22.7.2007 | 22:05
Glæsilegt mót, en glórulaus umfjöllun!
Já, nú er þessu afbragðsmóti, svo sannarlega sviftingamikla og spennandi, lokið með að Patraic Harrington sigraði nokkuð svo óvænt, en þó reyndar ekki heldur, lengi verið beðið eftir að hann ynni risamót rétt eins og greyið Garcia, sem leiddi mótið lengi vel!
Ekki hægt að kvarta yfir neinu, nema kannski fyrir mína sérparta að Els vinur minn kiknaði á síðustu stundu, rétt eins og á skoska meistaramótinu fyrir viku!
En hann á áreiðanlega eftir að vinna fleiri risatitla en þá þrjá sem fyrir eru í húsi!
Og nóg þar með um keppnina sem slíka.
Nú hins vegar sný ég mér að þætti Ríkisútvarpsins Sjónvarps varðandi þetta mót, sem í grunnin var vel upplagður eins og fyrri ár, sýnt frá öllum fjórum dögunum svo vel sem hægt væri með það í huga, að barnaefni og Formúla yrði ekki útundan,enda ekki hægt.
Í lagi með það, en þá er það líka upptalið sem var í lagi með hvernig mótinu var sinnt!
Að einhverjum óþekktum en jafnframt furðulegum ástæðum, var fréttamanni hjá Sjónvarpinu og þul, Páli Benediktssyni, falið að lýsa mótinu frá upphafi til enda ásamt Andrési einhverjum golfþjálfara, sem ég þekki hvorki haus né sporð á og skiptir svosem ekki neinu í sjálfu sér.
Páll hefur árum ef ekki áratugum saman starfað hjá RÚV og getið sér hygg ég ágætt orð í áðurnefndum störfum, nema kannski fyrir þætti um sjávarútveginn fyrir nokkrum árum er þóttu hlutdrægir útvegsmönnum í hag. Nema hvað, Páll er auk þess þekktur af ýmsum fyrir að spila golf og vera alveg ágætur í því, en hingað til hefur samt engum dottið í hug að láta hann lýsa golfi, enda ekki verið ástæða til, alveg bærilegir kraftar verið til þess í gegnum árin, nú allrasíðast Hrafnkell Kristjánsson með aðstoð frá Þorsteini Hallgrímssyni á Ryderbikarkeppninni sl. sumar.
N'u hins vegar eftir miklar breytingar hjá stofnuninni á íþróttasviðinu, í kjölfar þess að ohf. fór í gegn, virðast engir íþróttafréttamenn eða aðrir innanbúðar með slíka reynslu, vera tiltækir í þetta vandasama starf sem lýsing á breska meistaramótinu sannarlega er og því "gömlum hundi" afhent verkið þó hann hafi aldrei fengist við slíkt fyrr!
Einfaldlega ömurleg lýsing!
Er skemmst frá því að segja, að þessi lýsing og umfjöllun Páls og hans helsta hjálparkokks er kom við sögu, var alveg ömurlega léleg, varlega orðað!
Endalaust snatt og kjaftæði um allt og ekkert litaði alla "lýsinguna" þannig að í raun var þetta eins og að hlusta á leiðigjarnt stofusnakk misvirta áhugamanna frekar en faglega golfumfjöllun!
Hæfileiki til að gera leikin spennandi, eins og einkenni góðra þula er háttur, var ekki snefil fyrir hendi, heldur var talið meira og minna sundurlaust og ef ég hefði mátt ráða kæmist þessi Andrés aldrei í sjónvarp, framsögn hans vond og einfaldlega ekki boðleg fyrir sjónvarp!
Jújú, hann hefur áreiðanlega gott vit á íþróttinni, skal ekkert draga það í efa, en það hafa sumir ef til vill minna, en eiga þó meira erindi í slíkt verk.endalausar vangaveltur og spurningar Páls til hjálparkokksins voru frekar líkar því að hann væri að spjalla við Ólaf Þ. Harðarsson í kosningasjónvarpinu, en faglegt tal hjá golfsérfræðingi.
Megi forsjónin gefa, að þetta verði í fyrsta og EINA skiptið sem honum gefst þvílík aðstaða sem þessi, sem hann réð alls ekki við!
Steininn tók þó eiginlega úr í dag á lokasprettinum, er Páli datt sú "snilldarhugmynd" í hug að fá okkar besta kylfing, Birgi Leif Hafþórsson, til að sitja með í "Stofusamsætinu"!
Birgir Leifur er auðvitað alls góðs maklegur og ég er mikill aðdáandi hans, en hann á satt best að segja lítið erindi í svona lýsingu, sér í lagi ef hann getur ekki talað á sæmilegri íslensku!
Sú hefð hefur nefnilega verið að myndast í golfumfjöllun í fjölmiðlum hérlendis, þróast jafnt og þétt í rétta átt, að sleppa öllum þeim hugtakaslettum sem einkennt hafa golfið, nota þess í stað góð íslensk hugtök sem komið hafa fram!
Dæmi, fugl fyrir að leika holu einu höggi undir pari, Skolli, er leikið er einu yfir, í staðin fyrir "birdy og "boogie" o.s.frv.
Nú getur engin, ég þar með talin, bannað Birgi Leif, Andrési, Páli, eða nokkrum öðrum að tala eins og þeim sýnist í golfinu, NEMA, NEMA, þegar þeir mæta í opinberan fjölmiðil!
Það hefði átt að gera þessum mönnum og þá ekki síst afreksgolfaranum okkar þetta ljóst ÁÐUR en hann kom í útsendingu. EF hann treysti sér ekki til þess, þá ætti ekkert að vera að bjóða honum! því miður var það gert og verð ég að segja að mér var lítt skemmt og þetta var eins og að fara aftur á bak um mörg ár!
ER eiginlega alveg æfur út af þessu og spyr hví í fjáranum var Páli Benedikssyni falið þetta, er það virkilega orðið þannig, að fólk sem ræðst á ríkisútvarpið til að sinna íþróttum, getur bara í besta falli setið á rassinum við tölvuna og lesið þokkalega fréttirnar á Moggavegnum!?
Veit ekkert hvort ég fæ nokkurt svar við þessu, en svo ég noti nú "Tískufrasa" úr íþróttafréttamannastéttinni, þá finnst mér þetta bara orðið alveg GLÓRULAUST!
Fannst já golflýsingar setja mikið niður í dag (eru þó sannarlega stundum ekki brattar á Sýn og raunar hálffurðulegar stundum, en það væri nú efni í aðra "nöldurgrein"!)
Harrington fagnaði sigri á Opna breska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Röfl.
Lolli (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:01
Ég veit ekki alveg hvað þú veist mikið um golf en greinilega lítið. Ég get alveg verið sammála þér að hann Páll hafi ekki verið góður en Andrés var mjög góður og kom með mikið af góðum upplýsingum um allt sem tengist golfi. Hann er mjög góður kennarinn og mjög mikill áhugamaður um golf. Kannski skildir þú ekki mikið af því sem hann var að tala um og fannst það ekki vera neitt athyglisvert útaf því. Hvernig vilt þú láta lýsa þessu? Ef þetta var svona lélegt gastu bara lækkað niður í sjónvarpinu.
Einn sem skilur ekki fólk sem kvartar og bullar bara sem það veit lítið sem ekkert um! Ef þú veist ekki hver Andrés er þá veist þú ekki mikið um golf.
Guðmundur Einarsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:04
Guðmundur!
Þú veist ekki alveg hve mikið ég veit um golf segir þú, en um leið að það sé greinilega lítið!?
Ekki gengur sú röksendarfærsla upp!
Þú hefur enga hugmynd um hversu mikið eða lítið vit ég hef á golfi. Bara gott mál ef þú ert móðgaður fyrir hönd þessa Andrésar, sem þú þekkir greinilega vel (hann kannski að kenna þér golf, eða jafnvel skildur þér eða vinur?) en hversu vinsæll, virtur eða frægur hann er, þá verður mælikvarði á hversu mikið ég eða nokkur annar hefur vit á golfi, aldrei miðaður við hann!að hafa vit á golfi snýst ekki um að þekkja hvern einasta mann sem þjálfar í því!
Vertu síðan svo vænn að lesa greinina aftur, gagnrýni mín snérist ekki um hvað Andrés veit eða kann eða veit eða kann ekki í golfi!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.7.2007 kl. 01:46
Þessi lýsing hjá Páli var alveg hörmuleg, ég fór sérstaklega í golfskálann til að horfa á BBC útsendinguna því ég var að verða brjálaður
sigurður (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:08
Kemur mér ekki á óvart að þú hafir gert það, farið í Skálann! Vildi að ég hefði getað það líka eða haft aðgang að hnetti hér heima! En Sjónvarpið á sem ég segi, hrós skilið út af fyrir sig, að sýna frá mótinu.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.7.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.