En það er fleira!

Athygliverð þessi herferð já hjá Tjöllunum, en hygg samt að fleira megi nú tína til.
Hvað til dæmis með allt sem fólk hefur í vösunum dagin út og inn? Nefni sérstaklega farsímana, hvort sem bannað er svo að nota þá eða ekki á sjúkrahúsunum! Langt síðan ég heyrði fyrst kenningar um að þeir gætu verið smitberar, en þeir ekki nefndir í fréttinni!

mbl.is Hálsbindi bönnuð á breskum sjúkrahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki séns að banna farsíma. Þeir eru starfsfólki spítalanna afar mikilvægir. Getum allt eins farið að banna hlustunarpípurnar.

Hjörtur Haraldsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þeir eru nú til þess að gera ný fyrirbæri, eru nú ekki eins mikilvægir og þú segir Hjörtur minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 23:06

3 identicon

Það er til nóg af nýrri og tiltölulega nýrri tækni sem nýtt er á spítalanum og er þegar orðin ómissandi. Þar sem ég er starfsmaður á spítalanum held ég að öruggt megi teljast að ég viti aðeins meir um þetta en þú, Magnús minn.

Hjörtur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú jæja,fyrst svo er að þú veist svona mikið, meðal annars að þú vitir meir en ég, þó þú vitir ekkert í raun hvað ég veit, þá væri gaman að heyra þig útlista notkunina á farsímunum í smáatriðum og hvaða byltingu þeir hafa valdið!Komið í stað einhvers annars til dæmis? Um aðra nýja og sérhæfðari tækni, sem strax hefur sannað gildi sitt, er ekkert nema gott um að segja, en hún var bara ekkert til umræðu hér!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 11:10

5 identicon

Af þeim óteljandi sérfræðingum sem ég horfi á yfir vikuna notandi farsímann til að diktera skipanir til samstarfs- og undirmanna á eins hentugan máta og hægt getur orðið, get ég sagt að það myndi skapa meiri vandræði að fjarlægja farsímana af spítulum en að halda þeim.

Nú veit ég ekki við hvað þú vinnur. En ólyginn sagði mér að þú gætir verið blaðamaður, biðst forláts á ef svo reynist rangt vera. Ég teldi það slæma dómgreind hjá mér að reyna að besservissera þig með þætti er lúta að þinni vinnu. Held það sé kominn tími á að þú viðurkennir að þú hafir verið leiðréttur af lærðum manni.

Hjörtur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218060

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband