Leitt!


Þetta já þykir mér leitt,
það nú segi ég eitt.
En vitaskuld vér,
vissum sem er
að örlögum ei fáum breytt!

Nú munu hins vegar vænti ég, þagna þær reddir sem á margan hátt hafa bæði óvægið og ósanngjarnt vegið að konunni á síðustu mánuðum!?


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sæll
Ég er ekki sammála þér að ómaklega hafi verið að henni vegið. Hún átti að sjálf sögðu að hafa vit á því þegar þessi veikindi komu upp að stíga til hliðar. Nei hún hélt hún væri ómissandi og sá það ekki sjálf að hún var ekki í nægu jafnvægi til að vera með örlög landsins í höndunum. Og því miður átti engan nógu góðan vin til að benda henni á það.
Hins vegar skil ég vel að hún hafi ekki fundið neinn til að taka við. Hún hefur nú ekki úr því úrvalinu að velja 

Oddur Helgi Halldórsson, 9.3.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heill og sæll Oddur minn þórsari með meiru!

Í góðu lagi að vera ósammála, en þetta er nú frekar rislítill málflutningur hjá þér sem reyndar mörgum fleirum. Svoldið svona röklaust Oddur minn þetta til dæmis um vinaleysið og að hún hafi ekki viljað stíga til hliðar, sem hún nú gerði samt er núverandi stjórn var mynduð, en ætlaði svo að leggja það í hendur sinna flokksmanna hvort þeir vildu hana svo áfram, fá sína mælingu. Í því var engin trygging fólgin í framhaldinu ef hún fengi góða útkomu í prófkjörinu, að hún yrði áfram í stjórn og raunar vitum við ekkert hvernig Samfó kemur út úr komandi kosningum eða verður yfir höfuð áfram við stjórn!Þannig er þetta nú bara, en það er sama hvað Ingibjörg hefði gert eða ekki gert, einvherjir hafa alltaf þörf til að nöldra og ágnúast.

Þú ert nú vænsti karl Oddur minn annars og ferð nú bara að hugsa um annað og þarfara núna þegar Ingibjörg er hætt.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband