Framsóknarkreppa!

Skammt er nú stórra högga á millum í gamla bændaflokknum, alveg óhætt að segja það!
Bjarni Harðar hrökklaðist út eftir dæmalaust eigið asnaspark fyrir helgi og nú hverfur sjálfur formaðurinn að sjálfsdáðum af vettvangi án sérstakra útskýringa, ennþá að minnsta kosti!
Hið mikla öldurót sem gengur nú yfir þjóðina hefur haft í för með sér miklar sviptingar, þar með talið hjá Framsókn sem nú um helgina samþykkti einvdregnar tillögur varðandi skref í átt að ESB, nokkuð sem Guðni Ág´sutsson hefur vart tekið í mál að væri til dæminu. Þar liggur ef til vill hundurinn að nokkru grafin með hann, þennan annars mikla orðhák og sérstaka fram yfir flesta aðra þingmenn sem nú sitja!
Kemur auðvitað á óvart að hann skuli alfarið "Axla sín skinn" svo hans daglega orðfæri sé notað, en sem hér á eftir má lesa, er kannski lítill sem engin skaði af svosem, þó maðurinn sé vissulega oft skemmtilegur að margra mati og vinsæll.
Hins vegar held ég að þetta undirstriki enn frekar stöðu flokksins og þá tilvistarkreppu sem hann hefur nú nokkuð lengi glímt við.

N'u formaður Guðni er gengin,
gríðar á óvart það kemur.
En samt var hans árangur engin,
örlitlu skaðin því nemur!?

Annars vekur tvennt sérstaka athygli til viðbótar þarna hjá B listanum í Suðurkjördæmi. við brotthvarf þessara tveggja herramanna koma örugglega tvær konur í staðin, önnur komin eins og segir í fréttinni og einhver til viðbótar fyrir víst, því eigi færri en tveir frambjóðendur næst á listanum fyrir neðan eru líka konur!
Hitt er svo og vekur athygli hjá mér, er að auk Bjarna sem nú er hættur, eru þrjár af þessum fjórum konum er á eftir koma líka BÖRN HARÐAR!? En um skyldleika þeirra fjögra á milli veit ég hins vegar ekki svo fyndið sem þetta nú er!


mbl.is Eygló næst á lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eygló er víst systir Bjarna

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú svo þingsætið gengur í ættir, þá er nú skaðinn lítill sem enginn fyrir flokkinn. - En Guðni hefur semsagt ákveðið að axla sín skinn og hverfa af vettvangi stjórnmála, um sinn a.m.k.-

Kannski er hann miður sín yfir hve illa "ríkisstjórnin" sem hann var ráðherra í,  stóð að málum. - Og þessvegna ákveður hann að axla sín skinn og ætlast þá væntanlega til að aðrir ráðherrar í þeirri stjórn og embættismenn axli líka sín fúlu skinn og hverfi á braut.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Rannveig H

Tilviljun með Harðarbörnin, Bjarni á enga systur.

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 19:58

4 identicon

Er það þá misskilningur í Fréttablaðinu, sem tók það fram að Eygló væri systir Bjarna? Sem skrollaði óvart, rétt áður en hann ýtti á "senda" takkann.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú er búið að leiðrétta þetta....þau eru ekki systkini

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk öll sömul, garmurinn ég svoddans letihaugur að fylgjast með eigin garði, en þetta er já skemmtileg tilviljun með Framarana þarna í Suðurkjördæmi, fjögur af efstu sex eða sjö Harðarbörn!En þar endar líka skemmtanagildið á þeim bænum er ég hræddur um!

En hehe, sé að Húnbogi hefur lesið vel í Bjarna og er með málið á hreinu!

Íllu heilli, ef svo má þá að orði komast með þetta, fjölgar konum um tvær á þinginu. Það finnst mér allavega fínt svona út af fyrir sig!

En hvers vegna GÁ hætti Lilja Guðrún mín, skal ég ekki segja, en sé það vegna ríkisstjórna sem hann sat í, þá hefur það tekið hann óskaplega langan tíma að fá þá niðurstöðu.Hallast sjálfur frekar að innanflokksdeilunum, þar sem mál bjarna varð kannski dropin sem endanlega fyllti mælin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband