Hann var góður þessi, Hr. Alex!

Dæmigert fyrir þennan annars sigursæla mann í sínu starfi, að líta nú ekki í eigin barm, eða sér nær!
Rooney þarf nefnilega ekkert að horfa á liðsmenn annara liða til að "læra slíka list" sem þessa, hann hefur horft og mun sjálfsagt áfram bara horfa til ´félaga síns sunnan úr Evrópu og heitir víst Ronaldo! Þeim afburðaknattspyrnumanni hefur nefnilega oft tekist vel upp í slíku og það kunnugt öllum fótboltaáhugamönnum.
En Alex karlinn mundi auðvitað aldrei viðurkenna það, þó hann hafi nú svosem ekkert verið feimin að "Dúndra" í sína leikmenn hinu og þessu þegar honum hefur boðið svo við að horfa.
En svo má heldur ekki gleyma, að leikvangurinn Old Trafford þar sem M.U. á heima, er oft kallaður "Leikhús draumanna" svo það er kannski ekkert undarlegt þótt þar sé eitthvað leikið í þeim stílnum annars lagið og þá um of!
mbl.is Rooney baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji hættu þessu væli og haltu kj.  Hann biðst þó afsökunar! 

.. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:40

2 identicon

Já, sannleikanum er hver sárastur. Þessi orð Alex Ferguson sýna auðvitað hvað hann er minni háttar að draga nafn Pires inn í þetta til að ná athyglina frá Rooney litla. Eins og Magnús segir þá hefði Ferguson átt að líta sér nær og eðlilega hefði verið að hann orðaði þetta svona: "Ég held að hann hafi horft of mikið á Cristiano Ronaldo. Hann allavega bað leikmenn Villareal afsökunar en þú sérð Ronaldo aldrei gera það."

Jói (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:47

3 identicon

Voðalega eigið þið bágt... verið samkvæmir sjálfum ykkur. Ef að ÞIÐ væruð knattspyrnustjórar Evrópsmeistaralið í knattspyrnu. Mynduð þið fara að draga stjörnuspilarann ykkar niður að tilgangslausu fyrir framan fjölmiðla?

Ég er nokkuð viss um að Ferguson hefur átt orð eða 2 við Ronaldo í gegnum tíðina um leikaraskap.

 Flott hjá Rooney samt engu síður...

Bjarni (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:40

4 identicon

haha Ronaldo er bestur og hin liðin eru bara afbryðisöm;)

egill (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyrst og síðast lætur hinn aldni en klóki Ferguson tilfinningarnar og hvatvísi í orðum bera sig ofurliði. Skiptir engu hvort Ronaldo væri nú steinhættur öllum leikaraskap, hann hefur yðkað slíkt og það er eins og við segjum stundum hérna í "danska bænum" heldur billegur málflutningur að benda á andstæðingin þegar maður ætti frekar að líta í eigin barm!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: arnar valgeirsson

hef séð ronaldo fljúga sem skotinn með fallbyssu þó andstæðingurinn væri tvo metra í burtu. dómarinn var svo hissa að hann dæmdi aukaspyrnu og ronaldo tók hana eldrauður í framan.

þykir leitt að rooney sé farinn að láta svona líka. þó ég hati skumsarana þá hefur mér alltaf fundist hann ótrúlega duglegur og metnaðargjarn leikmaður.

en það er semsagt farið og ferguson kennir auðvitað einhverjum öðrum um. hagar sér eins og íslenskur ráðamaður.

arnar valgeirsson, 26.11.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Allar aukaspyrnur sem Ronaldo hefur fengið hafa verið sanngjarnar. Það er miklu frekar að dómararnir sleppi að dæma þegar brotið er á honum. Þökk sé áróðri anti  United aðdáenda sem eru grænir af öfund og nota hvert tækifæri til að skemma ímynd meistarans.

Víðir Benediktsson, 26.11.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ Víðir gamli sæfari, þetta var nú ekki nógu gott til að teljast fyndið. Svona utan stríðni og stráksskapar, þá efast engin um getu Ronaldo, en þetta hefur því miður verið dálítill ljóður á leik hans og mótlæti virðist fara nokkuð ílla í hann, eins og sýndi sig í slátrun Brassanna á portúgal um daginn, þar sem hann átti nokkuð erfitt uppdráttar og sýndi víst eitthvað sem heitir óíþróttamannleg framkoma.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 02:39

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skulum nú vona að Rooney fari nú ekki að stunda svona að staðaldri, læri af þessu. Auðvitað aðdáunarverður leikmaður og hæfileikamikill er hann einbeitir sér að leiknum, lætur ekki skapið hlaupa með sig í gönur!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband