23.1.2009 | 17:37
Velkomin heim frú Ingibjörg og vonandi fer þér nú að batna!
Í sjálfu sér ekki miklu við fyrirsögnina að bæta, nema hvað senda má forsætisráðherranum líka kveðju vegna tíðinda frá honum sjálfum fyrr í dag, að hann hefði greinst með íllkynja æxli í vélinda. Margur maðurinn reyndar líka að missa sig vegna viðbragða Harðar Torfasonar við veikindum Geirs, sumir hreinlega að springa úr vandlætingu vegna þess að Hörður finnur að tímasetningu Geirs á að tilkynna þau. Auðvitað á Hörður í þeirri stöðu sem hann er í, að gæta orða sinna og vanda viðbrögð er til hans er leitað, en í ljósi þess að Geir notar tækifærið eftir pólitískan fund í VAlhöll til að segja frá veikindunum í beinni útsendingu, finnst mér hann sjálfur setja sín veikindi í óþarfa forgrunn og já sannarlega umdeilanlegan líka! Mér finnst því þó nú sé kannski nokkuð seint í rassin gripið hjá sumum, að fólk ætti nú aðeins að stilla vandlætingargírinn, hugsa aðeins áður en það hendist inn á ritvöllinn! En fyrir stuðningsmenn Geirs og D er þetta hins vegar kærkomið tækifæri til að beina kastljósinu frá þeirra eigin vandræðagangi, eitthvað sem kenna má við "smjörklípu" kannski!?
Ingibjörg Sólrún komin heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki í lagi að kalla það veikindi Geirs smjörklípu. Hann er í forystu fyrir flokk sem stendur í stórræðum og hálfgerðri styrjöld við hluta kjósenda. Hvað hefði fólk sagt ef hann hefði Ekki greint frá þessu ? Enn einn feluleikurinn og engar uppslýsingar. Ja svei það er erfitt að gera til hæfis. Smjörklípa ? Illkynja krabbmein ég held það sé kki einu sinni hægt að kalla svona smáborgarahátt þetta er eitthvað annað og verra.
Ragnheiður Elín Clausen (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:50
Heil og sæl mín ágæta Ragnheiður Elín og þakka þér fyrir innlitið!
Í jósi þess að ég þykist vita nokkuð um hvar þú stendur í stjórnmálaafstöðu, þá skil ég svo sem vel þá samúð sem hér birtist hjá þér í garð Geirs og hans erfiðu stöðu bæði heilsufarslega og pólitískt,en verð samt að biðja þig vinsamlegast að misskilja ekki það sem þú lest hérna.
Hér er ekki fullyrt neitt um að veikindin sjálf séu sem smjörklípa, eins og fv. formaður D, setti kenninguna fram og skilgreindi jafnframt, sem frægt er orðið. Alls ekki, en hins vegar því kastað fram, að viðbrögð Harðar Torfasonar við veikindatíðindunum í viðtali við mbl fyrr í dag, sem vakið hafa hörð andmæli, kunni að notast sem eitthvað er kalla mætti smjörklípu, því þar færi þungin af umræðunni í bili að minnsta kosti af gagnrýni á flokkin og hans gjörðirværu ekki eins mikið í kastljósinu!?
En í þessu fólst heldur ekki nein fullyrðing, heldur sett fram í spurnarformi og smjörklípa ritað innan tilvitnunarmerkja, eins og þú sérð.
Mér finnst það hins vegar ekki tilviljun að Geir skildi velja sér þetta tækifæri til að tilkynna um veikindin ásamt tíðindunum af fundinum og það fannst mér og finnst gagnrýnivert. Eins alvarlegt og það er fyrir hvern einasta mann, að veikjast af krabbameini, þá er það samt aukaatriði hvað varðaði tíðindi þessarar tundar, aðalatriðið var niðurstaðan af fundinum sem skipti allan almenning máli, en varð svo að aukaatriði vegna tíðindanna af veikindunum.
En ég ítreka, skil þig að vissu marki vel auk þess sem langvarandi veikindi föður þíns heitins, Hauks, voru ekkert launungarmál.
SEndi þér annars mína bestu kveðju og vona að þér líði vel í dag.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.