Furðuleg leikjaniðurröðun!

Já, það finnst mér nú og eiginlega fáranlegt að slíkum leik sé komið á aðeins nokkrum dögum fyrir stórkeppnina. Nú gæti þetta reyndar reynst "einn af þeim léttu", en ég býð ekki í ef til dæmis ein eða fleiri stelpnanna myndi nú meiðast þarna á laugardaginn!
Get ekki ímyndað mér að slík leikjatilhögun kæmi til greina í karlaboltanum, leikur í undankeppni HM um tíu dögum fyrir upphaf úrslitakeppni EM!?
En þetta er allt saman mjög spennandi, ekki vantar það. Um 5000 manns mættu á karlaleikin í fyrrakvöld, vináttuleikin við Slóvaka, allavega sá fjöldi ætti að mæta á morgun!
mbl.is Mikið áreiti betra en ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einmitt tíminn sem lið eru að skaffa sér æfingarleiki til að fínpússa liðið og koma stelpunum í gírinn.

Frábært að fá alvöru leik akkúrat á réttum tíma.

Karma (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyrsti leikur í undankeppni HM er og verður hvorki nefndur "Fínpúsning eða upphitun" fyrir úrslitakeppni EM og er því ekki sem slíkur á "akkúrat réttum tíma".

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2009 kl. 15:16

3 identicon

Leikurinn var heilum 9 dögum fyrir fyrsta leik. Landslið spila iðulega æfingaleiki inn í seinustu viku fyrir fyrsta leik á þessum mótum.

Ég kallaði leikinn ekki "Fínpúsningu eða upphitun" skil ekki alveg hvernig þú lest það út úr orðum mínum, kannski ertu að svara einhverjum öðrum en mér?

En það er klárt mál að þessi leikur var á hárréttum tíma og mjög mikilvægt að fá alvöru landslið til að spila seinasta leik við í alvöru leik frekar en að spila æfingaleik við íslenskt félagslið sem hefði væntanlega verið gert annars.

Svona leikjaniðurröðun tíðkast hjá körlunum þó að það tíðkist reyndar ekki í Evrópu.

Karma (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:19

4 identicon

Þú gerðir það nú samt,að tala um fínpúsningu í fyrstu setningu fyrra innleggs, lestu það sjálf eða sjálfur!Jújú, leikurinn gegn Serbíu fór vel og engin meiddist það ég veit, en það er bara ekki rétt að taka svona áhættu með leik, SEM SKIPTIR SVONA MIKLU MÁLI svo stuttu fyrir einn allrastærsta viðbuðr í íslenskri kvennaíþróttasögu, allavega hvað hópa snertir!

Magnús GEir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:32

5 identicon

Ég las þetta nokkrum sinnum aftur en skil ekki hvernig þú færð út að ég sé að tala um þennan leik sem fínpúsningu eða upphitun. 

Ég talaði um lið væru að skaffa sér æfingaleiki til að fínpússa sín lið. Ég er greinilega að meina önnur lið en ekki íslenska sem þarf ekki að skaffa sér æfingaleiki heldur fær alvöru leik.

Ertu illa læs eða bara svona tregur?

Það er nauðsynlegt að liðið sé allra best undirbúið fyrir þetta mót og það næst ekki með æfingaleikjum við ofurslök lið. Fyrir utan það að meiðslahættan er síst minni þegar spilaðir eru æfingaleikir við hægari, slakari og oft klaufalegri/grófari lið.

Karma (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband