Hvernig hið "Ómögulega" gæti orðið hugsanlegt!?

Ég hélt því blákalt fram fyrir nokkru er jóst var að annað hvort Barcelona eða Chelsea færu í úrslitin, að þar með væri nokk svo klárt hverjir myndu þar með hampa meistaradeildarbikarnum, annað hvort þeirra liða! Og í tilfelli Eiðs og félaga taldi ég möguleika MU einfaldlega vera 0,0,
ENGA!
En eins og þar stendur og já alveg sérstaklega með MU, þá verða ólíkindi stundum að engu, einhverra hluta vegna og hið ómögulega verður allt í einu ekki svo lengur, heldur lýgileg mótsögn!
Sigur MU fyrir tíu árum á Bæjurum er sannleikstákn um það.
Þeir alrauðu frá Munchen voru einfaldlega miklu betra liðið mestallan leikin og "Super" mario Basler skoraði gott mark fyrir þá nokk fljótlega minnir mig. Ótrúlegt klúður í allavega tvígang varð til þess að munurinn jókst ekki, en svo þekkja fótboltaunnendur hvernig síðustu mínúturnar þróuðust sem lygasaga. Tvö mörk til sigur með nánast augnabliksmillibili frá minnir mig Trinidadbúa (og gott ef ekki Tobacobúa líka?) annars vegar og Norsarabarnsfési hins vegar tryggði að bikarinn fór í öfuga átt en til stóð!?

Með þetta í huga, þá er já hugsanlegt að sagan geti endurtekið sig með samblandi af þessum ótrúlega einbeitingarskorti og klaufagang sem Bæjarar gerðu sig auðvitað öðrum þræði seka um þarna fyrir tíu árum (og gott ef ekki var einmitt á heimavelli Barcelona, Nou Camp?)
En líkurnar hljóta að minnka ef þessir tveir snillingar verða með og í góðu formi.
Alveg gildir það sérstaklega um Henry auðvitað, en fáir hafa fíflað Mu varnir eins yndislega og hann með Arsenal í sannarlega ófáum tilvikum og skorað mörg glæsimörkin!
Eitt eftirminnilegasta markið hans gegn Mu er þó tvímælalaust er hann tók landa sinn Fabian Bartes svo svakalega í bólinu í leik á Highbury, er sá fyrrnenfdi var einu sinni sem oftar að sýna stæla með boltan í teignum, að það fyndnara hefur vart sést né meir niðurlægandi!
En hann Eddi stóri í markinu hjá Mu núna, myndi nú ekki gera slíkar fimleikaæfingar ogallra síst í slíkum leik sem þessum, en kannski missir hann boltan fyrir tærnar á Henry eða Etoo eftir eitt af sínum frægu misheppnuðu úthlaupum, hver veit?
En skárra væri nú ef þessir tveir yrðu já með, ella væru einir fimm byrjunarliðsmenn B ekki með, alveg nóg að gefa Mu í forgjöf að þrjá af fjórum varnarmönnunum muni vanta!


mbl.is Henry og Iniesta klárir í slaginn gegn United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull ert þú að skíta upp á bak sem Púlari í þessum pistli þínum, væri ekki nær að dást af United og öfunda áhangendur þeirra af því að eiga svona flott lið. Það eina sem að þú ættir að geta hlakkað til á næsta tímabili er 20 ára afmæli ykkar Liverpool manna(Sem sagt 20 ár síðan þið fenguð að strjúka Ensku-Dollunni). Annars sýnist mér þú nú frekar nærast á því að fá Komment frá Æstum United mönnum með þessum drullukökum þínum , frekar en að koma frá þér Málefnalegri Umræðu. En það skírir sig nú sjálft þar sem að þú "Gengur aldrei einn" með drulluna upp á bak af öfund!!!!!!  United kveðja Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg á kafi í skítnum hann Jóhann sem nafni hans "Beri" forðum daga!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í færslunni er annars ógetið meginástæðunni fyrir því að MU geti ekki unnið 27. mai, spurning að opinbera hana innan tíðar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Óskaplega er fólki stundum mikið niðri fyrir þegar boltinn er annars vegar. Aldrei tekst mér að æsa mig svona út af tuðrusparki þótt ég hafi mjög gaman af og miklar skoðanir á því.

En Magnús minn Geir. Þú veist í hjarta þínu að MU vinnur. En ég skil alveg tregðu þína til að viðurkenna það, a.m.k. upphátt og opinberlega. Þetta eru nú einu sinni höfuðandstæðingarnir.

En eins og ævinlega - spyrjum að leikslokum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:14

5 identicon

http://internet.is/eat/united_liver_20mai2009.jpg

Jósef Baldursson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:24

6 identicon

Staðreyndin er einföld - Man U eru með betra lið en Barcelona, líka með betra lið en Chelsea sem hefðu átt að spila þennan úrslitaleik ef allt hefði verið með felldu. Með þeim rökum hef ég ekki trú á öðru en að mínir menn munu taka þennan úrslitaleik, Barca er ofmetið lið eins og flest stórlið utan Englands sem eiga að vera svo svakalega góð að ensku liðin eigi ekki breik í þau en svo er þetta yfirleitt ekkert nema loftið þegar á reyndir - allavega undanfarinn áratug eða svo. Gott dæmi um það er Inter undir stjórn Móra sem eru langbesta liðið í ítölsku deildinni sem geta ekki rass og töpuðu sannfærandi fyrir mínum mönnum í vetur þrátt fyrir að mínir menn væru langt frá sínu besta gegn þeim.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þegar þú kvinnan hin væna og hlýja segir það, er það næstum því þannig að ég viðurkenni "Eitthvað" í þessa átt Lára Hanna!

Undir fjögur augu myndi ég svo áreiðanlega setja á "játningavaðal" við þig haha!

En eins og þú veist líka, er ég öðrum þræði stríðnispúki hinn mesti, sem kann svo að spila eitthvað inn í hérna.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 14:26

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alli minn kæri rokkbróðir og þingeyski!

Rétt eins og sanngirni er í raun ekki til í dásemdaríþróttinni fótbolta sem flestum öðrum flokkaíþróttum allavega, þá er nú sjaldnast hægt að segja með rökum að einhver hafi átt skilið eitthvað "ef allt hefði verið með feldu" eftir þessa tvo leiki C og B!Þú gleymnir alveg að taka fyrri leikin með í reikningin þar sem þeir spænsku sóttu meira og minna linnulítið en gátu bara ekki skorað. Jújú,ýmislegt gekk á í seinni leiknum og allt vitlaust í restina, en þar þegar upp var staðið voru C líkt og B í fyrri leiknum þó sjálfum sér verstir, nýttu ekki dauðatækifæri til að gera út um leikin áður en umdeild atvik áttu sér svo stað og jöfnunarmarkið kom. Og bara ein spurning, hví eiga menn skilið að fara áfram ef þeir nei nýta ekki fjölda góðra tækifæra til að gera út um leikin, eru auk þess einum fleiri í nær einn þriðja af leiknum, en fá samt á sig jöfnunarmark á síðustu stundu sem ræður úrslitum?

Það finnst mér nú ekki, en einmitt vegna þess að Barcelona er svona gott lið með svo afburðagóða einstaklinga í sínum röðum, þá tókst þeim þetta þrátt fyrir að fara halloka lengst af í leiknum.Þetta ofmatstal þitt stenst bara ekki Alli minn, og dæmið um Inter ekki alveg sanngjarnt. Mu vann jú 2-0 samanlagt var það ekki, voru mjög góðir í fyrri hálfleik í fyrri leiknum, en na´ðuð samt ekki að skora, Inter skárra ´seinni, en úrslitin 0-0. Í seinni leiknum skoruðuð þið mörkin tvö snemma bæði í fyrri og seinni hálfleik minnir mig, en voruð nei ekki góðir og man ég að marksúlurnar og Van De Zar björguðu ykkur m.a. Vangeta Inter því ekki alveg svona sem þú segir.Nágrannar þeirra í AC hafa nú bara fyrir tveimur árum unnið bikarinn (og gegn hverjum þeir spiluðu þarf ég ekki að segja þér) Barcelona unnu nú Arsenal 2003 eða 4 minnir mig, svo þetta stenst nú ekki hjá þér þótt ensku liðin hafi auðvitað verið áberandi og LFC og MU unnið í tvö af síðustu fjórum skiptum.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 14:54

9 identicon

Ég kannast nú ekki við að Inter hafi verið betri í seinni hálfleiknum á Ítalíu, þeir gátu lítið meira en í þeim fyrri. Munurinn var sá að Ivan Cordoba kom inná í staðinn fyrir einhvern ræfil sem var þarna fyrir og því styrktu þeir vörnina mikið - en betri voru þeir svo alls ekki!

Ef þeir væru jafn frábært lið eins og menn hafa verið að tala um þá hefðu þeir átt að, í það minnsta skora!, gegn slökum leik minna manna á Old Trafford, en það gerðu þeir ekki. Færin sem þú talar um komu ef ég man rétt fyrst og fremst eftir einstaklingsframtök en ekki eftir spil góðrar liðsheildar. Einfaldlega mun verra lið er niðurstaðan.

Að sjálfsögðu er dæmi um að þessi gala-lið sigri, enda væri annars ekki hægt að ofmeta þau. Það er hinsvegar einfalt að skoða síðasta áratug og sjá að þessi lið hafa verið mun einfaldari viðureignar, heilt yfir, en um er talað. Meira að segja Liverpool hefur unnin yfirleitt gegn þessum liðum (þeir eru vanir að detta út á móti Leverkusen, Basel og liðum í þeim klassa en sigra galaliðin, eins og þú veist geri ég ráð fyrir). Mínir menn hafa alltaf unnið Inter og Roma, yfirleitt gengið vel á móti Barca (unnu þá síðast í fyrra) en átt stundum í erfiðleikum með Real og AC. Ef umræðan réði hinsvegar væri ljóst að þeir ættu aldrei breik á móti þessum liðum, slíkur er hræðsluáróðurinn! Sennilega vegna þess að það þykir miklu rosalegra að vera með fansí nafn sem erfitt er að bera fram heldur en að heita John!

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 16:13

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Aðalsteinn minn ágæti, ég sagði ekki að Inter hefði verið betri, þeir hefðu verið skárri í seinni hálfleiknum á ítalíu og átti þá við að þeir hefðu leikið betur en í fyrri hálfleiknum. Minnir að fátt hafi annars borið til tíðinda í leiknum. Þú mátt svo ekki gera lítið úr liðum annara landa, porto og Monaco hafa nú til dæmis haft betur gegn MU (þá var snillingurinn Henry einmitt í franska liðinu) og Juventus hefur nú allavega einu sinni gert góða ferð á Old Trafford svo ég muni. roma vann svo allavega heimaleikin þarna fyrir þremur árum eða hvað það nú var, en steinlá síðan í leiknum fræga á eftir.SVo er þetta nú svolítið skrýtin málflutningur hjá þér um hvernig Inter skapaði sér færi gegn Mu, því þótt þau hafi e.t.v. flest komið eftir einstaklingsframtak, þá er þessir einstaklingar jú samt hluti af liðinu. Finnst þér minna til koma öll mörkin sem Ronaldo hefur skorað með slíkum hætti eða þó nokkur líka sem Rooney hefur gert? og að ég tali nú ekki um þriðja mannin og fari mun lengra aftur, mörg flottu mörkin sem Eric nokkur Cantona skoraði algjörlega upp á sínar eigin spýtur?

Einmitt ekki hvað síst vegna þess hve margir leikmanna Barcelona hafa þann hæfileika að geta búið til og skorað mörk nánast upp úr engu, samanber þessa tvo sem hérna eru til umræðu í fréttinni, þá tel ég þá yfirgnæfandi líklega til að vinna.Veikluð vörn er það helst sem gefur MU möguleika, þrjá af fjórum fastamönnum vantar hjá B. Það og gamalkunnug heppni auk dómaraklúðurs gæti kannski fært Mu sigur, líkt og ótrúleg óheppni Terry í vítakeppninni gerði fyrir ári og klúður Bæjara fyrir tíu árum!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 20:24

11 identicon

Mér finnst nú þinn málflutningur síður en svo skárri. Varðandi "heppni" þegar Terry klúðraði vítaspyrnunni þá má ekki gleyma því að það var sama heppni sem færði Chelsea markið sem þeir skoruðu í venjulegum leiktíma, þ.e. slæmar vallaraðstæður - eiginlega varla leikfær völlur. Ef völlurinn hefði verið tipp topp hefði Lampard aldrei skorað þetta skítamark sitt sem var reyndar mjög dæmigert Lampard mark. Svo á ég erfitt með að sjá að Barca hafi fleiri menn en Utd. sem geta skorað mörk upp úr engu en Utd. og því er sá rökstuðningur veikur í besta falli. Það er t.d. hægt að minnast á að Utd. sigraði Barca síðast í fyrra og þá einmitt með marki sem kom úr frekar litlu, langskot frá Scholes. Það eru meira að segja leikmenn í liði Utd. sem fá nánast ekkert að spila sem hafa skorað mörk upp úr engu eins og Kiko og Nani.

Dómaraklúður held ég að hafi varla gagnast Utd. neitt meira en Barca í gegnum tíðina eða flestum öðrum liðum, skemmst er að minnast undanúrslitaleiksins við Chelsea og vítaspyrnanna tveggja til fjögurra sem þeir bláðu áttu að fá. Enda er fátt jafn aumkunarvert eins og að kenna dómgæslu um þegar illa gengur, enda hefðu þeir bláu átt að klára þetta. Vissulega eru til öfgatilfelli þar sem dómarinn ræður úrslitum en yfirleitt alltaf er þetta í besta falli sárindi.

Sömu sögu má segja um heppni. Það er eins og Gary Player sagði einu sinni (kannski ekki orðrétt en það var í þessa veru): "The more I practice, the more luckier I get".

Flesta úrslitaleiki í CL má segja að sigurliðið hafi haft heppnina með sér (man eftir rústi hjá Real gegn Valencia og rústi Porto gegn Monaco þar sem það átti ekki við). T.d. höfðu Liverpool svo SANNARLEGA heppnina með sér gegn AC um árið, Real gegn Leverkusen um árið, Barca gegn Arsenal og svo ég gleymi nú ekki öllum þessum vítaspyrnukeppnum sem hafa ráðið úrslitum - það alltaf er það aðeins heppni sem fylgir slíkum sigrum. 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband