Útgerðarmaðurinn Jón um Ingibjörgu Sólrúnu!

Þessi færsla er ekki um kvóta heldur um almenna kurteisi og mannasiði!
Nú er nefnilega dálítið þungt í mér!
VAr áðan að fylgjast með sjónvarpsfréttunum eins og jafnan, saddur og sæll eftir kvöldverðin.
Nú, hitt og þetta í fréttunum, en þá fyrst sperri ég eyrun er viðtal við útgerðamann í Bolungavík brestur á, hann í inngangi fréttarinnar ekki sagður sáttur við tillögur Utanríkisráðherra varðandi útleifu á byggðakvóta.
Heitir maðurinn Jón og vandaði nú ekki orðaval sitt strax í upphafi máls síns."Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir Ingibjörgu þarna út í Afríku" fyrst hún kæmi með svona vitlausar hugmyndir!
Nokkurn vegin á þessa leið orðaði þessi ágæti maður gagnrýni sína í upphafi.
Ég sjálfur hef ekki hlustað grant eftir þessum hugmyndum Ingibjargar Sólrúnar og veit því ekkert hversu góðar eða slæmar þær eru, hvað þá að ég leggi dóm á þær.
Hins vegar leiðist mér alveg hrikalega þegar menn geta ekki sett fram gagnrýni öðruvísi en svona, vera hreinlega með persónulegan dónaskap, líklega með þá vissu, að þeim mun meir sé á þeim mark takandi, þeir hafi sannarlega rétt fyrir sér, eða hvað?
VEl getur verið líka að svo sé, en reynslan hefur nú kennt mér, að menn vaxa nú ekki að verðleikum með slíkum kjafthætti!
Og jafnvel þó í þessu tilfelli eigi við einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar, þá á að vera hægt að gagnrýna hans orð og verk, án þess að vera með persónulegan skæting í leiðinni!
Gæti svo vel trúað, að ýmsir Feministar myndu segja, að svona myndi maðurinn trúlegast ekki tala nema vegna þess að um konu sé að ræða. Getur vel verið rétt, en skal þó ekki fullyrða það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband