Guðni, Simmi og sauðkindin!

Ein af þeim bókum sem nú þegar er farin að vekja hvað mesta athygli, en er vart komin út, er ævisaga Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins frá Brúnastöðum!
Og kemur svosem ekki á óvart, Guðni oft á tíðum með hressari mönnum og skemmtilegri og án efa einn allra sérstakasti persónuleikin sem nú situr á hinu háa Alþingi!
Með endemum varð fræg yfirlýsing Guðna til dæmis um árið, eitthvað á þá leið að, "hlutverk konunnar væri helst á bakvið eldavélina"! Hefur kappinn margreynt að sverja þetta af sér, en auðvitað engin tekið mark á því.
Hitt er svo enn skemmtilegra, að enn í dag kemur fólk ekki auga á hina tvöföldu fyndni sem í þessu fólst, að meiningin átti auðvitað að vera FRAMAN VIÐ, ekkert svo mikið að gera á bakvið vélina!
Um helgina vekur svo jens Guð Bloggvinur vor með meiru, athygli á viðtali við höfund ævisögunnar hann Simma, Sigmund ERni Rúnarsson, sem slær því afbragðsgullkorni fram, að hann hafi með skriftunum öðlast betri skilning á hlutskipti sauðkindarinnar!?
Gárungar hafa auðvitað lagt hitt og þetta út af þessu, en mér datt þetta bara í hug!

ER ber nú hann Guðna á góma,
í glæsilegustu mynd.
Í huganum heyri ég óma,
hamingjujarmið í kind!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband