Þetta á að snúast um að spila fótbolta, ekki satt?

ER nú að verða leiður á þessum endalausu fréttum/ekki fréttum af drengnum! Íslenskir fjölmiðlar eiga ekki að vera endalaust að eltast við þessa "Sport Spunalækna" sérstaklega þessa í Englandi. Staðreyndirnar eru þessar, hann er meiddur, getur ekki æft, þannig að meðan svo er gerist ekki neitt! En þegar hann nær sér og vonandi sem fyrst, þá skýrist það hvort í raun og veru það sé vilji hans og Arnórs pabba, sem líka er umboðsmaður hans, að þreyja Þorran á Spáni upp á von og óvon, sitja á bekknum og spila kannski nokkrar mínútur stundum, eða söðla um! Ekki endilega sala. Setjum svo að Eiður nái sér fljótlega, en ákveði að best sé að færa sig um set, þá þarf það ekki endilega að þýða sölu frá Barcelona. Allavega kæmi mér ekki á óvart þótt Eggert Magnússon hafi hugleitt þann möguleika, að semja einfaldlega um það við spænska liðið að fá samlanda sinn AÐ LÁNI, í það minnsta fyrsta kastið og sjá svo til hvernig mál þróuðust! Það gæti alveg orðið besta lausnin fyrir alla, í það minnsta fyrsta kastið og ef Eiður vill enn reyna að sanna sig hjá Barcelona, en sér ekki betri möguleika nú en að fara til Englands? Þetta snýst jú um að fá að spila og eins og fyrr sagði, er kannski ekki mjög spennandi að sitja á bekknum í óvissu um hvort hann fái að spila nema kannski fáar mínútur,eða e.t.v. ekki einu sinni komast á tréverkið!
mbl.is Eiður Smári: Hef ekki hafnað neinum tilboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, væri ekki amalegt, en ég er nú hræddur um að Eiður sé því ekki sammála, hann missir vænan spón úr aski sínum ef hann spilar ekkert!

Launin eru samt há, en fótboltaferillinn er skammur, atvinnan ótrygg og eins og nú sannast, ákaflega áhættusöm!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Áfram FH! 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.8.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú hefur sterkar skoðanir Sveinn Elías!

Sjónarmið þín eru alveg ágæt út af fyrir sig og þú ert ekki einn um að gagnrýna tekjur fótboltasparkaranna! En hvað byltinguna varðar, þá veit ég nú ekki alveg!

Haha Helga, hélt nú að þú héldir með Tindastól? En þeir eru ekki í úrvalsdeild, en skildi þinn elskulegi vera úr Firðinum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 01:22

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nei, Hjólastóll er Krókslið og þeir eru ekki Skagfirðingar.  Og annað nei, bóndi minn er höfuðborgarbarn en ættaður úr Þingeyjarsýslu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.8.2007 kl. 03:06

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, hann er þá kannski bara frændi minn!? En seisei, ert bara hörð' "Negla" í átthagafræðunum!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband