Að verða of miklir yfirburðir!?

Engum blöðum er um að fletta, að Woods hefur með tilkomu sinni og afrekum í golfinu sl. áratug eða svo, breytt þessari íþrótt um margt til hins betra og lyft henni á æðra plan!
En nú held ég að fleiri en ég spyrji sig, hvort yfirburðir hans séu ekki á góðri leið ef ekki mjög nálægt því, að verða of miklir, ef hægt er að tala um slíkt þegar meiriháttar afreksmenn eru annars vegar!?
Örugglega skiptar skoðanir á því, hans fjölmörgu aðdáendur um heim allan, fussa sjálfsagt bara ef þeir lesa svona pælingar, en ef fram heldur sem horfir, að þú getir nánast gengið út frá því sem gefnu, að tiger vinni að minnsta kosti annað hvert stórmót eða fleiri , nú eða bara fleiri en eitt og fleiri en tvö í röð, þá er ég nú hræddur um að spennan minnki nú heldur og vinsældirnar líka!
En næst á dagskrá í golfheiminum, er Forsetabikarinn eftir hálfan mánuð, þar sem tiger og Co. í bandariska landsliðinu kljást við andstæðinga frá öllum öðrum heimsálfum en Evrópu, en við Evrópu spila kanarnir vitaskuld við í ryderkepppninni!
mbl.is Woods landaði 660 millj. kr. í Atlanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

og svo fékk hann auðvitað ekki nema 77 milljónir núna, og fær svo hina 583 seinna!

Ég myndi hoppa hæð mína í loft upp ef ég mynda vinna í lottó eða eitthvað, þó það væri ekki nema 10 þúsund krónur!

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló Sandra Dögg og takk fyrir innlitið!

Ekkert skrýtið þótt þér finnist alveg nóg um, Tiger og aðrir helstu afreksmenn íþróttanna þéna svona gríðarlega! En þessi heildarupphæð er samt ekki nema minnihluti þess sem hann vinnur sér inn árlega, það eru milljarðar og ekki bara með því að slá með kylfunni, heldur ekki síður fyrir alls kyns auglýsingastarfsemi!

En heyri að þú ert bara nægjusöm stúlka, myndir gleðjast jafn mikið yfir stóru sem smáu. Það er mjög heilbrigt viðhorf og ánægjulegt að heyra!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband