Hvers eru menn að spyrja og hví í ósköpunum?!

Þær spurningar hafa farið í gegnum hugan undanfarna daga og fram til þessa og ekki að ófyrirsynju!
Er það virkilega einhverjum vafa undirorpið, að vitneskja guðsmanna sem annara stétta um glæpssamlegt athæfi sem þetta og sjúklegt, verður ekki hafið yfir lífsnauðsyn og lög í krafti einhverrar stéttarkvaðar er nefnist þagnarskylda?!
Þessi umræða öll og viðbrögð kirkjunnar, einstakra þjóna hennar sem og sum frá Hr. Karli einnig, eru eiginlega bara einu orði sagt sorgleg og ekki til að viðhalda virðingu stofnunarinnar, heldur öfugt, að draga úr tiltrú á hana og svipta trausti!

þar með talið er þessi yfirlýsing finnst mér, því það er alveg með ólíkindum að einn afturhaldssinnaður boðberi guðsorðsins, að mestu með einangraða sýn á kenninguna og ónútímalega, skuli með skoðunum sínum hafa áhrif að kalli á viðbrögð yfirmanns hans!
Og raunar má spyrja, hví er verið að ynna þennan herramann í Skálholti, Geir Waage um álit á hvernig kirkjan og hennar fulltrúar, prestar, eigi að hefða sér og bregðast við er einstaklingar bera upp sjúklegt eða glæpsamlegt athæfi er varðar kynferðismisnotkun gagnvart börnum eða konum?
Er hann einhver sérfræðingur öðrum fremri í kennisetningunni eða hvað lítur að hefðun og framkomu presta?

Gátu fjölmiðlar ekki alveg eins spurt "Eldpredikaran" Jón Val eða biskup kaþólskra á Íslandi um þetta í ljósi þess að viðbrögðin voru AUÐVITAÐ gefin fyrirfram?!

Botna lítið í þessu öllu saman, en upp úr stendur að líkt og með málefni samkynhneigðra eru vinnubrögð og meðhöndlun íslensku þjóðkirkjunnar á kynferðisbrotum sinna eigin fulltrúa eða annara, henni lítt til vegsauka og framkoman við Guðrúnu Ebbu dóttur fv. biskups Ólafs, til vansa!


mbl.is Velferð barnsins hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Alveg með ólíkindum hvað einn maður getur gert mikinn usla í annars ágætum hópi. Þetta á ekki bara við prestastéttina sem þarf að sitja undir yfirlýsingum þessa öfgafulla prests sem hefur greinilega ofmetnast og "öfgast" í sálgæsluhlutverki sínu. Þetta viðhorf minnir mig á undirskriftalista sem kom fram á Húsavík fyrir nokkrum árum þegar nauðgari játaði sig sekan en íbúarnir lýstu stuðningi við hann skriflega í nokkrum mæli

Fokking fantaskapur. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.8.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband