Ekki þó í mér get ég sagt ykkur!

Öðru nær, hef nefnilega skafið af mér um 24 pund eða um 12 kg. sl. fjóra mánuði eða svo!
En þetta er könnun frá '90 til 2007, var nú aldeilis "misléttur" á því langa tímabili.

Keypti mér fyrir nokkrum vikum eitt stykki göngubretti, sem þó er enn að komast almennilega í gagnið.
Algjör snilld held ég slíkt bretti, en í þessu árferði kannski ekki á allra færi að kaupa, kostaði um 120.000 kr... aðeins!
En þetta er langtímafjárfesting, fer ekki í tíma á líkamsrækarstöð, allavega ekki á dagskrá, fyrir kort á einni slíkri auk fata, bensínkosnaðar og fleira yfir veturinn, (8 mán., sept. - mai) borgar maður langleiðina þessa upphæð og brettið því fljótt að borga sig upp.
Auðvitað ekki mikill félagskapur með engum nema sjálfum sér, en þar sem mér líkar ágætlega við mig og finnst ég almennt skemmtilegur, þá er þetta í góðu lagi auk annars!

En því er ekki að leyna, að helsta heilsuvandamál vesturlanda hefur gert sig heimakomið hér sem víðar, óhollusta + ofát = Offita!

Það er hins vegar misskilningur held ég, að orku- og fituríkur matur sé eitt helsta vandamálið. Miklu frekar held ég núna að fenginni reynslu sé,

Sykurinn, hvíta hveitið og saltið!

Atkins heitin var ekki svo vitlaus skal ég segja ykkur!


mbl.is Pundið þyngist í Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll meistari. Flottur á því bara hlaupabretti og alles. Ég fór í ræktina í  morgun kl 6,30 til að vera með dóttur minni, annars myndi ég alveg eins vilja vera ein. Ég fór síðan í golf eftir vinnu og spilaði fram í myrkur. Semsagt þokkaleg hreyfing á gömlu. Borða ekki sykur, hvítt hveiti eða salt. Samt ekki að losna við þessi tvö kíló sem áttu að fara í sumar. Offita er vissulega að verða mikið vandamál en ég held að það sé meira út af stressi en nokkru öðru. Atkins var það ekki að éta fitu auj auj auj... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Kolla, þú ert já ekki bara "makalaus", heldur alveg frábær! Svo ertu hissa að strákar geti orðið skotnir í þér enn?! Og svo væri ég nú í meira lagi spenntur að finna út hvar þessi "rosalega mörgu" og erfiðu aukakiló liggi, erfitt að ímynda sér það allavega miðað við vallarsýn valkyrjunnar að sögn!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.9.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú mín kæra, hann var frekar á því, en sleppa sem mest þessu ofangreinda. Mér dettur annars í hug, að þú þyrftir kannski að auka meltinguna tímabundið og kannski auka hlutfall þess sem þú ´borðar á morgnana á kosnað annars, til að ná "hlassinu" af þér?!

Spurning svo líka um reglusemina eða línuna í deginum, hovrt þú borðir ekki nógu reglulega yfir daginn, heldur jú vel í kg. horfinu, en nærð ekki fleiri neinum grömmum af þér?

Magnús Geir Guðmundsson, 29.9.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll og takk fyrir góð ráð Magnús. Aukakílóin eru í undirhökunni og hnakkaspikinu hahaha. Ég hef reyndar vanrækt morgunverðinn en er að taka á því og píni í mig morgunkorni kl 7 á morgnanna ásamt kaffi og svo skyr eða ávöxt kl 11 og hádegismatur kl 13,30. Þar með er reglan varin og hipsum habs hvenær borðað er það sem eftir lifir dags og þá oft sykursvall á kvöldvökunni. Það er verið að vinna í því núna. Gangi þér vel minn kæri. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband