Færsluflokkur: Spaugilegt
15.10.2009 | 00:42
Vor í lofti, en vetur til fjalla!
Jamm, aldeilis blíðan í bæ vorum sl. daga, en til fjalla halda þó ungir menn og konur, rétt út úr bænum eða upp í Hlíðarfjall og leika sér m.a. á snjóbrettum!
Er því vart nema von, að manni verði að orði:
Vorið er komið og grundirnar gróa,
greyveturinn er alveg í klessu.
SAmt er nú úti alltaf að snjóa,
ekkert bara skil ég í þessu?!
12.9.2009 | 16:48
"Í fréttum er þetta helst.."
Sem stundum fyrr eru fréttavegir mbl. órannsakanlegir!
Ég bara að því get ekki gert,
þó gersemis reyni"hann" tík
Það teljist já tíðindavert,
týna hundi í Reykjavík?!
En þegar einhver týnist eða hverfur og auglýst er eftir honum, er nú venjan allavega þegar mannskepnur eiga í hlut, að láta nafnið fylgja með.
En þrátt fyrir að þessi hvutti er þess verður að komast í innlendar fregnir vegna hvarfs síns, þykir ekki ástæða til að geta nafns hans, sem ég gef mér að hann hljóti að eiga. því ef að nú einhver kæmi auga á hann til dæmis út á víðavangi, væri ekki verra að vita nafnið, en eins og þeir sem þekkja til hunda vita, þá er það nú oftast besta leiðin að ná til þeirra, að kalla nafn þeirra.
Hundur týndur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 00:24
Simmi!
Fátt hefur nú meir verið rætt eða frekar verið milli tanna lýðsins sl. daga, en "Sjóið hans "Simma" og það bara skyggt á Icesave ef eitthvað er!
En sem jafnan fyrr hef ég nú efast og ekki látið berast með straumnum í hans "Hvítvínskneifefnum"!raunar haft þetta um málið að segja:
Þótt myndskeið mikið nú trekki,
marga held ég að blekki.
Svo mikið Simman ég þekki,
að "Svartur á hvítu" var ekki!
10.8.2009 | 21:56
Komin í "Fésbókarfárið"!
Jájá, bara svona rétt að láta ykkur vita sem hafið e.t.v. ekki frétt af því enn, komin með skráningu í þeim suðupotti!
En ekkert merkilegra en þessi fátæklega síða hérna, á enn eftir margt ólært, en ef einhver vill spjalla, til dæmis einhver af gyðjunum mínum í vinahópnum, þá er það hægt með því að tengjast þar líka. Svo hefur eitthvert bull hrokkið upp úr mér þarna líka og sumt verið fært héðan þangað,en kannski ekki mjög merkielegt.
Þó má smá vísukorn fylgja með he´rna sem ég setti hjá ekki minni manni en skáldinu Hallgrími Helga, sem virðist reyndar eiga allt of marga vini fyrir svo þúsundum skiptir! En eftir að ég hafði samþykkt hans vinabeiðni, kom þessi litla staka.
Það nú alveg segi satt,
um svip minn breiddist gleðiljómi.
Að komast undir Hallgríms hatt,
heiður bæði er og sómi!
5.8.2009 | 13:46
Léttur og kátur hann "Lexi"!
En eins og svo oft áður sannar "Lexisörinn" hérna að hann er með mikla kímnigáfu,að jaðrar við met í þetta skitpið! (karlinn hefur jú svo gaman að setja slík) Sérstaklega fyndið að lesa þetta um "að nú muni anstæðingarnir þekkja Liverpoolliðið.." o.s.frv., sem þá væntanlega þýðir að MU og Chelsea, helstu keppinautarnir, eru þá "óþekkt stærð" enn ef þetta á að ganga upp!?
Við sjáum bara hvað setur, undirritaður verður ekki með neinar yfirlýsingar að svo stöddu, enda hafa fæst orð jú minnsta ábyrgð.
Ferguson afskrifar titilvonir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 15:18
Jú, kannski list, en varla Kirkjulist?
Ég held nú varla!
Hitt er svo aftur allt annað mál, að konur hafa mætt í kirkjur af hinum og þessum tilefnum, lítt eða nánast ekki klæddar, og það án þess að einvher hafi endilega fengið þær til þess.
Hefur þá sumum og já einkum karlmönnum orðið mikið um, en þó varla eins og að ég held honum j'oni Bjarnasyni úrsmið hér á árum fyrr á Akureyri, sem l´lýsti svo upplifuninni!
Í kirkjuna ég kom og sá,
konu sem var næstum ber.
Munaði eigi miklu þá,
að maður bæði fyrir sér!
Lögsóttur vegna erótískra mynda í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 18:04
Vísnagaman!
Jamm, komin tími á slíkt svona rétt til að hita upp fyrir helgina. (eða þannig)
Oft finnast mér meint rök sumra bloggara, ærið haldlítil svo ekki sé meira sagt og þá ekki hvað síst þegar um pólitík er að ræða. Í krafti slíkra sjónarmiða eða til að verja þau, falla oft hin skrautlegustu orð, þannig að snautleg verða að teljast fyrir viðkomandi og gera lítið úr honum.
Setti þetta niður inni hjá Láru Hönnu vinkonu minni um daginn!
Þegar skynsöm skortir rök,
skoðanir að tjá á blaði.
Fjári oft í fíflsins vök,
falla menn og það með hraði!
Herskái verkfræðingurinn Loftur Þorsteinsson er velþekktur bloggari, nú eða alræmdur, eftir því hvernig menn líta á það.
Honum tókst að verða svo í nöp við mig og mín skrif í átt til hans, að hann lokaði á mig og er ég bara stoltur af því!
Inni hjá öðrum vígreifum karli, guðfræðingnum og ættapælaranum Jóni Val, gafst mér þó tækifæri til að pota örlítið í hann og það raunar svo mjög, að hann æstist allur upp og sagði mig stefna að "trúðsmennsku" hjá stjórnvöldum, en það því miður tækist þó ekki.svona "Dauðafæri" getur nú galgopi eins og ég ekki látið ónýtt og baunaði því ansi háðskur á karlinn til baka.
Nú er ég guminn já glaður,
glitra í augunum tár.
Loftur svo lítill er maður,
linur og kvikusár!
Engin fékk ég viðbrögðin til baka nema þögnina, þannig að líkast til hefur "Airman" bara verið sáttur við þetta!?
Ég er svo alltaf annað veifið að flækjast í pilsunum hennar Kollu vinkonu og varaformanns Ff. Oftast er það henni að skapi og þá kviðlingarnir fögru um hana fljúga, en stundum er ég leiðindaormur þótt sjaldan sé og þá sussar hún bara á mig eða skammar!
Hún var annars um daginn með kostulega frásögn af "Köngulóakynlifi" með ofbeldi í bland sem mestmegnis átti sér stað um bjartan miðdaginn. Svona í orði kveðnu var hin prúða mey ekki of hrifin af hinu fyrrnefnda "náttúrubrölti", en en sagði þó frá því ódeig og dróg svo ekkert af sér við "ofbeldislýsingarnar"!
Mér varð því eftirfarandi að orði í mínum kankvísa ályktunardrætti!
Bæði sæl og sómakær,
sýndist Kolla enn í gær.
En núna orðin næstum ær,
niður brytjar köngulær!
Þótt kunni á köllunum lag,
Kolla með glæsibrag.
Hún spúsa er spök,
sparar sín mök
Að mestu um miðjan dag!
Kolla var nú ekki alveg af baki dottin og kom með þetta um hæl!
(með örlítilli bót frá mér)
Að mestu um miðjan dag,
maður, á þér er lag.
Ja, flest er farið að spara,
fólk, ég segi nú bara!
Loks er það svo ein létt og laggóð sem féll inni hjá einni af fyndnustu konum landsins, Hildi Helgu Sigurðardóttur. Var þetta í kjölfarið á brunanum á Valhöll um daginn, hvað ætti að koma í staðin. hinn sposki og norðlenskættaði bloggari, Brjánn Guðjónsson, var með allt á hreinu um þetta, reisa ætti bara ölstofu í staðin og svo gæti fólk bara brugðið sér í gjána ef þyrfti að pissa!
Það teldist bæði lukka og lán,
þó lítið yrði ég hissa.
Á Almennagjáarbarminum Brján,
blindfullan sæi að pissa!
26.7.2009 | 15:17
Enn er kveðið hjá Jóni Val!
Ég hef já lúmskt gaman af að heimsækja guðsmanninn galvaska og láta þar aðeins gammin geysa!
Eftirfarandi einkun fékk hann eftir smá samtal okkar frá í gær, en slóðin á færsluna er hér að neðan.
Þótt nú Jón sé fráleitt flón,
fögur sjón er blogg hans eigi.
Í öskurtón sem önugt ljón,
aumkar Frón á hverjum degi!
Held ég að þetta geti talist í nokkuð "Dýrari kantinum"!?http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/920258/#comment2521143
14.7.2009 | 16:13
"Vatn á myllu kölska"!
farin er á ný að hrópa.
"Komi aftur kóngur vor,
kappsfullur með allt sitt þor
Svo bölvuninni burtu megi sópa"
Skorað á Davíð á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 00:39
Ég hjá Jóni Val!
Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.
Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.
Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.
Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!
Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.
Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!
Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar