Riðið á RUGLSVEGUM!

Skaupið var skemmtilegt í gær, já ansi gott og með hvössum broddi á köflum!
En það liggur við að skrattanum í manni sjálfum sé jafnvel enn meir skemmt, um stundarsakir að minnsta kosti eftir lesningu sem þessi meðfylgjandi Moggaskrif eru!
En, þetta er samt ekkert grín, heldur þvert á móti háalvarlegt mál, sem fyrr en varir vekur með manni neikvæð viðbrögð í kjölfar "Skrattaskemmtunarinnar!"

Ég satt best að segja trúði vart mínum eigin eyrum er ég heyrði þetta fréttaspjall sem hér er vitnað til í gær.
Hann Bigga, Birgi Guðmundsson, þekki ég nefnilega þokkalega frá endurreisnar- og raunar lokaárum Dags og hef ekkert haft nema gott um hann að segja og alltaf lagt við hlustir er hann hefur miðlað af sinni ágætu þekkingu á íslenskri pólitík. Ekki vantar það nú, en þessi útlegging hans og svo þessi makalausi fréttatilbúnaður hérna af atkvæðagreiðslunni í fyrradag, er með því já vitlausasta og afkárlegra sem ég hef heyrt lengi!

Þetta er nefnilega ekkert sem menn lesa neitt út úr eða er eitthvað flókið frekar en óteljandi önnur mál á alþingi og það alveg burséð frá þyngd þess og mikilvægi.
Atkvæði féllu einfaldlega 33-30 rétt eins og tölur geta hljómað í handboltaleik og það skiptir bara nákvæmlega ENGU máli hvað fólk segir um leið og það greiðir atkvæði, hvernig það gerir það er bæði upphaf og endir aðgerðarinnar og sagan segir okkur og kennir, að það skiptir heldur nákkvæmlega engu máli þótt sú atkvæðagreiðsla fer fram gegn betri vitund eða sannfæringu viðkomandi!

Og þetta á nú BG, þrautreyndur blaðamaðurinn og nú stjórnmálafræðingurinn að vita, en lætur samt þessa dellu út úr sér, sem svo Moggin hérna setur fram sem bara hreina "staðreynd" að meirihluti hafi í raun verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og sé, eins og fyrirsögnin er skrifuð!

hossakaup, tækifærissmennska, atkvæðagreiðsla eftir flokkslínum og svo framvegis og svo framvegis er, hefur og verður alltaf fylgifiskur stjórnmála í meira og minna mæli og hafi menn þóst sjá það í þessari atkvæðagreiðslu á þennan vegin, þ.e. að Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, hafi greitt atkvæði gegn tillögu péturs Blöndals um þjóðaratkvæði gegn betri vitund og samvisku, þannig að lesa megi þetta rugl út úr atkvæðagreiðslunni, þá velti ég því fyrir mér hvort Biggi hafi ekki fylgst með allri atkvæðagreiðslunni og hvað aðrir sögðu við hana er þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum?
Því þar mátti nefnilega heyra að minnsta kosti ÞRJÁ D liða sem studdu annars tillöguna taka það skýrt og skorinort fram að í raun væru þeir ekkert meðmæltir þjóðaratkvæði alla jafna, en...!
Bíddu,mætti því ekki á nákvæmlega já sama hátt "lesa" út úr þeirra atkvæðagreiðslu, að þeir væru í raun Á MÓTI því sem þeir þó greiddu atkvæði með?!
Auðvitað og augljóslega, en í þessari dæmalausu Icesavefirringu sem gengið hefur yfir, detta menn í svona dellupytti og það jafnvel þótt menn séu hinir bestu að andlegu atgervi og alla jafna vel marktækir!

Um þessa tillögu Péturs vil ég annars segja að hún er með verra lýðskrumi og hræsni sem ég man eftir!
Formaðurinn í D liðinu reynir þó að koma því inn nú að þetta hafi nú bara verið í anda nýrra tíma hjá flokknum og stefnu hans, en sannleikurinn er nú sá að sennilega hefur engin flokkur verið tregari til viðleitni í þessa hátt og mér er nú enn minnistætt er einvherjar hugmyndir voru uppi á landsþingi um rafrænar atkvæðagreiðslur í þágu opnara og beinskeyttara lýðræðis, voru þær troðnar niður með menn á borð við Halldór Blöndal fremsta í flokki!
Lýðræðisástin í flokknum þeim er því fyrst og fremst í tækifærisorði, en ekki á borði!
BG er ekki í þeirri "álmu" svo ég viti í pólitík, en í honum er sterkt "Framsóknargen" mamma hans áslaug Brynjólfsdóttir mikil maddama í þeim flokki eitt sinn og fræðslustjóri í Reykjavík, svo það gæti skýrt eitthvað, þessi pæling ansi nærri dellunni margri sem komið hefur frá þeim flokki og formanni hans á sl. vikum og mánuðum!

Að lokum held ég svo að gamli stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Ragnar, muni seinnt taka mark á svona pælingum, hvað fólki kann annars að þykja um hann og segja þessa dagana. Hann einfaldlega allt of skynsamur til að gera slíkt.


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár Magnús minn og takk fyrir allt gamalt og gott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sömuleiðis góða Vestfjarðavíf!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband