20.11.2008 | 17:39
Óeðlilegt, svo ekki sé meira sagt!
Í munni hagspekinga og þeirra sem heita eiga sérfróðir um verðlagsmál með meiru, er skýringin "Undirliggjandi verðbólga" stundum notuð til að leggja mat og í sumum tilfellum réttlæta hækkanir af ýmsu tagi og þá meiri og stundum langt yfir ríkjandi verðbólgu!
Í þessu liggur svo, að kosnaðarhækkanir á vörum eða við að framleiða þær eða flytja á markaðin hefur aukist án þess að það hafi enn komið að fullu fram í verðlaginu sem raunverðbólgan miðast við.
Kannski ekki mjög skýrt, en þetta er nú samt það sem við fáum nú sem oftast áður að heyra frá kaupmönnum og fleirum er þeir verða ynntir eftir hví þessar gríðarlega miklu hækkanir á fáum ma´nuðum séu langtum meiri en sem nemur viðurkenndri verðbólgu, um 15 til 16% að undanförnu eða svo.
En þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og stenst ekki, þó vissulega geti hluti þessara hækkana átt sér eðlilegri sýringar að hluta. Hvorki framleiðslu- flutnings- eða launakosnaður hefur hækkað svo gríðarlega sl. hálfa árið eða svo, sem þá aftur þýðir einfaldlega, að hlutfall álagningar hefur hækkað!
Upp á síðkastið hefur jú vissulega kreppan spilað stóra rullu, ví má ekki gleyma og öllum gjaldeyrisvandanum. En Það getur ekki skýrt né réttlætt þessar miklu hækkanir, allavega ekki enn sem komið er.
Höldum annars sem best vöku okkar og reynum eftir mætti, efnum og aðstæðum, að veita kaupmönnum og öðrum söluaðilum aðhald, fylgjast sem best með því til dæmis að verðskráning sé sú rétta í hillum, en ekki allt önnur er komið er á kassan, vera óhrædd að benda afgreiðslufólki á ef misbrestur er á þessu eða að vöru séu ílla eða yfir höfuð ekki verðmerktar. Munum þó ætíð, að gera það með bæði kurteisum og rólegum hætti, það er alltaf best.
Í þessu liggur svo, að kosnaðarhækkanir á vörum eða við að framleiða þær eða flytja á markaðin hefur aukist án þess að það hafi enn komið að fullu fram í verðlaginu sem raunverðbólgan miðast við.
Kannski ekki mjög skýrt, en þetta er nú samt það sem við fáum nú sem oftast áður að heyra frá kaupmönnum og fleirum er þeir verða ynntir eftir hví þessar gríðarlega miklu hækkanir á fáum ma´nuðum séu langtum meiri en sem nemur viðurkenndri verðbólgu, um 15 til 16% að undanförnu eða svo.
En þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og stenst ekki, þó vissulega geti hluti þessara hækkana átt sér eðlilegri sýringar að hluta. Hvorki framleiðslu- flutnings- eða launakosnaður hefur hækkað svo gríðarlega sl. hálfa árið eða svo, sem þá aftur þýðir einfaldlega, að hlutfall álagningar hefur hækkað!
Upp á síðkastið hefur jú vissulega kreppan spilað stóra rullu, ví má ekki gleyma og öllum gjaldeyrisvandanum. En Það getur ekki skýrt né réttlætt þessar miklu hækkanir, allavega ekki enn sem komið er.
Höldum annars sem best vöku okkar og reynum eftir mætti, efnum og aðstæðum, að veita kaupmönnum og öðrum söluaðilum aðhald, fylgjast sem best með því til dæmis að verðskráning sé sú rétta í hillum, en ekki allt önnur er komið er á kassan, vera óhrædd að benda afgreiðslufólki á ef misbrestur er á þessu eða að vöru séu ílla eða yfir höfuð ekki verðmerktar. Munum þó ætíð, að gera það með bæði kurteisum og rólegum hætti, það er alltaf best.
Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vinkona mín skoðaði buxur í verslun nýlega. Tveimur dögum seinna ákvað hún að kaupa buxurnar...en hætti við þær höfðu hækkað um 4000kr.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 18:03
Skoðum 3 dæmi:
Vara sem kostar frá birgja í DK 210 evrur. Þessi var er keypt til Íslands 1. maí. Þá var gengi evrunnar 117. Engir tollar, engin vörugjöld, engin flutningsgjöld, bara hreint verð er þá 210x117 = 24.570 kr heimkomið.
Sama vara er keypt í dag og kostar ennþá 210 evrur frá birgja. Gengi evrunnar í dag er 176. Sömu forsendur. 210x176 = 36.960
Munurinn er 50% á heimkomnu verði áður en nokkuð er lagt á vöruna og áður en vsk er lagður á hana. Ef við förum lengra aftur, þá er munurinn auðvitað mun meiri.
Þetta er bara einfalt reikningsdæmi og útskýrir á einfaldasta hátt hvers vegna flest allt hefur hækkað um sem svarar allt að 50% síðan fyrir 6 mánuðum síðan.
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 18:15
Þetta átti auðvitað að vera,..Skoðum 2 dæmi en ekki 3 :)
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 18:16
Takk Hólmdís, þetta er því miður ekkert einsdæmi.
Hins vegar er þitt dæmi Steini, líkt og skyggnið var í lýsingu Jóns Múla í útvarpinu forðum, "Gott svo langt sem það nær"!
Rétt eins og það hljómar, en alls ekki skýring í eitt skipti fyrir öll á þessum gríðarmiklu hækkunum á ekki lengri tíma. Nákvæmlega eins og Hólmdís nefnir he´rna, er stór hluti þessara hækkanna á nú þegar feyptri- eða einfaldlega LAGERVÖRU! Með öðrum orðum, stór hluti þeirra vara sem þú kaupir í dag er löngu komin á lager (t.d. ýmis þurrvara í matvöruverslunum) álagningin er einfaldlega aukin, almenningur hefur ekki hugmynd um hvort varan var flutt inn í mai eða í gær!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 18:46
En bíddu nú við, þá á það einnig við um vöru í maí ekki satt? Þ.e. þurrvara sem var kannski keypt á genginu 95 eða 91 eða jafnvel 84 eins og evran kostaði í júlí 2007. Eftir sem áður er verið að bera saman verðbreytingu á 6 mánaða tímabili,....einhverju því versta tímabili sem ég hef farið í gegnum og þú líka geri ég ráð fyrir ef til hækkandi verðs er litið.
Þetta er í alvöru svona einfalt eins og ég setti fram. Ég starfa í heildsölu og get alveg sagt þér að heildsalar eru að tapa í dag en ekki að græða. Flestir eru í raun að fá minna en áður. Ástæðan fyrst og fremst sú að flestir eru með einhvern greiðslufrest og frá því að varan lendir og er verðlögð, jafnvel seld, og þar til hún er greidd til birgja, þá hefur allt þetta ár verið þannig að krónan hefur veikst á tímabilinu og þess vegna eru menn að borga fleiri krónur fyrir hana þegar að gjalddaga kemur.
Hvað buxurnar hennar Hólmdísar varðar, þá kemur þar hvergi fram hver hækkunin er. Voru þetta Diesel buxur sem kostuðu áður 24.000 en kosta nú 28.000? Ef svo er, þá er hækkunin ekki mikil. Verðhækkanir eru að sjálfsögðu óhjákvæmilegar. Hvorki heildsalar né smásalar geta tekið á sig gengismuninn, slíkt fyrirtæki færi á hausinn á nóinu.
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 19:03
Hættu þessum þráa maður, það blasir við í könnuninni sem fréttin fjallar um að þitt dæmi er sem ég sagði ágætt fyrir sinn hatt, en nær engan vegin yfir þessar hækkanir og snýr einungis að innflutningi!Mér finnst einvhern vegin eins og þú sért svo upptekin við að sýna þeim sem lesa að þú sért svo klár og hafir svo mikið vit á þessu, að þú gleymir því að aðrir geti nú kannski vitað betur eða hafi reynslu og þekkingu á! Ímyndaða dæmið á buxunum sem á svo að sýna að 4000 kr. hækkun sé því ekki mikil, er já, svolítið neytendafjandsamleg, svo ég orði það ekki sterkar! Og ef þessi lýsing á heildsölum stenst, að innkaup séu nær öll og eingöngu út í reikning upp á von og óvon í framtíðarsölu, ja, þá hefur nú vel á annars áratugs hagsæld og uppsveifla verið ónýtt og viðkomandi ættu ekki að koma nálægt rekstri!(og skiptir þá ekki máli þótt vissulega mikil hálfs árs niðursveifla hafi átt sér stað!)
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 20:37
Buxurnar fóru úr 13 þúsund í 17þúsund..........og voru sömu buxurnar. Engar nýjar vörur höfðu komið inn. Gríðarleg verðhækkun. En nú eru fataverslair margar með mikinn afslátt............greinilega í erfileikum
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 21:47
SAnnarlega, eða yfir 30%,eða u.þ.b. tvöfalt meiri en Heildsölu-STeini gaf sér!En erfiðleikar eru já hjá mörgum verslunum, mikill samdráttur sumstaðar því fólk heldur að sér höndum núna og það þótt sumt skorti ekki endilega fé. Orðið núna er bara sparnaður, þó þetta muni sjálfsagt og vonandi glæðast nokkuð nú síðustu vikurnar fyrir jólin!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 22:22
Það er enginn þrái í gangi. Bara hreinar staðreyndir og ég er ekki að reyna að sanna mig neitt hérna, bara að koma með hina hliðina á málinu. Ef það böggar þig, þá það. En vonandi styrkist krónan fyrr en seinna og þá byrjar allt að lækka aftur,.....amk í mínum geira.
Góðar stundir
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 22:47
Hafið talað út ...
Þið hafið öll lög að mæla
Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 22:52
kvittikvitt
Gulli litli, 20.11.2008 kl. 22:58
Það var og er í góðu lagi að þú kæmir með þína skoðun/hlið á málinu og það (og svo við tölum íslensku) TRUFLAR mig sannarlega ekkert. ég einfallega mótmæli því sem augljóslega er rangt, að þitt afmarkaða dæmi um ótilgreindan innflutning sem nemur 50% hærri upphæð í rónum talið nú en fyrir hálfu ári, skýri og réttlæti til dæmis að bananar í Bónus séu nú nær 100% Dýrari frá og með sama tímabili!Þar er eitthvað fleir á ferð en bara gengisþróun til hins verra!? En annars er þér kannski smá vorkun, segist jú í hagsmunagæslu í þínu máli, vinnandi á heildsölu, en þegar menn eru í slíkum sporum, þá hættir mönnum jú stundum til að segja kannski ekki alveg allan sannleikan eða taka ekki allt inn í heildarmyndina ef það hentar málstaðnum.
Það sýnist nú nær óvinnandi vegur að endulífga krónuna, efast um að hugur fylgi máli hjá Steina í alvöru að það gerist miðað við stöðuna í dag.
En, reynslan segir manni að fara samt varlega í alhæfingar, þó held ég að eitthvert sem kalla mætti kraftaverk þyrfti til.
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 23:12
Solla mín góða, kannski svo já, en bara misjafnlega. Takk fyrir innlitið annars ljúfan og sömuleiðis kveðja til þín Gulli í Danadrottningarveldinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 23:17
Verra væri ef buxur þessar hefðu síkkað, nú eða breikkað ...
Steingrímur Helgason, 20.11.2008 kl. 23:21
Sammála þér með krónuna,......enda bind ég bara von við að hún styrkist.
Ég vildi reyndar klára málið áðan en svo þrjóskast ég við þegar þú gefur í skyn að ég segi ekki allan sannleikann, taki ekki allt með í heildarmyndina? Halló, ég setti bara fram einfalt reikningsdæmi!!
Trúðu mér, ég er í þínu liði sem neytandi, sem íslendingur og líka sem starfsmaður í fyrirtæki. Ég er ekkert að verja hérna og ekki að reyna að sannfæra neinn, en stundum þarf að koma með fleiri hliðar á málum.
Góðar stundir
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 23:25
Hehehe Steingrímur hinn sposki, ekki að spyrja af grallaranum í þér!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 00:18
Mér sýnist á öllu að margar verslanir séu að komast í þrot......því miður
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 00:18
Þú settir fram dæmi sem átti að sýna og sanna réttmæti verðhækkana, sem jú sjálfsagt að einhverju leiti gerir það og ég sagði við þig strax, en segði nei EKKI ALLA SÖGUNa! Þetta blasti við strax, en þú vildir bara meina annað og fullyrtir það.Hæstu vextir á byggðu bóli sem og matvælaverð líka til fjölda ára, erður ekki bara útskýrt með afþvíbara og vondri gengisþróun, dýrum rekstri o.s.frv. fleira þarf og hefur sannarlega komið til!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 00:39
Við skulum samt reyna að vona það besta hólmdís mín fyrir þeirra hönd sem og allra annara!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.