Takmarkað gildi höfundarréttarlaga, tilgangslítill dómur!

Fyrir það fyrsta er fyrirsögnin á fréttinni ekki góð, að vista höfundarréttarvarðar hugsmíðar í tölvu, er ekki meiri glæpur en að geyma bók eða plötu upp í hillu, en það er miðlunin, dreifingin, sem ekki má.

Ég hef annars á um fimmtán síðastliðnum árum, alltaf annars lagið skrifað um þessi mál er tengjast fjölföldun og dreifingu hugsmíða og þá einkum og sér í lagi tónlistar!
Niðurstaða mín hefur í stórum dráttum alltaf verið sú sama allan þennan tíma og staðfestir þessi dómur sem hér um ræðir, enn frekar skoðanir mínar um að hugsunin með höfundarrétttarlögunum hefur ekki bara verið gölluð heldur líka svo tilgangslaus í flestu!
Auðvitað verða að gilda lög um hugverk sem flest annað, ekki sama hvernig farið er með þau auðvitað og helst eiga ekki aðrir en höfundar sjálfir eða þeir sem fara með réttin, að njóta fjárhagslegs arðs af þeim, ef því er að skipta.
En þessi eilífðareltingarleikur við í flestum tilvikum fáa einstaklinga sem stunda þessa iðju að dreifa tónlist og fleiru, því tækniþróunin hefur orði sem hún er, að gera beinlínis ráð fyrir slíkri dreifingu, er svo vita tilganslaus og skiptir eigendur höfundarréttar í raun engu þegar öllu er á botnin hvolft!
Menn hafa lengi reynt að reikna út meintan skaða af slíkri dreifingu og beinlínis gefið sér hann, en sannleikurinn er nú sá, að hvernig sem menn hafa rembst við að reikna og um leið færa rök fyrir að dreifingin þýði sjálfkrafa tapaðar tekjur, þá hefur það enn ekki tekist með neinum haldbærum né rökföstum hætti!
Það er nefnilega ekki hægt að setja samasemmerki á milli þess að er einn einstaklingur sækir sér til dæmis nýjustu plötuna með Green DAy og tapaðarar upphæðar sem nemur söluandvirðis eins eintaks af plötunni, ekki frekar en að sá er deilir plötunni hefði LÁNAÐ hinum er sótti plötuna með hjálp tölvutækninnar!
ingað til hef ég allavega ekki heyrt neinn reyna að halda því fram, að ef einvher einn lánar vini eða vandamanni plötu, að það hafi talist til tapaðra tekna fyrir viðkomandi listamann, en strangt tiltekið er þetta lán þó ekkert minni "glæpur" en tækniaðferðin!
Að vísu er þarna viss stigsmunur, en í raun engin eðlismunur.

Og þessi dómur?
Hann skiptir í raun ákaflega litlu og þó vissulega sé ekkert grín fyrir orðsporið eða mannorðið að fá skilorðsbundin dóm til tveggja ára þannig séð, þá hefur þessi dómur aðeins afleiðingar aðrar fyrir hina sakfeldu, að þeir töpuðu tölvunum sínum.
Að þessu að sjá, eru nefnilega engin sektarákvæði við brotum sem þessum á höfundarréttarlögunum, sem ég get vart túlkað öðruvísi en Hæstiréttur staðfesti það sem ég tíundaði hér að ofan, að miski höfunda eða eigenda höfundarréttar, meintur beinn skaði, sé einfaldlega ekki mælanlegur þrátt fyrir brotið eða sé hreinlega enginn!


mbl.is Vistuðu höfundarréttarvarið efni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Maggi, þarna mælir þú af þeirri skynsemi sem ég hef alltaf vitað að þú lumaðir leynt á.

Einhver bezta greiníng um þetta deilumál sem ég hef enn skimað á skjá.

Steingrímur Helgason, 11.6.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega STeini Hauganeshertogi, hef smá vit á þessu líka eftir að hafa pælt í þessu og skoðað málin frá flestum hliðum í öll þessi ár.Held svo þvert á móti, að frjáls aðgangur eða skipti á tónlist með þessum hætti og eflaust fleiri formum, hafi skapað tekjur fyrir höfunda, vakið á þeim athygli er svo hefur fætt af sér hefðbundin kaup á tónlist þeirra í framhaldinu. Þekki mörg dæmi þess.

Þessi dómur breytir engu held ég, þó sú þróun sé vissulega að verða, að með sanngjarnari verðlagningu og slökun á lásavitleysunni m.a. (að ég tali nú ekki um njósnaformið sem var hjá mörgum í upphafi hjá ýmsum varðandi löglega sölu á tónlist á netinu, t.d. í byrjun hjá tonlist.is) sé hvatin að verða minni til slíkra skipta.

Hann mun hins vegar aldrei hverfa og meðan tæknin er fyrir hendi svo einföld sem hún er, þá nýta menn hana auðvitað.

Gæti röflað heilmargt fleira um þetta og frá fleiri hliðum, en læt þetta nægja.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

skítt að einkatölvur og þau persónulegu/óendurheimtanlegu gögn sem þau geima séu glötuð eigendunum að eilífu, tölvueigendur hafa engin réttindi við svona aðstæður, fjölskyldumyndir, skólaritgerðir, vinnugögn, heilsuupplýsingar, ættfræðigögn, lykilorð, keypt forrit og önnur stafræn gögn eru tekin og afhent 3ja sem hefur nákvæmlega ekkert við þessi gögn að gera, ef lögin væru í lagi þá væri skilið á milli gagna og ókunnugum ekki afhent tölvur stútfulla af persónulegum gögnum með persónuupplýsingum  heldur einungis því sem viðkemur því máli sem um ræðir.

 Þegar reynir á þá hafa Netverjar hafa bara engin réttind.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Kristján Gunnar.

Ég hef nú reyndar ekki kynnt mér mikið aðferðarfræðina við upptöku tölva í svona tilfellum, en ég held nú að nokkurs misskilnings gæti hjá þér varðandi sumt í upptalningunni.Svo hygg ég nú, að yfirvöld hafi ekki rétt til að taka til sín eða gera upptæk forrit til dæmis á borð við Espolinættfræðiforritið svo dæmi sé tekið og fyrst þú nefnir ættfræði.Annars held ég nú, að innihaldið hafi nú fyrst og fremst verið hið mikla magn margmiðlunarefnis sem tíundað er í fréttinni,þessar tölvur fyrst og síðast verið nýttar til þessara skipta með tilheyrandi forritum. Og láttu þér ekki detta í hug, að þessir herramenn eigi ekki afrit af öllu saman á leyndum stöðum eða í öðrum vélum sem ekki komu við sögu, ég er nú fullviss um það.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 09:14

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ég þekki nú nokkra aðila þarna perónulega.

 einn þeirra misti mjög mikið af vinnugöngum.

 og dæmi um búnað sem að var tekinn var playstation tölva frá börnunum.

Árni Sigurður Pétursson, 12.6.2009 kl. 19:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta hljómar nú ílla, en jafnframt heldur ólíkindalega,hef þó ekki fleiri orð um það.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þessari færslu Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 10:05

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega, mín "Gamla og fornfræga poppstjarna" úr hinu mjög svo þokkafulla Sokkabandi.

Ekki beinlínis leiðinlegt að fá viðurkenningarorð úr slíkri átt! Hins vegar auðnaðist mér aldrei sú gæfa, að sjá bandið né heyra.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband