Haha, ekki að spyrja að Framsóknareðlinu!

Alveg var ég viss um að eitthvað svona kæmi til, áróðurs- og ákvarðannatækni með skynsemina og hógværðina að leiðarljósi, myndi ekki endast sem einhver "ný ásýnd" B flokksins! Gamla og ramma valdataugin gæfi sig nú ekki svo glatt þótt í annað væri látið skína. Sú yfirlýsing að flokkurinn teldi sig ekki hafa umboð að svo stöddu til að setjast í ríkisstjórn, um leið og tilboð um stuðning við minnihlutastjórn S og VG, hefur mætt mikilli velþóknun og sl. daga hefur öldurnar nokkuð lægt og viss eftirvænting skapast fyrir nýrri og nokk svo nýstárlegri ríkisstjórn, þar sem að líkum tveir fagmenn munu koma utan að frá! En, þó B þykist ekki hafa bolmagn eða umboð til að setjast beint í stjórn, þykjast menn nú þar hins vegar geta haft bein áhrif á stjórnarsáttmálan og ætla bara sjálfir sömuleiðis að setjast niður og koma með tillögur!? Nei, gamla framsóknarmaddaman lætur ekki að sér hæða og sýnir nú sitt rétta og rúmlega 90 ára gamla andlit. Afskaplega óskynsamlegt finnst manni í stöðunni miðað við að meðbyr virðist hafa myndast flokknum til handa við "hausaskipti" í æðstu embættum. Menn geta einfaldlega ekki bæði sleppt og haldið í þessu, en virðist þó samt vera meiningin hjá B að þessu að dæma!? Ef þetta verður til að tefja frekar fyrir á ég fullt eins von á öllu og kæmi ekkert á óvart með síðustu meirihlutamyndun í reykjavík í huga! Jafnvel þó það hljómi nánast ofurraunsæislegt, þá kæmi mér ekki á óvart með b að íhuga í það minnsta ef ekki annað gengur, að stökkva enn og aftur í bjarnarfaðm D! En líkast til aðeins þessa mánuði til vorkosninga, en það er bara ekkert útilokað þegar B er annars vegar og skal þar rifjað upp, að eftir síðustu kosningar vildi hann HALDA ÁFRAM með D og stóð í þeirri meiningu að svo yrði um hríð! En þegar ljóst varð að D vildi í stjórn með S, kom fyrst örvæntingarfullt útspil um það sem hefur verið upp á borðinu núna, minnihlutastjórn S og VG með stuðningi B! Nauðsynlegt að rifja þetta upp núna, ef svo ólíklega færi að ekkert yrði úr minnihlutastjórnarmynduninni! En ef Sigmundur nýslegni formað'ur og hans lið myndi á endanum bakka út úr þessu ferli, sem var jú þeirra hugmynd, ja þá væri það sem fyrr sagði gamla flokknum líkt og í sama dúr og flest sem hann hefur aðhafst í seinni tíð, afskaplega óviturlegt og úr öllum takti við samtímann! En við sjáum hvað setur!
mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frammarar samir við sig. Bjóða stuðning án afskipta í tvo til þrjá mánuði. fá svo bakþanka og ætla að ráða vegna stöðunnar sem þeir buðu. Þessi deyjandi flokkur kann ekki að lesa í stöðuna... því miður fyrir frammarana sjálfa.

Sturla (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:48

2 identicon

Fyrir ca. viku síðan var maður farinn að hafa trú á því að framsóknarflokkurinn væri breyttur flokkur. Greinilegt að ekkert er að marka þeirra yfirlýsingar. Telja sig ekki hafa umboð en svo ætla þeir að setja afarskilyrði með alla hluti...

Halló!! Flokkurinn hefur ekkert kjörfylgi á bak við sig. Þegar þeir lýstu að þeir myndu styðja minnihlutastjórn þá datt mér virkilega í hug að góðir hlutir gætu jafnvel komið frá Framsókn en það er greinilegt ekki. Ég vona að þær fáu framsóknarhræður sem enn kjósa flokkinn sjái nú að sér og yfirgefi þetta skítabæli.

Það er sami daunninn og ýldan yfir þessum flokkum nú eins og áður og framvegis...

Egill (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:01

3 identicon

Skilyrði framsóknar fyrir stuðningi við minnihlutastjórn lágu öll fyrir áður en Samfylking sleit stjórnarsamstarfinu, það hefur nákvæmlega ekkert breyst. En af einhverjum óskiljanlegum hroka ætluðu S og V að keyra stjórnarmyndun í gegn í dag og litu svo á að það væri formsatriði að sýna framsókn það sem þau myndu kvitta undir. Er ekki í lagi? Það skiptir engu máli hvort að stjórnin er mynduð á föstudegi eða mánudegi.

Þessi pistill og kommentin við hann eru ágætis dæmi um hvernig blind heift getur eyðilagt dómgreind fólks.

Bjarki (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bjarki, mér heyrist nú ofsafengin heift frekar einkenna þín viðbrögð ef eitthvað er, engin heift í þessum pistli karl minn, aðeins fjallað á rólegan og raunsæan hátt um B, sem allir vita að er og þar með taldir hans eigin liðsmenn, OPIN Í BÁÐA ENDA, alltaf tilbúin að umhverfast og það þótt kjósendur hans hafi alls ekki kosið hann til slíks! (dæmi um það eru fjölmiðlalögin og einkavæðing Símans, að ógleymdu harmsögunni með afstöðuna til Íraksstríðsins!)

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ógleymdri...

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er nokkuð athugavert þó Framsókn vilji hafa áhrif. Stjórnin situr jú á þeirra ábyrgð. Það hefur reyndar ekki komið neitt nýtt frá framsóknarmönnum, aðeins ítrekun á það sem þeir lögðu fram í upphafi og ekkert óeðlilegt við það. VG og SF geta að sjálfssögðu ekki hundsað þetta, annað væri bara della. Svo hafa nú fleiri tilhneigingu til að fara í bólið með Íhaldinu. Nú síðast Samfylking og þá eru ótalin ástarsambönd þeirra víða í sveitastjórnum.

Víðir Benediktsson, 31.1.2009 kl. 09:41

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sveitastjórnir eru nú allt önnur ella, þar gilda allt önnur lögmál og það veistu nú manna best! Að fréttum í gær að dæma var svo bara ekki, að um bara sömu áhreslur B hafi verið að ræða, heldur voru þeir að sögn ekki sáttir við þann pakka sem stjórnarsáttmálin innihélt og vildu sjálfir setjast niður og gera einvherja útreikninga!Einhver áhöld hafa svo komið aftur fram í dag um þetta og nýji settlegi formaðurinn (minnir satt best að segja nokkuð á ungan HÁ!) og vill meina að S og VG vilji alveg öfugt tengja B við samstarfið meir en sem nemur að styðja það eða verja stjórnina falli. Viðbrögð þeirra voru bara ekki á þá lund í gær.

S og VG nú rétt að skríða í sín tíundu tilvistarár, samanburður við B eða raunar alla aðra flokka um samstarf við B því ekki raunhæfur, B og D í stjórnarsamstarfi meira og inna mestallan lýðveldistíman allavega eða langoftast.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband