Rutla skutla og Lára Hanna afmælisbarn!

Hin nokk svo hressa bloggynja, rut Sumarliðadóttir, brást svo við í athugasend hjá vinkonu minni henni Hildi Helgu Sigurðardóttur, að fullyrða að “Kynlíf væri betra á borði en í orði”! Eins og venjulega gat ég nú ekki setið á mér við slíkt tækifæri og slengdi þessu fram:
Viðkvæman hér vífið hlut,
Viðrar léttu orði.
Löngum hefur legið Rut,
LOSTAFULL á borði!?

Ég átti nú von á einvherju til baka, en þessar ljúfu og auðvitað lífsreyndu snótir, kipptu sér hins vegar ekkert upp við þetta og Rut segist nú heldur aldrei hafa verið neinn “Púritani”! Svo er það hún Lára Hanna, afmælisbarn dagsins, sem fékk litla kveðju eftir pöntun! Fótboltaleikurinn sem fjallað er aðeins um hér að neðan, stóð þá enn sem hæst er ég skutlaði kveðjunni til hennar og er það skýringin á fyrripartinum!
Sínu kvæði í kross nú vendir,
Karl úr bolta í einum grænum.
Hér mæta kveðju Maggi sendir,
“MEGABEIBI” í Vesturbænum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góð víza sú seinni atarna, Maggi...

Samúða yfir þig með leikinn fyrr í kvöld, en hef oft sagt áður að fótbolti er ekkert endilega sérlega sanngjörn íþrótt, þegar til úrzlita er horft.

Mínir menn gjörðu þó sitt...

Steingrímur Helgason, 1.12.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Steini minn, þeir gerðu það já og glæsilega, eins og ég bloggaði strax um! Og mikið rétt, anngirni eða réttlæti er bara aukaatriði í fótbolta, sem og flestum öðrum kappleikjum! Þakka þína annars hlýju amúð, en fannst þér fyrra greyið vera ræskni!? (mætti víxla vífinu og viðrar, en nennti því ekki)

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skemmtilegustu vísukorn

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Solla Guðjóns

 sko ég átti líka afmæli í dag......eða eiginlega í gær....1.des......

Solla Guðjóns, 2.12.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þú ert snoturt KONUKORN trúi ég staðfastlega Hólmsins dís! Til lukku þótt seint sé ljúfa Solla, kannski skrifaði ég eitthvað líka þín megin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 03:05

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Loksins kíki ég við Magnús minn kæri. Gott hjá þér að eiga eitthvað lítið eftir einsog ljóðakver. Er sjálf ekki með neitt nema stór málverk og sum eru ennþá bara lín strekkt á blindramma sem ekkert er á. Maður étur þetta náttúrulega ekki. Ég gef tvær bækur og einn geisladisk, meira verður það ekki. Mikið finnst mér það leiðinlegt. Ég er að hugsa um að fasta eftir Þorláksmessu, því það er svo erfitt að þiggja....Enn þegar ég eignast aur þá eyði ég honum. Auðvitað tel ég það ekki gjöf þó ég kaupi alla happdrættismiða til styrktar þeim sem hafa það verst. Þetta telur allt og hér er ekkert til í buddunni, en slurkur þó af gulrótar muffins í frysti.

Vísurnar þínar eru skemmtilegar og ekki veitir af, gangi þér vel með kverið Magnús minn. Bestu kveður, eva

Eva Benjamínsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Eva mín og allt í góðu með þetta, þú beitir bara aðhaldi og sparnaði sem er hið besta mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband