Meistarans Hólmdísarhugarvíl!

Ein af mínum fallegustu og heittelskuðustu bloggvinkonum hjúkkan Hólmdís þingeyska, hefur nú boðað brottför sína af landinu á morgun
Mér finnst það bara helvíti skítt þegar svo háttar, að svo glæsilegar meyjar sem hún geri slíkt, þó ég reyni auðvitað að skilja ástæðurnar um leið. Það breytir hins vegar ekki því að maður verður dapur og fer ekkert dult með það, sem sannaðist á mér í nótt eftir að hafa lesið brottfarartilkynninguna hennar!

Nú í barm sinn gumi grætur,
gengdarlaust í skjóli nætur.
Íslland vart þess bíður bætur,
er burtu hverfa fagrar dætur!

En svo í aðeins reiðari tón!

Nú bölva sem brjálað naut,
blæðandi hjartans er þraut.
Senn Hólmdís er horfin á braut,
í helvítis "Baunanna" skaut!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ekki amalegt að fá svona flottan kveðskap í vegarnesti! Ljós í myrkrinu yfir að missa Hólmdísi úr landi. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.7.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ert góður..Búið að vera gaman lesa þín skrif og kveðskap til Hólmdísar á hennar bloggi..eftir að ég byrjaði að fylgjast með...vona að hún sjái sér fært að skrifa af og til...og þá vantar ekki svörin frá þér..Takk fyrir..ekki veitir af að fá bros og hlátur..eins og staðan er í dag ..Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 12.7.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, ég veit nú ekki mín kæra Lára Hanna hversu H finnst þetta gott veganesti, en svona bregðast nú piltungar sumir við í "hreinræktuðu volæði" og fara ekki leynt með!

Þú ert kannski líka að hugsa þinn gang?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér kærlega fyrir Halldór Jóhannsson, öðrum þræði er þetta jú til gamans gert og þá helst fyrir sjálfan mig, en ekki hefur nú verið verra ef einhverjir hafa skemmt sér í leiðinni, sem víst stundum hefur hent!Hún missir nú réttin að snúa til baka ef hún vogar sér að skrifa ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 16:10

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já..það er bara rautt strax..ef skvísan fagra skrifar ekki...

Halldór Jóhannsson, 12.7.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband