Hvers vegna hið ómögulega gat ekki orðið hugsanlegt - Nokkrar meginástæður!

Strax eftir að ljóst varð að MU færi í úrslitin, ærði ég dálítið óstöðugan sem stundum fyrr og hélt því blákalt fram að nánast engu máli mundi skipta hvort liðið mætti Chelsea eða Barcelona, gegn hinu fyrrnefnda væru möguleikarnir kannski 10%, en gegn hinu síðarnefnda nákvæmlega 0.0 eða ENGIR!

Nú svo fyrir nokkru og hér má sjá aðeins neðar á síðunni, ærði ég óstöðugan aftur, en kannski örlítið meir, með því m.a. að rifja upp hinn makalausa heppnissigur MU á Nou Camp fyrir áratug, jafnframt því að nefna nokkrar ástæður já, sem HUGSANLEGA gætu breytt hinu ÓMÖGULEGA í veruleika, sigur fyrir MU!
En sem betur fer, að ég tali nú ekki um hvernig leikurinn varð svo í kvöld, gerðist slíkt ekki, enda getur auðvitað hið ómögulega ekki gerst, liggur það ekki í eðli málsins!?

Afskaplega auðveldur, sanngjarn og SANNFÆRANDI sigur Barcelona, svo einfalt er nú það!

En nokkrar ástæður voru fyri því að ég leyfði mér að vera svo djarfur að halda þessu fram og raska þannig ró ansi margra óstöðugra sála, er létu svo sitt ekki eftir liggja við að skamma "Boðbera hinna válegu tíðinda"!

-Tveir fyrrum Arsenalmenn væru í liði Katalóníuhersins, Henry og Silvinio, báðir þrautreyndir og þekktu lítt til minnimáttarkenndar sem háir svo mörgumsem spilað hafa við MU í ensku deildinni og oftast tapað,vissu hvað þyrfti til sigurs.
Henry svo auðvitað oft leikið MU varnir grátt og skorað hátt í tíu mörk gegn félaginu.
-Auk hans Messi Cavi og Etaoo, að ekki sé nú talað um Inijesta, væru einfaldlega of margir leiknari en miðju- og varnarmenn MU, spilaði stóra rullu og það sannaðist líka rækilega í kvöld.
-Carlos Puyol fyrirliði yrði með, sem ekki var á móti Chelsea, hann er jafn mikilvægur Barcelona og t.d. Maldini var AC MILAN.
-Að sú staðreynd að herramaðurinn hugljúfi, Sir Bob Paisley, hafði afrekað að vinna Evrópukeppni meistaraliða þvívegis, það gæti ekki gerst með hinn oft á tíðum hrokafulla AF að jafna það! (og það þótt ofursnjall hann sé!)

En langlanglangveigamesta átæðan fyrir því að útilokað væri að MU ynni titilin í þriðja sinn í kvöld og sú sem raunar ein og sér nægði til að ég fullyrti um að MU gæti ekki unnið, var auðvitað og að sjálfsögðu....

....BORGIN, VÖLLURINN, RÓM!!!

Og hvers vegna, jú á þessum velli sigraði Liverpool tvívegis í þessari keppni og það í seinna tilvikunu sjálft heimaliðið AS Roma 1984 auk þess svo síðar að hafa unnið glæsta sigra í sömu keppni á báðum liðum borgarinnar, ASR og Lazio!

Kæru aðdáendur Manchester United, þið hljótið að skilja þetta, ykkur var aldrei ætlað að sigra í leiknum.

Það var einfaldlega útilokað!

Leitt í sjálfu sér svo fyrir okkur Íslendinga, að Eiður Smári fékk ekki tækifæri að spila, en eins og með úrslitin verða menn að horfast í augu við sannleikan í hans efnum, hann var og er bara ekki nógu góður líkt og MU í þetta skiptið, en hamingjuóskir fær hann auðvitað samt sem Evrópumeistari!

Að lokum er það svo bara þannig MU aðdáendur, að "Þú getur ekki alltaf fengið það sem þú vilt"
og engu máli skiptir þar hversu góður þú telur þig vera!


mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Æjæ, vill engin rífast við þig núna.... Barca voru miklu betri, end off story

Þórður Helgi Þórðarson, 27.5.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég viðurkenni það alveg Magnús, að betra liðið vann í þessari rimmu. En fyrir leik var svo sem ekkert hægt að bóka það hvort liðið færi með sigur að hólmi. Þetta er nú oft á tíðum dagsformið sem ræður hvernig leikir þróast, og því miður fyrir mig (en eflaust ekki fyrir þig) þá vantaði þetta dagsform hjá mínum mönnum þ.e.a.s. MU, þeir byrjuðu af krafti, og maður hélt að þeir ætluðu sér að valta yfir Barcana, en því miður fyrir mig og aðra MU unnendur þá var það ekki nema fyrstu 10. mín. eða svo. En þar sem þú hefur afskaplega lítið álit á MU, samanber skrif þín, þá langar mig svona að lokum að minna þig á að MU varð enskur meistari, deildarbikarmeistari og heimsmeistari, en hvað vann Liverpool? Svar EKKERT. Góðar stundir.

Hjörtur Herbertsson, 27.5.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú varst nú reyndar eitthvað að reyna það um daginn, Þórður Helgi, það var heldur slaklegt þegar þú byrjaðir að blanda minni hugsanlegu persónu í málið. Annars er þetta misskilningur hjá þér, hér hefur engin beðið um rifrildi við mig né verið að rífast neitt yfir höfuð. En á máli einnar fræðigreinar kallast þetta kannski "að kallast á við sjálfan sig, eða enduróma", en músíksinnaðir útvarpsmenn af Suðurnesjum, pæla sjálfsagt ekkert í slíku.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Samúðarkveðjur til þín Hjörtur, en eins og þar stendur, "Þá kemur leikur eftir þennan og mót eftir þetta"!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Betra liðið vann, það er á hreinu. MU voru óralangt frá sínu besta og svo fór sem fór. Svona er nú bara boltinn.

Mér var reyndar slétt sama þótt Eiður Smári hafi ekki spilað. Algjört aukaatriði.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.5.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég get ekki að því gert að mér varð á að brosa út í annað þegar ég vissi úrslitin sem ég reyndar var nú svo sem búinn að sjá fyrir mér í kúlunni góðu sem ég reyndar var búinn að lofa mér að kíkja ekki í fyrr en seint næsta vetur en fyrst leikurinn er búinn og úrslitin eins og þau áttu að vera þá get ég upplýst það að ég er bara sáttur við þessi úrslit því eins og þú segir réttilega þá vann miklu betra liðið í kvöld. Mikið hefði nú verið gaman að sjá alvörufótboltalið eins og Liverpool mæta Barca en ekki Manutd......... nei grín United eru með hörkulið og ber að óska þeim til hamingju með frábæran árangur og vonast þá til þess í sömu andrrá að þurfa ekki að óska þeim mikið oftar til hamingju með titla á næstu árum sem verða ár Poolara samkvæmt kúlunni góðu. Kær kveðja og þakkir fyrir veturinn. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 28.5.2009 kl. 13:06

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kæra Lára Hanna, alltaf ertu söm við þig, anngjörn, sitjandi fram á nótt við tölvuna þína!

En skiljanlega var sumum sama þótt Eiður spilaði ekki, en til að mynda greyið hann Arnar Húsvíkingur (Björnsson) og fleiri þar um slóðir þar sem rætur Eiðs að hluta liggja, vonuðust eftir því. Það hefði svo líka verið viss tímamót ef Íslendingur hefði tekið þátt í leiknum fyrir íþróttasögu þjóðarinnar og þá ekki bara í því ljósi að hann telst auðvitað Evrópumeistari, okkar fyrstur, heldur líka vegna þess að sama staða og enn merkilegri er uppi í handboltanum á sama tíma. Ólafur Stefáns og Eiður nú báðir ríkjandi Evrópumeistarar og annað hvort verður Ólafur það áfram eða Alfreð stýrir Kiel til sigurs sem þjálfari. Stórmerkilegt og enn eitt makalausa dæmið um hve við þessi fámenna þjóð náum ótrúlega góðum árangri.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 13:09

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margblessaður Tóti og kærar þakkir fyrir skemmtilegt innlit líkt og svo oft áður!

En mér heyrist þú ekki hafa fylgst með, en ættir þó að geta séð leikin fyrr eða síðar.

Við vonum já það besta fyrir næsta vetur, en þvðí betur sem ég skoða og rýni í nýyfirstaðið tímabil, skildi fyst og fremst að meiri heppni hjá MU á erfiðum augnablikum, samanber gleggsta dæmið á móti Aston Villa, sem núna er tvímælalaust örlagastundin sem réð því að MU komst aftur til lífsins og síðan auðvitað klaufaskap okkar manna í bland við einbeitingarskort á ögurstundu, jöfnunarmark Wigan í útileiknum til marks um það!

En eins og hin yndislega Lára Hanna segir, svona er nú bara boltinn, en alltaf gaman að rýna svolítið í hlutina líka, spá og "spekúlera"!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 13:20

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skildi á milli.. átti nú að standa þarna.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 13:22

10 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Rétt er það hjá þér Magnús ég hafði í vantrú minni á að okkar ástsæla lið næði í úrslitin bókað mig í kroppabakstur á fjarlægri sólarströnd ásamt (H)eldri borgurum og því stóð ég í biðröð við innritunarborð á flugvelli í gærkveldi þegar blessaðir spanjólarnir gjörsigruðu mansarana. Hræddur er ég um að mér hefði verið skapi næst að framlengja kroppakitlið hefðu Liverpool komist í úrslitaleikinn.   En við erum sammála um að bestu liðin mættust ekki í gær !!!

Þórarinn M Friðgeirsson, 28.5.2009 kl. 15:40

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, allavega ekki tvö þau allrabestu, eða þannig! Þessi leikur fer þó aldrei í sögubækurnar fyrir spennu eða ofsafjör, annað liðið of miklu betra til þess. Þó var framvindan auðvitað sérstök, Mu byrjaði vel og þetta auðvitað orðið öðruvísi leikur ef þeir hefðu náð að skora áfyrstu níu mínútunum eða svo og þeim einu sem þeir voru sprækari og til alls vísir að því er virtsit.En heppnin réð ekki ferð í þetta sinn, heldur gæðin og getan!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband