá sig um eigin mikla barmvöxt, svo dæmi sé tekið!
ER amma' hægt en að falla fyrir slíkri kvinnu?
Það gerði ég allavega, féll bara kylliflatur svei mér þá!
Gaf henni þessa lofgjörð um daginn!
Að því hníga ýmis rök
og allar vísbendingar styðja
Ásthildur já ein sé stök
og afar fögur RÖKKURGYÐJA!
Eins og þeir vita sem eru bloggvinir hennar m.a. er hún mjög svo dugleg að taka myndir og birta á síðunni sinni, þar á meðal margar mjög fallegar skammdegismyndir!
Innan tíðar hyggst Ásthildur leggja land undir fót ásamt karli sínum og heimsækja hlýjari slóðir, í Dóminíkanska lýðveldinu!
Treysti ég því að GYÐJAN muni ófeimin og sem fæstum spjörum hulin, safna þar silfursleginni brúnku, er gera muni tign hennar afgerandi sem aldrei fyrr!
Mun þá eigi heldur vera þörf á brúnkukermi til þess arna úr fórum bloggvinar okkar beggja, Jens Guð!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hmmm
Einar Bragi Bragason., 22.12.2007 kl. 00:35
Nú!
Líst þér ekkert á blikuna Saxi minn, eftir að hafa glápt svona mikið á lærin í myndbandinu þarna!?
Maður á nú ekkert að mismuna dömunum, þær eru allar glæsilegar, hver á sinn hátt, í öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 01:21
Þakka þér kærlega fyrir þessi hlýju orð Magnús minn. Ég kann svo sannarlega að meta svona innlegg og hlýhug. Bestu þakkir og ég ætla að fá að eiga ljóðið. Takk kærlega fyrir mig, risaknús á þig elsku vinur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:22
Mín góða og mæta VEstanmey!
Sömuleiðis kaþakkir, heiður að mega mæra þig held ég nú bara og sit nú rjóður og utan við mig eftir heita og mjúka knúsið!
Og láttu svo ekki þitt eftir liggja við sólarbrúnkusöfnunina, en passaðu þig jafnframt að brenna ekki!
Mátt að sjálfsögðu eigna þér línurnar, en ljóð er þetta nú ekki, bara svona nett vísukorn!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 19:55
Ég óska þér gleðilegra jóla, Magnús minn!
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 02:49
Takk sömuleiðis Hr. Briem!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.