HM - Hátíð í bæ eða "helvítis ergelsi?!"

Stórdagur er runnin upp, Heimsmeistarakeppnin í fótbolta karla að hefjast í S-Afríku, fyrsti leikur heimamanna gegn Mexikó kl. 14 í dag!
Frakkland og Urugvæ mætast svo í kvöld í seinni leik riðilsins!
Alls 64 leikir sem fram fara á um mánuði, allir sýndir beint, 46 á Rúv, 18 á S2sport2.

Gleði er þetta ómæld fyrir tugþúsundir landsmanna og hundruðir milljóna um allan heim, hátíð já í bæ, en sömuleiðis setur margur landin upp skeifu og hreinlega umsnýst af gremju og ergelsi, því til að mynda verða fréttir nú á næstunni alltaf kl. 18 í stað 19, því seinni leikur dagsins er jafnan kl. 18.
Á niðurskurðartímum þykir svo sömuleiðis bara hneyksli að peningum sé eytt í þetta "boltabrölt", en ætli dæmið komi ekki bara út í plús á endanum, styrktaraðilar og auglýsingar lágmarki allavega kosnaðin? Ég held það.

Þeir sem ekki hafa áhuga og láta keppnina svo fara í taugarnar á sér eiga nú samt að eyðilegga ekki fyrir sér sumarið með nöldri, margt hægt að gera án gláps og þeir sem vilja glápa á HM eiga bara að fá að gera það í sæmilegum friði!
En um þessa tvo fyrstu leiki, þá held ég að heimamenn nái jafntefli í það minnsta, en erfiðara er að spá um F og U.Gæti farið á hvorn vegin sem er, en giska á að Frakkarnir hafi þetta með harmkvælum!

Spánn, Brasilía og England eru svo þær þjóðir sem mér finnast langlíklegastar til að vinna keppnina, en Argentina, ríkjandi meistarar Ítalíu, þýskaland, portúgal og Fílabeinsströndin auk kannski Serbiu, eru þjóðir sem líka gætu farið langt.
Það held ég nú!


mbl.is Auðveldast að mæta Englendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband