Skuldadagar að nálgast?

Já, maður spyr sig bara enn og aftur við fregn sem þessa, er uppgjör Móður jarðar við vanþákkláta og gráðuga íbúa hennar, nær en þá grunar? Hún svo gjöful þeim um aldir sé búin að fá nóg?
Það er nú það!?

Mannanna mengunargjörð,
Móðir grætur nú Jörð
Hennar þeir svívirða svörð
og svíkjast að halda um vörð!


mbl.is Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni er sagt að lönd fari á kaf við þessa bráðnun...

Ég er nú enginn sérfræðingur, en mig langar að vita afhverju er ekkert byrjað að sökkva núna ef tæpur 27% af sumarísnum er þegar bráðnaður (sbr. "Síðan árið 1979, hefur sumar-ís á Norðurheimskautinu bráðnað um 9%á hverjum áratug").

Óskar (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:30

2 identicon

Ef þú villt virkilega komast að því Óskar þá er líklegra að þú fáir svar þitt við því með því að senda inn fyrirspurn á www.visindavefur.is 

Andri I (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 04:27

3 identicon

V. þess sem Óskar segir:  Ísinn á norðurheimskautinu er mjög lítill að rúmmáli samanborið við íshellurnar á Grænlandi og Suðurheimskautinu.  Ísinn á norðurheimskautinu er nokkrir metrar þar sem hann er þykkastur miðað við þykkt í kílómetrum á Grænlandi og Suðurheimskautinu.  Þar sem allur norðurheimsskautsísinn er í sjó þá mun bráðnun hans hafa mjög lítil áhrif á sjávarborð.  Grænlandsíshellan myndi hækka yfirborð sjávar eitthvað í kringum 6 metra (22-23 fet heyri ég talað um) en suðurheimskautið um 10 sinnum meira, eða um 60 metra (220-230 fet)

Kveðja

Arnór Baldvinsson

San Antonio, Texas

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 05:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur herrar mínir, Óskar, Andri og Arnór, að koma þessari litlu vísindaumræðu að stað, lyftir síðunni bara á hærra plan, góð viðbót við litla vísukornið!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló Tinna og takk fyrir stuttan en góðan fróðleik!

Ertu menntuð í náttúrufræðum eða leggur þú stund á þau?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 00:22

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og Arnór, svipuð spurning til þín alla leið til "Ammrikkunnar"!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband