Snilld Guðjóns!

Hvað er eiginlega hægt að segja um þetta?
Í liðinu eru að stórum hluta bara strákar á barnsaldri auk "gamalla jaxla" á borð við bjarna og Þórð Guðjónssyni, Dean Martin og Kára Stein! Hinir ýmsu "spekingar" voru flestir sammála fyrir mót, að botnbarátta yrði hlutskipti Skagamanna, en svei mér, snilld Guðjóns er enn einu sinni að sanna sig, auk þess auðvitað sem má ekki gleymast, að góð sending kom úr austri í tveimur leikmönnum frá SErbíu!(minnir að þeir komi þaðan!)
Og svo bara þetta að lokum!

N'u er skriður á Skagamönnum,
skora þeir mörkin í hrönnum.
Ei grenja meir, gnístandi tönnum,
Guðjóns synir í bönnum!


mbl.is Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni  ÍA rúllar...

Það bara verður að segjast eins og er að Guðjón er snilli þó svo margt annað megi segja um blessaðan mannin þá getur hann þjálfað og náð árangri.

Fór einmitt á ÍA-HK leikinn í sumar ( var stödd í bænum og rúllaði upp á Skaga)  og var það alveg frábær leikur og frábær stemming.

Er einmitt að horfa á 14-2 og snilldarmark hjá Þórði, vá, hann skorðaði líka æðislegt mark í HK leiknum

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.8.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

ÍA rúllar tek undir það.

Þetta var rosalegur seinnihálfleikur hjá liðinu,þetta mark hjá Þórði var tær snilld.

Gaui Þórðar er auðvita snillingur,maður þorir varla að hugsa þetta mót til enda,ef skagaliðið heldur svona áfram...

Heimir og Halldór Jónssynir, 9.8.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, Skagamenn geta verið stoltir af árangrinum, þótt leiðindamálið með Keflavíkurleikinn hafi verið til skammar!

Nei, ekkert verður af Guðjóni tekið í boltanum, þótt ýmislegt hafi hann gert af sér og hugsi reyndar ekki mikið áður en hann tjáir sig blessaður!

Takk fyrir bæði tvö og þú skartar fallegu nafni Bjarney!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við vorum að vona að hann yrði bjargvættur Notts County þegar hann tók við þjálfuninni hjá þeim. Það urðu auðvitað vonbrygði eins og flestum er kunnugt. Ég var búin að góla af ógurlegu kokhreysti um að þetta væri alger galdrakarl þegar von var á honum hingað, en því miður sást lítið í sprotann. Hann bauð okkur á leik hjá þeim í apríl í fyrra og það var gaman að sjá þennan heim frá þessu sjónarhorni. Vorum með VIP passa sem gaf aðgang að því allra heilagasta; hlaðborði fyrir leik og fría drykki í hálfleik, og síðan að kontornum hans eftir leikinn þar sem farið var yfir helstu atriði og málin rædd yfir drykk og snittum. Synd að honum skyldi ekki hafa gengið betur með NC strákana hér, en jafnvel meistarakokkar gera ekki gúllas úr skyri. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.8.2007 kl. 03:09

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Helga Guðrún, þú ert alveg óborganleg!

Hef greinilega "lent á" algjörri KJARNORKUSKUTLU þar sem þú átt í hlut!

Og ert semsagt á slóðum sjálfs Hróa Hattar og kumpána hans og ferð því örugglega reglulega út í Skírisskóg að veiða ekki satt!?

En gaman að heyra þetta með Gaua karlinn og kynni þín af honum. Er sjálfur "gamall boltabrjálæðingur" Púlari frá því ég man eftir mér og hef auðvitað fylgst með honum er hann var þarna úti. Toddi Örlygs var svo þarna áður auðvitað með hinu liðinu þarna Nottingham Forrest, en við erum gamlir kunniingjar. Hef nú samt róast nokkuð hvað boltan varðar, þótt ég bloggi núna aðeins um enska boltan og muni gera eitthvað í vetur.Fylgdist annars meir með Guðjóni á Stoketímanum, þannig vill nefnilega til, að einn minn besti vinur er Jóhann heitir og býr í Gautaborg, er gallharður "Stokari" og varð bara frægur þar í borg á "Íslendingaárunum" sem Nr. 1 og mætti í fleiri en eitt og fleiri en tvö viðtöl hjá staðarfjölmiðlunum á borð við BBC Stoke!

Man að þetta byrjaði nú ágætlega með þetta næstelsta félag heims í deildinni, en svo rétt sluppu þeir við fall á endanum ekki satt?

En þú ert nú alveg met, hahaha, "menn gera ekki gúllas úr skyri" hef nú ekki heyrt þennan gullmola fyrr!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband