Skrum!

Jamm, í einu orði sagt, er hjartanlega sammála gömlu leikgyðjunni Liz Taylor!
Kaninn gerir fátt verra ef nokkuð, en að setja slíkt innihaldsleysi á svið þar sem slepjan er hreint yfirþyrmandi!
Alveg burséð frá hversu merkilegur eða ekki tónlistarmaðurinn MJ var, snillingur eða ekki, ofmetin eða ekki, ömurlegur aumingi haldin barnagirnd eða ekki, þetta er meira en fullmikið af hinu góða!
mbl.is Þúsundir fésbókarfærslna á mínútu um kónginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Mér finnst ekki síður andstyggilegt, að svona vel skuli vera fylgst með og skráð, það sem fram fer á Facebook, og örugglega víðar, s.s. á netinu annars staðar.

Eygló, 8.7.2009 kl. 04:16

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þetta er athyglisvert og til umhugsunar hjá þér, Eygló hin afarskarpa.

En almennt með þetta fésbókardæmi,þá er það í grunnin eða eðli, ekki svo mjög öðruvísi en almenna bloggsamfélagið sýnist mér. En er engin sérfræðingur, ekki skráður þar.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2009 kl. 14:12

3 identicon

Það versta sem Mikki Jack gat gert okkur var að deyja, því nú er ekki flóafriður fyrir einhverju tengdu honum. En hvíli hann í friði þarna niðri.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahaha Bubbi, þetta er nú með því fyndnara sem ég hef lesið í dag, ef ekki þá það fyndnasta. TAkk kærlega, en nú er líka eins gott að engin funheitur aðdáandin, ég tala nú ekki um TRÚHEITUR líka, rekist óvart hingað inn!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jamm, ég er líka sammála ykkur þér og henni Liz Taylor.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2009 kl. 23:39

6 identicon

En samt sem áður er þetta ekki neitt miðað við fjarðrafokið í kringum O.J. Simpson, þegar hann var dreginn fyrir dóm og sýknaður þrátt fyrir sönnunargögn. Það var fjölmiðlasirkus eins og hann gerist verstur. En í þessu tilfelli er þetta mest bloggarar og fésarar á Facebook að tjá sig um málið, lítið að fjölmiðlar séu að gjamma út í eitt.

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Jens Guð

  Kaninn hefur tilhneigingu til að ofgera hlutina og ýkja.  Það á ekki síst við um væmni og slepju.  Eða poppfígúrur.

Jens Guð, 10.7.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Úff, vonandi verður ekki ama bilunin þegar hann O.J. deyr Stebbi!

tja Eyjó, þú segir nokkuð!

Við erum sæmilega skynsöm greinilega öll þrú Lilja mín góða Guðrún!

Jamm Jens hinn spaki, mikið til í því hjá þér.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband