Hamingjustund hláturtauga minna!

Já, lesendur nær og fjær, ég hef bara ekki jafn hjartanlega skellt upp úr lengilengi, er ég heyrði þetta sagt í dag!
Að ástandið í íslenskum stjornmálum þessa daga líkist engu öðru meir en farsa eftir ítalska leikritasnillingin Darrio Fo, er bara nærri lagi svei mér þá!
En ef þetta er raunin og Kristinn H. er virkilega komin aftur í B, þá er nú rétt eins og í fylgisaukninguna frá landsfundinum, heldur betur tekið að slá í "hina nýju Framsókn" eða hvað?
Annars vil ég svo sömuleiðis segja þetta hafi Kristinn aftur gerst liðsmaður gamla bændaflokksins.
Kostulegi Kristin H.,
kempum öðrum rammari.
Stefnir núna alþing á,
sem AFTURBATA-FRAMARI!?
mbl.is Kristinn H. genginn í Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn eru spegilmynd af íslensku þjóðfélagi.  Fólkið í landinu velur þessa menn í hlutverkin.  Getur verið að við séum virkilega svona heimsk.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Spegilmynd já?

Er nú ekki alveg viss um það áægti Páll, að það hafi reynst svo, en þjóðin hefur jú að mér stundum finnst allavega verið dugleg að "kjósa vitlaust" og mun kannski gera það áfram í vor!?

Takk fyrir innlitið!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 23:26

3 identicon

Íslenskt þjóðfélag er skopmynd af stjórnmálunum....eða var það öfugt???

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er nú það Húnbogi minn, en ég verð nú að viðurkenna að ég er of léttur í sinni svona á föstudagskveldinu til að sökkva mér of mikið niður í djúpar og alvarlegar pælingar, eins og þú sérð líka á klambri mínu!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég tel mig hafa nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að í gær hafi KHG sótt stíft í að komast á jötu hjá Samfylkingunni,  Sjálfstæðisflokknum og VG.  Í dag hafi hann síðan bankað upp hjá framboði Bjarna Harðar.  Síðar í dag hafi hann knúið fast dyra hjá Framsókn í Skagafirði.  Eftir því er ég kemst næst hafa dyr ekki verið opnaðar þar en viðræður séu enn í gangi.   

Jens Guð, 28.2.2009 kl. 00:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú er þetta hins vegar staðfest með karlinn, komin í B og fer í baráttuna sem fyrr í NV kjördæmi haha, þetta er bara snilld!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2009 kl. 19:29

7 identicon

Ég var eitt sinn staddur í Austurstræti og sá Kristinn H. fara þar inn í fundaraðstöðu sem er þar, fyrir einhverjar nefndir á vegum ríkisins. Áður en hann gekk inn, þá fór einn róni, kona, í veg fyrir hann með útrétta hendi. Kristinn fór ofan í vasa sinn og sótti peninga og rétti rónakonunni. Ég sá að myntin var gyllt og fleiri en ein. Þetta fannst mér fallega gert hjá honum þó að það sé spurning hvort það sé gott fordæmi að styrkja iðjuleysingja á þennan hátt. Kristinn hefur þá að öllum líkindum gott hjarta. Það er hins vegar spurning um veruleikatenginguna. Spurning sem ég set alltaf við þá sem tengjast hægri öflunum í íslenskum stjórnmálum.

Þegar ég bjó erlendis, þá sá ég stjórnmálin í allt öðru ljósi en hér á landi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir þessa frásögn Húnbogi sæll! Já, við eigum víst flest betri hliðar burtséð frá lífsskoðunum. Karlinum Krisni allavega ekki alls varnað haha! En Af hverju setur þú samasemmerki á milli þessarar konu sem þú ályktaðir og sjálfsagt rétt að væri drykkjusjúk eða róni og síðan þess að hún væri iðjuleysingi?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2009 kl. 21:13

9 identicon

Ég starfaði sem öryggisvörður í miðbænum. Nánar tiltekið í fyrirtæki við Austurstræti. Þar kynntist ég Útrásarvíkingunum náið og líka útigangsfólkinu. Ég var farinn að kalla útigangsfólkið: "Vini okkar". Af því að við höfðum það reglulega fyrir augunum. Þessi kona sem sat alla daga á tröppunum sem merktar voru "Club Óðal", ásamt fleiri rónum, Heitir Sigrún. Sá hana sitja þar alla daga. Einnig sá ég fjallað um hana í blöðum þar sem hún var sögð útigangsmanneskja. Mér leist svosem ekkert mjög illa á hana. ég var mjög miskunnsamur við hana þegar hún kom inn í Landsbankann og bað um vatn og var með tóma bjórflösku. Ég reyndi allt til að gera henni til hæfis. Hún er ennþá í Austurstræti.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband