Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kvótinn og Bjarni Harðar!

Ákvörðun Sjávarútvegsráðherra, að fara að tillögu Hafró um úthlutun aflaheimilda í þorski á næsta fiskveiðiári, hefur víða vakið sterk viðbrögð og víst er að í mörgum er uggur, ótti, ef þá ekki bara reiði!Og ekki skrýtið, slíkur niðurskurður úr tæplega 200 þúsund tonnum niður í 130 þúsund, mjög mikill!
útlitið víða og viðbrögðin gætu því orðast eitthvað á þessa leið!

Syrti í álin, sýnist nú brátt,
sjaldnar æ fyllist trollið og nótin.
Berserkir víða blóta því hátt,
Bölvaður helvítis djöfulsins kvótinn!

Og svo er það blessaður maðurinn og nýji fulltrúi Framsóknar á þingi, Bjarni Harðarsson, sem sömuleiðis er skeleggur bloggari hér á Moggablogginu. Honum hefur víst lengi þótt gaman að tala, en þó kannski um of núna, að minnsta kosti virðist hann muna takmarkað af vþí sem hann segir, ef marka má viðbrögð hans við kvótaúthlutuninni, sem hann gagnrýnir harðlega nú, en sagði fyrir nokkrum mánuðum, að menn ættu bara að sætta sig við, ekkert annað væri að gera! Dróg Ríkisútvarpið þetta fram nú um helgina.

Þungur minnistaps er tollur,
teymir hannn á Villulendur
Já, Bjarni harðar, bullukollur,
býsna mótsagna er kendur!

En vel að merkja, þetta er auðvitað grafalvarlegt mál með fiskveiðistjórnunina og snertir svo marga, ekki skal horft framhjá því!


Samsæriskeningin fallin!

Ágætur maður og bloggari, hélt því fram er Margrét maría Sigurðardóttir var skipuð nýr Umboðsmaður barna, að nú væri leikflétta farin í gang, þessi fráfarandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu hefði fengið starfið til að fráfarandi þingkona Samfylkingarinnar, Guðrún Ögmundsdóttir, fengi fyrra starf Margrétar. Þessi ágæti maður og bloggari, var umsækjandi um stöðu Umboðsmannsins!
Er þessi samsæriskenning því fallin um sjálfa sig, að minnsta kosti hvað varðar Guðrúnu. En Helena Karls er náttúrulega í störfum fyrir Samfó hér nyrðra, þannig að maður veit aldrei auk þess sem einhver hinna er það kannski líka!?
mbl.is Níu sóttu um starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaðið á garðan!

Það er ekkert annað!
Allt kjaftaaskaliðið af þessu Hrafnaþingi þarna meira og minna komið inn í "Kjötkatlamallið" í borginni!
hinn þarna Snæhólmur sérstakur "Útblaðrari" fyrir Villan og nú þessi komin með Kontorhvítflibba!
En hvað svo með Hrafninn sjálfan, fær hann ekkert að lokum fyri sinn snúð, halda úti þessu áróðursbatteríi svo misserum hefur skipt í þágu D-listans!?
Væri ekki hægt að búa til sérstakt "PR Politics" fyrir karlinn, þar sem breskir og ameriskir uppgjafapólitíkusar fengju sína opinberu þjónustu?
mbl.is Magnús Þór Gylfason ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu, löngu tímabært!

Þessi tíðindi eru já ánægjuleg, svo langt sem þau ná!BArátta Blindrafélagsins hefur verið löng í að opna augu stjórnvalda, sem ætluðu þó á tímabili að ganga þveröfugt við vilja félagsins, sameina þjónustu Sjónstöðvarinnar við Heyrnar- og talmeinastöðina, sem í grundvallaratriðum er ólík stofnun og mun skemur á veg komin en blindrastarfsemin. En með miklum þrýstingi og ákveðni á síðustu mánuðunum fyrir kosningarnar, m.a. kynningarstarfi þar sem erlendir sérfræðingar voru fengnir til að greina ástandið, tókst að neyða m.a. Menntamálaráðherran til að opna augun og veita þessu mjög svo brýna baráttu og mannréttindamáli gaum!
Vonandi verður þetta upphafið að lokatakmarkinu, að alhiða Þekkingarmiðstöð sem þjónusta mun blinda og sjónskerta, verði að veruleika!
mbl.is Bráðaaðgerðir í þjónustu við blinda og sjónskerta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Troðið á fötluðum í Reykjavík!

Hvað er það annað en hreinn og beinn aumingjaskapur hjá umsjónaraðilum um málefni fatlaðara í Reykjavík, að afsaka sig með mistakatali er upplýst hefur verið, að fötluð ungmenni m.a. hafi ekki fengið laun sín greidd í upphafi mánaðarins!?
VAr manni þó alveg nóg um þegar spurðist skömmu áður, að fötluðum ungmennum væri ekki greitt sama kaup og öðrum ungmennum í sumarstörfum þeirra í Reykjavíkurborg!
Þetta heitir að bæta gráu ofan á svart, en neinei, ekki er þó að heyra, að menn skammist sín hætishót, bara mistök, borgum í byrjun ágúst!?
Heyrði þessi alveg makalusu tíðindi seint í gærkvöldi og átti satt best að segja erfitt með að sofna á eftir!
Hvar er nú Borgarstjórinn bratti, sem finnst svo gaman að slá pólitískar keilur við hvert tækifæri, til dæmis þegar hús brenna?
Kannski enn í Moskvu, eða bara farin í frí!?
En svona virðist nú vera hægt að troða á þeim sem minnst mega sín!

Þú mátt nauðga, ef....

....Þú hittir kófdrukkna stelpu á hóteli.
Þú byrjar að spjalla við hana og hún segist í spreng að pissa á sig.
Þú bíðst til að fylgja henni á salernið.
þar mátt þú fara inn á klósettið með henni,rífa niður um hana nærhaldið, ýta henni niður á setuna eða gólfið og gera þitt...!
Já lagsmaður, þetta máttu gera, fremja augljóst ofbeldi að því best verður séð og að versta tagi, en bara EKKI NÓGU GRÓFT að mati Héraðsdóms Reykjavíkur!

Þannig er nú það!


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgerðarmaðurinn Jón um Ingibjörgu Sólrúnu!

Þessi færsla er ekki um kvóta heldur um almenna kurteisi og mannasiði!
Nú er nefnilega dálítið þungt í mér!
VAr áðan að fylgjast með sjónvarpsfréttunum eins og jafnan, saddur og sæll eftir kvöldverðin.
Nú, hitt og þetta í fréttunum, en þá fyrst sperri ég eyrun er viðtal við útgerðamann í Bolungavík brestur á, hann í inngangi fréttarinnar ekki sagður sáttur við tillögur Utanríkisráðherra varðandi útleifu á byggðakvóta.
Heitir maðurinn Jón og vandaði nú ekki orðaval sitt strax í upphafi máls síns."Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir Ingibjörgu þarna út í Afríku" fyrst hún kæmi með svona vitlausar hugmyndir!
Nokkurn vegin á þessa leið orðaði þessi ágæti maður gagnrýni sína í upphafi.
Ég sjálfur hef ekki hlustað grant eftir þessum hugmyndum Ingibjargar Sólrúnar og veit því ekkert hversu góðar eða slæmar þær eru, hvað þá að ég leggi dóm á þær.
Hins vegar leiðist mér alveg hrikalega þegar menn geta ekki sett fram gagnrýni öðruvísi en svona, vera hreinlega með persónulegan dónaskap, líklega með þá vissu, að þeim mun meir sé á þeim mark takandi, þeir hafi sannarlega rétt fyrir sér, eða hvað?
VEl getur verið líka að svo sé, en reynslan hefur nú kennt mér, að menn vaxa nú ekki að verðleikum með slíkum kjafthætti!
Og jafnvel þó í þessu tilfelli eigi við einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar, þá á að vera hægt að gagnrýna hans orð og verk, án þess að vera með persónulegan skæting í leiðinni!
Gæti svo vel trúað, að ýmsir Feministar myndu segja, að svona myndi maðurinn trúlegast ekki tala nema vegna þess að um konu sé að ræða. Getur vel verið rétt, en skal þó ekki fullyrða það.

Læknir Í lyfsölu!?

hún var einkar athygliverð fréttin í Ríkisútvarpinu áðan, að íslenskur læknir í SVíþjóð stundaði innglutning hingað til lands á lyfjum og héldi úti sérstakri heimasíðu þess vegna. VErður ekki annað séð en um beina milliliðastarfsemi sé að ræða, sjúklingar hér á landi senda lækninum lyfseðla sína sem hann svo að sögn fær afgreidda út úr apóteki ytra.
Í fregninni kom fram, að hann hafi engin leyfi til þess arna, enda telur hann sig ekki sem slíkur vera að flytja inn lyfin sem Apótekari/Lyfjafræðingur væri, heldur væri það í raun viðkomandi sjúklingar sem það gerðu. Sérstaka athygli vekur að Landlæknir segist hafa hvatt lækninn til innflutnings þar sem skóin þykir kreppa, þ.e. í innflutningi og framboði á ódýrum samheitalyfjum. Það gerði hann þó lagalegur vafi leiki á að lækninum sé þetta heimilt, sem manni þykir nú svolítið skrýtið, svona "Skjóta fyrst og spyrja svo" aðferðarfræði! Sagðist Landlæknir í viðtali við Útvarpið hafa vísað lækninum á Lyfjastofnun til að fá úr lagalegu hliðinni skorið og er sú stofnun nú að rannsaka mál læknisins.
Frá neytendasjónarmiði væri það vissulega gott ef úrval af ódýrari samheitalyfjum jykist, en spurning vavaknar nú amt um hvernig eftirliti geti verið háttað svo engin lög yrðu brotin,lyf sem t.d. lyfjafíklar sækjast í verði ekki flutt inn í stórum stíl auk annara t.d. niðurgreiddra lyfja hérlendis.
SVo á læknir, skurðlæknir í hlut, mjög strangar reglur gilda um aðkomu þeirra og meðhöndlun lyfja, svo þeirra strfssvið skarist ekki við lyfjafræðnga til að mynda.
Ýmis sjónarmið takast því á þarna og orkar tvímælis og má til viðbótar nefna, að heimasíðúr þar sem læknar eru í raun ekkert annað að gera en auglýsa starfsemi sína eru að minnsta kosti á mörkum þess löglega og þess siðferðilega eiðs sem þeir gangast undir er þeir öðlast lækningaleyfi sitt!
Að lokum má gagnrýna fréttakonuna sem sagði fréttina, lét slóð heimasíðu þessa læknis uppi í fréttinni, nokkuð sem aðeins þjónar að líkindum hagsmunum viðkomandi læknis, en það á ekki að vera hlutverk fréttamanna að auglýsa slíka starfsemi, ekki síst þegar ljóst er að hún orkar tvímælis. FEr fréttamaðurinn út fyrir sitt upplýsingahlutverk, sem hann á þó auðvitað að rækja sem best!

Kannski fleiri krónur handa Mútter, en...?

Já, svei mér ef þetta þýðir ekki nokkra fleiri þúsundkalla í veski móður vorrar en hingað til hefur verið! Skal þó ekki fullyrða það alveg, finnst nú sumt í fréttinni stangast hreinlega á! Allavega er eitthvað bogið við það finnst mér, ef maður yfir sjötugt sem hefur um þrjár millur í eftirlaun á ári og engar bætur frá TR, skuli eftir þessar breytingar fá 126 þúsund!? Veit ekki alveg hversu miklu réttlæti er fullnægt með þessu, viðkomandi hækkar í 376 þúsund á mánuði, en í fréttinnni segir líka að tekjuaukin verði aldrei meiri en sem nemur 126 þúsundum á ári!? Gæti þó bara verið misritun?
En semsagt, ef viðkomandi eftirlaunaþegi, sem dæmi er tekið um, þyggur slíkar greiðslur, skilgreindar sem tekjur, þá virðist hann fá þessa tekjuaukningu, gríðarlega miklu og þótt hann sé ef til vill hinn hressasti, gæti sem best unnið áfram, hafi jafnvel hugsað sér það fyrir nokkru, þá hættir hann áreiðanlega við það í dag! Get allavega ekki ímyndað mér að þetta hvetji einstaklinga orðna sjötuga en með góða heilsu, til að byrja að vinna aftur ef þeir hafa haft það í huga, sumir hætta kannski bara sem eru núna að vinna einhverja litla vinnu, en sem ekki gefur jafn mikið í vasan!
Greinilega hægt að sjá margar hliðar á þessu, en vonandi verður þetta einhverjum af þeim sem í hlut eiga og telja sig nógu hressa, hvatning til að leita vinnu aftur! Víða væru slíkir vinnukraftar líka vel þegnir sem kunnugt er, t.d. á heilsu- og ummönunarstofnunum.
mbl.is Um 5.000 manns fá hærri bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆTTUR - Farinn


Hættur er já Herra Blair,
sem hæstráður í ríki sínu.
Fer nú brott og flýtir sér,
í "Friðarleit" til Palestinu!?
mbl.is Blair formlega tilnefndur sem erindreki í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband