Þolinmæði er dyggð!

Já, eftir stórskotahríðina fyrr í vikunni, 8-0 sigurinn makalausa í Meistaradeildinni gegn Besiktas, var maður viðbúin því að allt annað yrði upp á teningnum í dag!
SVo varð líka, en þó fyrst og síðast vegna frammistöðu finnska markvarðarins Niemi!
5-0 hefðu til dæmis ekki verið óeðlileg úrslit!
En það þurfti semsagt töframanninn Torres til að brjóta ísinn og það aðeins um 10 mínútum fyrir leikslok!
En þetta með þolinmæðina, sem að sönnu já er dyggð í mörgum skilningi og á ýmsum stöðum!

Í lífi jafnt sem leikjum innan vallar,
af langri reynslu flestir munu kynnast.
Að þolinmæðin þrautir vinnur allar,
Þegar góðir sigrar skulu vinnast!

Nýtt tilbrigði við gamalt stef, en gömul stef og góð eru svo vel til þess fallin að spinna við þau mörg tilbrigði!

Annars varð maður aftur svekktur fyrir hönd Gústa vinar og frænda, sem og annara er halda með Sunderland í dag. Liðinu mistókst semsagt enn að vinna þrátt fyrir að hafa átt það fyllilega skilið gegn nágrönnunum í Newcastle!
Annars vakti ekki síst ein setning Harðar Magnússonar athygli í lýsingunni, undir lok hálfleiksins um hinn harða miðjumann Newcastle, Joey Barton!
Þessi strákur frá Liverpool ekki barnanna bestur hvorki innan vallar en utan, en ummæli Harðar voru þó kannski einum of!
"Þið fyrirgefið, en Joey Barton er bara vitleysingur"!
Menn sjálfsagt viðhaft slík orð fyrr og í svipuðum kringumstæðum, Barton hafði þarna er Hörður lét þessi orð falla, látið helst til harkalega að sér kveða án þess þó að dómarinn gerði athugasend, tók ekki eftir né hans aðstoðarmenn að líkindum!?
Þetta er þó kannski einum of mikið í lagt, menn eru bara misbaráttuglaðir og hafa sömuleiðis misjafnlega góða stjórn á skapi sínu. Margir fleiri þekktir leikmenn glíma við slíkt og hafa gert, t.d. roy Keene Patric Vierra, Wayne Rooney, Neal Ruddock, Peter Reed,Alan Smith, Lee Boyer, Danny Mills,Greame Souness og Vinnie Jones, svo nokkur nöfn séu nefnd frá nútímanum og aðeins til baka. Allir voru og eru þessir kappar frægir fyrir eða eru það enn fyrir harða framgöngu á vellinum, en ekki síður líka utan hans, margir hverjir þeirra allavega. Auðvitað ekki til eftirbreyttni, en ég efast samt um að orð eins og að viðkomandi væru beinlínis nefndir vitleysingur eða slíkt, hafi verið viðhöfð um þá svona í beinni útsendingu, þótt viss hefðun þeirra hafi vissulega fallið undir slíkt í ýmsum tilvikum!


mbl.is Benítez: Sýndum þolinmæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband