24.10.2007 | 18:16
Hverra hagur er í raun af þessari breytingu?
Ég hef margoft tjáð mig um þessar hugmyndir og ætla svosem ekki að bæta miklu við núna, nema nokkrum punktum.
ER ekki hlyntur þessu, svo það komi strax skýrt fram.
Ekki bara vegna þess að ég er löngu hættur allri áfengisneyslu, heldur vegna þess að ég sé einfaldlega lítil sem engin rök fyrir að breyta.
Þeir einu sem á endanum hefðu gagn af eða græddu hugsanlega, eru kaupmenn, framleiðendur og umboðssalar/innflytjendur.
Frá neytendasjónarmiði, (sem mér finnst reyndar ekki eiga við hér nema takmarkað, ekki um venjulega söluvöru að ræða í mínum huga) hafa menn reynt að telja til rök eins og betri opnunartíma og hugsanlega lægra verð og gott ef ekki meira úrval en í Ríkinu!
Ekkert af þessu er gefið, bæjaryfirvöld til dæmis á hverjum stað örugglega ekki tilbúin að leyfa sölu á öllum tímum sólarhrings eins og sumir virðast halda, verðlagningin ræðst nú ekki síst af álögðum gjöldum hins opinbera, alveg eins líklegt að verðið myndi hækka eins og að lækka!
svo er það auðvitað fyrst og fremst siðferðis- og heilbrigðissjónarmiðin sem ráða, alveg ótrúlegt að heyra þegar menn halda því fram að neysla gæti þvert á móti minnkað ef framboð jykist!?
En ef ekki og hún myndi aukast, þá mætum við því bara með auknum peningum til forvarna!?
Það á semsagt sem aldrei fyrr að "Byrgja brunnin þegar barnið er já almennilega dottið ofan í hann"!
Betri öfugmælavísa hefur varla verið ort!
Og svo þetta með hina almennu framkvæmd, eru menn ekki bara hálfgerðir hræsnarar þegar menn flytja svona mál um "Bjór og léttvín í matvöruverslanir" en salan á sterku vínunum skuli "Auðvitað og alls ekki" fara þangað líka!
STerku drykkirnir hafa sl. árin verið um eða undir 10% af heildarsölunni, koma menn ekki bara eftir smátíma og segja (jafnvel þeir sömu og nú segja bara bjór og léttvín í búðirnar) að þetta gangi nú ekki svona, allt of dýrt að reka þetta batterí, nú setjum við bara restina líka í allar búðirnar!?
Mér segir svo hugur um að svo verði, grundvöllurinn fyrir versluninni með einungis sterku vínin verði veikur til lengri tíma eða skemmri eða í raun ekki vænlegur einn og sér!
Þeir sem vilja bjórinn og léttvínið núna úr ríkissölunni, ættu því e.t.v. að vera heiðarlegri, fyrst þeir vilja segja A, ættu þeir líka að segja B!
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar lagabreytingin nær fram að ganga þá er þér auðvitað frjálst og velkomið að sniðganga áfengisdeildir matvöruverslana, sleppa því að gera verðsamanburð og telja fjölda tegunda í boði og bara láta alveg eiga sig að skipta þér af innkaupakerru annarra og vöruúrvali og verðlagi þeirra sem vilja fylla hana af áfengi.
Hins vegar ertu að ráðskast með lífsstíl og aðgengi allra með því að styðja við lögregluframfylgdu banni við því að aðrir en ríkisvaldið almáttuga megi setja áfengi - löglega neysluvöru - í hillur verslana.
Geir Ágústsson, 24.10.2007 kl. 18:50
Vinsamlegast láttu mig vera, og ég lofa að láta þig vera.
Geir Ágústsson, 24.10.2007 kl. 18:51
Það verður ekki af Geira Gústa skafið, að hann er duglegur boðberi heimskunnar.
Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 19:02
Nafni minn Geir!
Síðan hvenær er það lífsstíll að geta keypt sér bjór í matvörubúð, frekar en að gera það í verslun ÁTVR?
Þetta er bara eins og fleira hrein og klár rökleysa, sem heldur ekki vatni. Nema að þú getir svarað því hvernig hægt er að ráðkast með þennan meinta "lífsstíl" og aðgengi, sem allavega enn sem komið er telst ekki fyrir hendi!?
Um heimskuburð þinn eða ekki felli ég hins vegar ekki neina dóma, Jóhannes sá er mælir á eftir þér virðist þekkja þig og læt ég þér eftir að svara honum.
Og Geir, þetta snýst minnst um hvort ég myndi skipta mér af körfunni hans Nonna í næsta húsi, þetta snýst um hættuna sem boðið er heim með meira aðgengi fyrir þá sem veikastir eru fyrir, börn m.a.
Magnús Geir Guðmundsson, 24.10.2007 kl. 22:09
Magnús - börn eiga ekki að fá afgreitt áfengi eftir sem áður.
Það er að sjálfsögðu bara asnalegt að á 21. öldinni sé enn við lýði rammfasísk ríkiseinokun á sölu áfengra drykkja. Aukinheldur sé ég nákvæmlega ekkert asnalegt og enga rökleysu í málflutningi Geirs - ef þú vilt ekki kaupa áfengi í matvöruverslunum, ekki kaupa það þar. Ef áfengissala á ekki að fara fram í matvöruverslunum sökum skaðsemi áfengisins má gjarnan fjarlægja spikfeitu síðubitana úr kjötkælinum og kokkteilsósuna úr kælinum - kransæðafita og hjartasjúkdómar drepa fleiri en skorpulifur og ölvunarskandalar. Svo ekki sé minnst á tóbakið...
Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 22:30
Ingvar minn ágæti!
Rökleysið fellst einmitt í því, að horfa eingöngu út frá eigin sjónarhóli, að það að manni finnist eitthvað eigi að vera svona bara, þá eru það einhver rök, sömuleiðis að ef maður er ekki sáttur við gjörð annara, þá sé málið leyst með því að ég þurfi ekki að breyta eins!?SVo áttu nú að vita Ingvar minn sem faðir, að barnsskilgreiningin nær til 18 núna og ég held að þú sért of vel gefin til að trúa því, að slík breyting verði margfölduð freisting fyrir krakka til að byrja í sullinu og auki margfalt líka möguleika þeirra á því.Og blessaður slepptu svona tali um að áfengi sé sambærilegt mein við feitt kjöt og koktelsósu,þú sannar bara mál mitt með því enn betur um leið og að sýna hversu rökþrota þú ert sem aðrir er reyna að réttlæta þessa firru! Eða viltu í alvöru að ég taki þig alvarlega, að þú truir því að spikið og sósan hafi jafnmikil þjóðfélagsmein í för með sér og áfengisneyslan, svo víða og hjá svo mörgum einstaklingum og fjölskyldum!? Og er skorpulifur eina sem þú kannast við varðandi afleiðingar af ofdrykkju? Hafa menn kannski barið eiginkonur sínar og börn eftir að hafa borðað yfir sig af feitu saltkjöti og baunum?
Í ofanálag notarðu svo ömurleg hugtök eins og fasisma, til að lýsa núverandi sölufyrirkomulagi, nokkuð sem er í óravíddarfjarlægð frá raunveruleikanum og bara sorglegt finnst me´r Ingvar minn að þú grípir til þegar annað dugar ekki. (tengist þvert á móti ógnar og skelfingarstjórn Mussolinis á Ítalíu þar sem ofsóknir og morð voru daglegt brauð!) Menn ættu að fara varlega í að nota slík hugtök!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.10.2007 kl. 00:44
Og Ingvar, reyndu nú með alvörurökum að svara, í hverju í andskotanum HELSI ÞITT í raun og veru felst, að mega eikki eða geta ekki keypt bjór og léttvín í matvörubúðum?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.10.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.