Misskilningur!

Þessar vangaveltur hérna um rooney eru auðvitað tómur misskilningur, sem auðtrúa Man. Utd aðdáendur telja auðvitað að sé sannleikur og að strákstaulinn sé með betri bein en aðrir!
Sannleikurinn er nú hins vegar sá, að hann er svo óþroskaður ennþá,það ekki síður líkamlega en andlega, sem barnsleg hegðun hans á velli sínir og öll rauðu spjöldin, að ekki þarf nema smá hnjask eins og að stíga ofan á ristina á honum eða leggjast aðeins á bakið á honum, til að eitthvað gefi sig!
En einmitt af því hann hefur ekki tekið út þroskan (og gerir það sja´lfsagt aldrei alveg með Man Utd. á andlega sviðinu allavega!) þá eru beinin enn í mótun og gróa því hraðar! Þetta er náttúrulega vel þekkt í læknisfræðunum, börn brotna oft mjög ílla, en geta sem best náð fullum bata á ekki löngum tíma!
mbl.is Rooney með Man.Utd strax um næstu helgi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert greinilega ekki Man Utd. maður því þetta er eitt mesta rugl sem ég hef heyrt um.

Að segja að Rooney sé barn og nái ekki andlegum þroska hja liðinu er algjört rugl. Einnig að segja að hann sé ekki nógu þroskaður til að spila og það sé ástæða rauðu spjaldanna er líka kjaftæði.

Hann er aggresívur og oft stutt í vonda skapið hjá honum en barn er hann ekki. 

Fannar (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójú minn kæri, það er nú einmitt barnaskapurinn í öllu sínu veldi, en barnslegu gleðina bara vantar hjá stráknum, enda kann skoski harðhausinn ekki að fara fínt í hlutina, eins og eiginkona hans hefur staðfest!

Sjálfur ertu svo heldur barnalegur, að vera að æsa þig yfir því sem þú kallar sja´lfur rugl!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er einmitt barnaskapurinn í honum sem er hans (brotni líka?) akkilesarhæll. Hann er einfaldlega ekki búinn að taka út þann þroska sem þarf til að stilla sig á krítískum augnablikum í mikilvægum leikjum. Þessvegna verður það alltaf tíumannahættan sem vofir yfir liðinu þegar honum er sleppt inná. Þetta er snjall gutti og upprennandi eins og vatn í vindi, en skapofsinn í honum er tikkandi tímasprengja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Helga Guðrún, þú talar sem reyndasti fótboltakríteker!

En væri hann sonur þinn, væri hann auðvitað ljúfur sem skagfirskt lamb og auðvitað enn snjallari með boltann á tánum!

En svona verð ég að "Stríðnispúkast" annars lagið, svooo skemmtilegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband