Færsluflokkur: Formúla 1

Punkturinn yfir (rugl) i-ð!?

Þrátt fyrir allt yfirgengilega ruglið og hneykslismálin á þessu keppnistímabili í Formúlu 1, hef ég heyrt fleiri en einn mann tala um hve þetta hafi samt verið allt saman "æðislegt og spennandi"!?
Annað hvort eru menn svona fljótir að gleyma, eða þeim finnst bara allt svindlið og pukrið sjálfsagt og eðlilegt, eða hamingjan má vita hvað!?
Þetta yrði já bara til að setja punktin yfir i -ð í þessu öllu saman, sveimér þá!
mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitshnekkir!

Vægt til orða tekið álitshnekkir já og orðstír íþróttarinnar er nú sannast sagna orðin heldur rýr!
Í raun finnst mér þetta tímabil nú ónýtt og eru sjálfsagt margir sammála því! Þessi eilífðarhneykslismál og leiðindi milli samherja í liðum og síendurteknar breytingar á tímatökum og fleiru, gera það örugglega að verkum að áhuginn dvínar nú til skemmri eða lengri tíma. Auk þess sem svo brotthvarf hins umdeilda en gríðarvinsæla Schumachers, hafði þegar haft sín áhrif!
mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakari hengdur fyrir smið!?

Fylgdist aðeins með þessu bæði í gær í tímatökunum og svo í sjálfri keppninni í dag.
EF fram heldur sem horfir, þá fer Formúlan bara fram úr bullogvitleysisganginum, sem hjólreiðarnar hafa fram til þessa verið hvað fremstar í!
Og já, hér gæti bakari hafa verið hengdur fyrir smið, heimsmeistarinn Alonso, eftir allt saman ekki verið helsti sökudólgurinn!?
En þetta er nú annars farið að ganga út á flest annað en spurninguna hver sé snjallastur að keyra, besta bílinn, snjöllustu áætlunina, að komast fyrstur í mark!
Ætli ekki einhver kvennahneykslismál verði það næsta sem kemur upp!?
Svo alveg grátbroslegt, að í hlut á ekki eitt af liðunum í basli, heldur líkast til besta liðið, sem mesta ruglinu veldur, ásamt reyndar líka næst besta liðinu!
mbl.is Hamilton biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappaksturshetjan Lewis Hamilton!

Hinn rétt rúnlega tvítugi breski ökuþór, Lewis Hamilton, hefur heldur betur slegið í gegn í Formulu 1! Eiga menn ekki nógu sterk lýsingaroð yfir afrek hans nú þegar auk þess sem þessi þeldökki drengur þykir afskaplega aðlaðandi og hógvær, hefur ekki látið velgengnina stíga sér til höfuðs!

Þótt Hamiltons hinir í narti,
hælana stundum á parti.
Þeirra bara er bestur,
í brautu og mestur
Senuþjófurinn SVARTI!


Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband