Þjóðþrifamál!?

Það þyngist óneitanlega á mér brúnin við þessa lesningu!
Í eðli mínu er ég frjálslyndur og lítt lögbannasinnaður, en í nokkrum málum þó mjög varfærin og þenkjandi.
Það gildir einmitt um áfengismál, ég hef einfaldlega of mikla og það neikvæða reynslu af vþí, að ég get ekki fellt mig við skoðaniir eins og að "Bjór og léttvín eiga að fást í matvörubúðum, enda bara meir og meir hluti af daglegum þörfum fólks"!? 'i þessum og svipuðum dúr tala menn út og suður og vilja svo ef það hefst ekki strax, þá bara lækka "þetta allt of háa verð"!
Hvernig væri að þetta ágæta forystufólk okkar í stjórnmálunum, snéri sér nú í alvöru af öðrum og nauðsynlegri þjóðþrifamálum, áður en mögulega kemur að þessu! Drattast til dæmis til að afnema stimpilgjöldin, sem út í eitt hefur verið óskapast yfir jú að séu ósanngjörn, en standa samt enn þrátt fyrir góð pólitísk loforð um að afnema þau!Nefni ég með þeim aðeins eitt dæmi af mörgum sem frekar ætti að huga að heldur en opinberu álagi á áfengi. Alls kyns gjöld og tollar á landbúnaðarvörum ýmsum er annað dæmi.
En nei, pólitískur keilusláttur að sumri, er frekar vænlegur heyrist manni á "Blautari vígstöðvum"!
Og trúa mennn því í alvöru, að það muni ekki hafa áhrif ef verðið lækkar og eru menn virkilega á því að það sé réttlæting á að lækka álagninguna, að setja meiri pening í forvarnir á móti!? Hvernig gengur það dæmi upp, kannski eins og kenningar Sjálfstæðismanna, að líkt og með skattalækkunum almennt, skili það meiru í ríkiskassan á endanum, að menn viti í hjarta sínu, að neyslan muni aukast með lægra verði, þannig að eftir allt saman komi meira inn þótt álagningin hafi verið lækkuð? Og þannig gætu menn jafnframt aukið framlögin til forvarna?
Spyr sá sem ekki veit!
En þetta hljómar bara sem hvert annað rugl í mínum eyrum!
mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 218371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband