Að skora mörk er málið!

Ég velti því fyrir mér í aðdraganda helgarinnar, hvort meiðsli Frank Lampards myndu hafa áhrif til hins verra á Chelsea.
SVo virðist hafa verið raunin í dag, allavega tapaði liðið ílla fyrir Aston Villa rétt áðan, 2-0!
Hafði þó lengst af yfirburði í leiknum, sótti og sótti, en Villa skoraði tvö góð mörk í síðari hálfleik.
Lampard er einhver marksæknasti miðjumaður heims og var eiginlega búin að sjá um mörkin í held ég sl. þremur leikjum.
Þetta segir manni það sem ég hafði á tilfinningunni strax í upphafi móts og hefur komið á dagin í fyrstu umferðunum, að það eru ARsenal (sem unnu mjög góðan sigur á fínu liði Portsmouth fyrr í dag, 3-1) en þó einkum og sér í lagi Liverpool, sem eru með sterkustu liðin og þá er ég ekki endilega að tala um fyrstu 11, heldur alveg upp í 24! Auk Lampards eru fleri góðir leikmenn frá vegna meiðsla, m.a. Balac og Cherchenko, en öfugt við "Skytturnar" og "Rauða herinn" virðast mennirnir sem koma í staðin þó vissulega góðir séu, ekki enn allavega koma jafnsterkir inn!
Ég stend áfram við að Arsenal og Liverpool verði skrefinu á undan Chelsea og Man. Utd., allavega þangað til annað kemur í ljós!
mbl.is Aston Villa lagði Chelsea að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband