"Skyggnið er gott..."!

Já, nú koma mér í hug fleyg og fyndin orð J'ons Múla heitins Árnasonar í morgunútvarpi forðum er hann var að þeirrar tíðar sið að lýsa veðurútlitinu!
"Skyggnið er gott svo langt sem það nær"!
Með öðrum orðum, þessi tíðindi, að Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segist harma þessa meðferð á ungu íslensku konunni, Erlu Ósk, þökk sé staðföstum og hörðum viðbrögðum okkar ágæta utanríkisráðherra og sendiherrans á Íslandi, eru góð já svo langt sem þau ná!
Ýmsum mikilvægum spurningum er nefnilega ósvarað.
Hefur Erla Ósk fengið afsökunarbeiðni persónulega, t.d. með bréfi frá Heimabvarnarráðuneytinu eða sendiherranum?
Eða var hún boðuð í ráðuneytið hér áður en Ingibjörg gaf þetta út til fjölmiðla?
Fær hún skaða sinn á einhvern hátt bættan, til dæmis með að fá ferðina endurgreidda?
Eða munu amerísku yfirvöldin gera eitthvað áþreifanlegt fyrir hana til að sína yðrun í verki!?
Fróðlegt yrði að fá að vita þetta!
Að auki verður svo sömuleiðis fróðlegt í meira lagi að sjá hvort þetta meinta tækifæri sem nefnt er í bréfinu til INgibjargar Sólrúnar, að endurskoða meðferðina á erlendum ferðamönnum á borð við Erlu Ósk, verði nýtt, en séu ekki bara innantóm orð við ákveðið erfiðleikatækifæri!?
mbl.is Ánægjulegar lyktir á máli Erlu Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Braut blessuð stúlkan ekki Bandarísk lög, í síðustu dvöl sinni var hún í landinu 3 vikur framm yfir leifilegan tíma, ég mundi segja að það væri sæmilega ríflegur brotavilji.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Bubbi ekkert bull...hún var búin að koma þarna í millitíðinni..og þá var allt ok.....og svo þar fyrir utan réttlætir ekkert svona framkomu...ég get lofað þér að vð hér við Norrænu förum ekki svona með fólk....

Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, nú er Bubbi garmur bara að espa til ófriðar, svo friðsælt hjá honum á Eyrinni að honum er farið að leiðast þófið í þögninni haha!

SAmt er ég bara hræddur um að þetta muni halda áfram, Kaninn svo hertur af öllu fárinu eftir 1.. sept 2001, að erfitt er að slaka á klónni. En vonandi sleppa stelputetur eins og þessi, sem já hafa nú ekki meir brotið af sér en þetta, við slíka lífsreynslu sem Erla Ósk lenti í!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 02:20

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hann á ekki að vera með svona Jens bull

Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 09:14

5 identicon

Fyrirgefiði mér strákar mínir þetta bölvað bull, og vonandi sjáið þið aumur á mér vitleysingnum, ég stóröfunda ykkur af þessari göfugu réttlætishugsun sem ég veit að þið eruð að slygast undan... en hvað kemur Jens þessu við?

Bubbi J. (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enga vitleysu B., ert engin vitleysingur!

Jens bull eða bara Jensbull, er nýyrði í smiðju Saxans og á við þegar stríðni og stráksskapur fer yfir strikið, eða hvað?

En Bubbi minn, ekkert er ég að sligast undan réttlætiskenndinni, en í veldi Bush víla menn bara fátt fyrir sér!Annars búið að vera mikið um læti út af þessu út og suður á netinu í dag, m.a. búin til frétt hérna á mbl.is og vísað á eitthvert spjallsvæði með miklu fjöri!

Og meðan ég man, 11. sept. átti það að sjálfsögðu að vera hér að ofan, ekki 1!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 20:43

7 identicon

Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef ekki haft nennu til að kinna mér þetta mál til hlítar og ætla mér ekki að gera það, en ég skal ekki efast um það eitt andartak að stúlkan hafi fengið óblíðar viðtökur hjá kananum.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 20:54

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt í "gúddí" með það, gamli minn!

En ef þú þegar og ef nennir, þá er slóðin á síðu Ernu að mig minnir:

erna1001.blog.is

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 22:32

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakið!

erla1001.blog.is

l en ekki n,ssem breytti nú öllu!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband