Sunnudagssíðkvöldssamsuða!

Þótt nú sé kolsvört krepputíð
og kuldi utanhús.
Innandyra undurþýð,
og ákaflega fús
Magga gleður, meyja blíð,
með yndislegum BLÚS!

Og svo ein lítil og létt til viðbótar.

Einn bræðra minna margra er búin að vera slappur upp á síðkastið og lítils megnugur hvað vinnu snertir. Eitthvað var hann svo að reyna að sýnast brattur eða þannig, en ég fann mig knúin að gera á því bragarbót!

Líkist fúnu flaki,
fyrrum spræki pjakkur.
Bogin er í baki,
beyglaður og ksakkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vertu nú góður við bróður þinn

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ég er það, en hann ekki alltaf við mig, enda eldri. Ég er nefnilega yngstur í stóðinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 01:09

3 identicon

kuldi utanhúss er með tveimur essum, þar með geturðu ekki notað rímorðið fús. En þetta veistu sjálfsagt sem hagyrðingur.

Ari Páll (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að kuldi utanhús væri með tveimur essssum?

Nei ekki vissi ég það Ari Páll, hvorki sem hagyrðingur né nokkuð annað!

Takk annars fyrir einkar frumlega athugasend, gleður mig!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll lærimeistari. Þú getur nú tekið þér skáldaleyfi eins og sagt er. En vísan er skemmtileg. Fyrir ca tuttugu árum skellti ég eftirfarandi vísu á pabba þegar hann var að kvarta yfir krankleika.

Áður varstu alltaf kátur

afbragð bæði manns og sveins

Núna eins og brotinn bátur

brúklegur til ekki neins.

Þarna tók ég mér það bessaleyfi að breyta uppröðun málsháttar. kveðja til þín Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 07:26

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Kolla, komdu blessuð og takk fyrir þessa "morgunandakt"! Það var nú einmitt það, menn leyfa sér nú þetta og hitt í ska´ldskapðnum svo henti eða passi í það og það skiptið. Líkast til tekur nú "hús" þetta s með sér já í eignarfallinu, alveg rétt, en ef hann Ari Páll hefur lesið margan kveðskapin, þá ætti hann jú að vita að menn hafa lengi yðkað slíka "leikfimi",, sleppt t.d. atkvæðum líkt og fólk gerir í munnlegum framburði, mýkt áhrerslur o.s.frv. ÉG hefði reyndar átt að setja þarna brottfallsmerki á eftir, en það skiptir nú ekki alveg öllu. En semsagt ekki rétt á hinn bógin hjá Ara Páli, að menn leyfi sér ekki svona til að henti ríminu eða hrynjanda. En karlinn hefur væntanlega braggast við vísuna frá dótturinn trúi ég, takk fyrir hana!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 16:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki bregst þér bogalistinn Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 00:11

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús alltaf góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 08:12

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur Kjarnakonur, hrós ykkar gleður vort sálartetur jafnan!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þessi íslenska er vandamál . Aðalmálið að vísan haldi sér og gleðji þá sem lesa eða heyra hana.  Já pabbi steinhætti að kvarta og hló mikið. kveðja til þín. þú kvensækni maður kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega aftur Kolla hin knáa!

En ef Ari Páll er sá sem mig grunar, þá gekk honum bara gott eitt til, ágætur fræðimaður í íslenskunni og er minnir mig Kristinsson!?

Og mikið rétt, þetta er fyrst og síðast gleðigjafi, kært gaman, sem ekki er verra ef einhverjir hafa yndi af í leiðinni!

Ætti kannski að fara að bauna á þig einhverju blaðri!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband