14.6.2007 | 15:40
Blúsinn - Einfaldleikinn áhrifamesti!
Allt frá því fyrir tæpum 25 árum, að vinur minn Heimir ýtti mér endanlega inn í hinn víðfeðna heim Blússins, hefur þaðan ekki verið aftur snúið!Þetta í senn sáraeinfalda tónlistarform, sem að líkindum á sínar djúpu rætur einhvers staðar í myrkviðum Afríku,fluttist svo með þrælaskipunum yfir til Ameríku, þar sem það þróaðist svo stig af stígi, allt frá plantekrunum í Suður- og Miðríkjunum og svo þaðan til borganna, síaðist smátt og smátt inn í alla króka og kima, svo í dag telst án nokkurs vafa ein helsta undirstaðáð í hinni svokölluðu dægurtónlistarmenningu vesturlanda, hefur já verið sem nokkurs konar meginstraumur í öllu mínu tónlistargrúski síðan þá og fært mér ómælda gleði! Ég segi að Heimir hafi já blessunarlega ýtt mér endanlega inn í dýrðarheiminn, því auðvitað hafði ég eins og raunar flestir eða allir aðrir sem una tónlist, kynnst og hlustað á ýmsa boðbera blússins eða afsprengi hans. Alin upp í skjóli fimm eldri bræðra, hafði jú æskan einkennst af tónlist allt frá frumherjum rokksins á borð við Elvis og Chuck Berry,til rokk og glamhelta áranna um og fyrir 1970, Zeppelin, Purple, Uriah Heep, Slade og Sweet m.a. auk svo auðvitað Bítlanna!Allir þessir listamenn sóttu og sækja enn í sumum tilfellum, sín áhrif til blússins, en það vissi maður bara ekki þá og þannig er það með margt fólk, það veitt oft ekki hvað hrífur það og gengur því oft með ranghugmyndir um tónlistina.Breska þungarokksbylgjan, sem þróaðist og náði svo hámarki um og eftir 1980 kom svo sem nokkurs konar framlenging á rokkhetjunum á borð við Zeppelin, Purple, Heep o.s.frv. enda meira og minna undir áhrifum af þeim og svo ég gleymi nú ekki, Black SAbbath!Og svo auðvitað í og með, hið dásamlega fyrirbæri sem auðvitað hafði mikil áhrif á unglinginn, PÖNKIÐ!
En sem fyrr, allt ber þetta að sama brunni, þegar grannt er skoðað og vandlega rýnt, BLÚSINN er alltaf þarna einhvers staðar að finna, undirliggjandi og allt um kring!
Með árunum hækkandi aldri og þroska hafa svo auðvitað aðrar hliðar tónlistargyðjunnar uppgötvast fyrir mér og umburðarlyndi fyrir sumum sem ekki ná í gegn, aukist. Svo áhrifamikill sem blúsinn er, eins og raun ber vitni, þá hefur hann líka átt þátt í að gera mig víðsýnni, hlusta til dæmis eftir hliðstæðum í þjóðlaga- og heimstónlist hvað tilfinningatúlkun snertir.
EFtir áratuga pælingar er líka svo komið nú, að fátt er það sem ekki má gefa tækifæri,en eins og gengur er þó áhuginn misjafn og maður mis upplagður frá degi til dags.En þannig er það nú líka með flest annað í lífinu. Nær áratugs starf í blaðamennsku, við fyrst og síðast tónlistarskrif, gerðu svo auðvitað líka að verkum, að þekking og víðsýni á tónlist jókst, spönnuðu þau skrif allt frá sígildri tónlist til harðkjarnastafrænurokks!
En hvernig sem allt velkist, þörfin fyrir blúsinn eyðist aldrei, alltaf snýr maður sér til hans, í sorg jafnt sem gleði og finnur þar svölun, sem hvergi annars staðar!
En sem fyrr, allt ber þetta að sama brunni, þegar grannt er skoðað og vandlega rýnt, BLÚSINN er alltaf þarna einhvers staðar að finna, undirliggjandi og allt um kring!
Með árunum hækkandi aldri og þroska hafa svo auðvitað aðrar hliðar tónlistargyðjunnar uppgötvast fyrir mér og umburðarlyndi fyrir sumum sem ekki ná í gegn, aukist. Svo áhrifamikill sem blúsinn er, eins og raun ber vitni, þá hefur hann líka átt þátt í að gera mig víðsýnni, hlusta til dæmis eftir hliðstæðum í þjóðlaga- og heimstónlist hvað tilfinningatúlkun snertir.
EFtir áratuga pælingar er líka svo komið nú, að fátt er það sem ekki má gefa tækifæri,en eins og gengur er þó áhuginn misjafn og maður mis upplagður frá degi til dags.En þannig er það nú líka með flest annað í lífinu. Nær áratugs starf í blaðamennsku, við fyrst og síðast tónlistarskrif, gerðu svo auðvitað líka að verkum, að þekking og víðsýni á tónlist jókst, spönnuðu þau skrif allt frá sígildri tónlist til harðkjarnastafrænurokks!
En hvernig sem allt velkist, þörfin fyrir blúsinn eyðist aldrei, alltaf snýr maður sér til hans, í sorg jafnt sem gleði og finnur þar svölun, sem hvergi annars staðar!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.