Gleðiefni eða glapræði?

Þá eru semsagt komin á býsna ströng lög já um gjaldeyrisviðskipti.
Hlustaði nú lítt á umræðurnar í gærkvöldi, en heyrði þó að ítrekað kom fram að setning laganna væri eitt af skilyrðunum fyrir láninu frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Gott og vel, en það sem vekur hins vegar athygli og er nú satt best að segja svolítið fyndið í öllum táradalnum, er að viðbrögð fólks sem leitað er til og sjá má m.a. hér á mgl. eru furðulega misjöfn og í nokkurri mótsögn að því er virðist!?
Vilhjálmur Egilsson, forkólfur samtaka atvinnulífsins, talaði mjög fyrir þessu láni frá Gjaldeyrissjóðnum og taldi það mjög brýnt. (Vilhjálmur líka fv. starfsmaður sjóðsins til skamms tíma)
Í morgunfréttum RÚV kallaði Vilhjálmur lögin í tengslum við lánið aftur á móti hræðileg og taldi m.a. að menn myndu leggja sig alla fram um að fara á svig við þau!?
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur á bifröst, talaði hins vegar mjög á móti láninu, m.a. á fundui í Iðnó,en lætur hafa eftir sér hér á mbl. fyrr í morgun, að lögin séu fagnaðarefni!? Að vísu segir hún líka að höft sem í þeim felist séu hagfræðinni ekki að skapi, skattlagning verið betri, en semsagt setning laganna góð út af fyrir sig!
Ég veit ekki með ykkur sem þetta kunnið að lesa, en mér þykir þetta svolítið ruglingslegt. En kannski vildi Vilhjálmur bara lánikð og svo frítt spil fyrir sína menn eins og ekkert hefði í skorist? Lilja ekki lánið en önnur úrræði og þá kannski svipuð lög um gjaldeyrisviðskiptin, en óháð lántökum?
Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það lagsmaður. Þú ert mjög hrifin af orðinu greining, sem út af fyrir sig er í lagi, nema hvað að ég myndi nú ekki nota það í þessu tilfelli, þetta blasti bara við er ég las um viðbrögð þeirra, engin djúp pæling eða skoðun að baki. Og sem ég sagði,´dálítið fyndið í allri alvörunni, um leið og þetta virkar kannski ekki mjög rökrétt í augum sumra að minnsta kosti.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband