17.11.2008 | 18:54
Framsóknarkreppa!
Skammt er nú stórra högga á millum í gamla bændaflokknum, alveg óhætt að segja það!
Bjarni Harðar hrökklaðist út eftir dæmalaust eigið asnaspark fyrir helgi og nú hverfur sjálfur formaðurinn að sjálfsdáðum af vettvangi án sérstakra útskýringa, ennþá að minnsta kosti!
Hið mikla öldurót sem gengur nú yfir þjóðina hefur haft í för með sér miklar sviptingar, þar með talið hjá Framsókn sem nú um helgina samþykkti einvdregnar tillögur varðandi skref í átt að ESB, nokkuð sem Guðni Ág´sutsson hefur vart tekið í mál að væri til dæminu. Þar liggur ef til vill hundurinn að nokkru grafin með hann, þennan annars mikla orðhák og sérstaka fram yfir flesta aðra þingmenn sem nú sitja!
Kemur auðvitað á óvart að hann skuli alfarið "Axla sín skinn" svo hans daglega orðfæri sé notað, en sem hér á eftir má lesa, er kannski lítill sem engin skaði af svosem, þó maðurinn sé vissulega oft skemmtilegur að margra mati og vinsæll.
Hins vegar held ég að þetta undirstriki enn frekar stöðu flokksins og þá tilvistarkreppu sem hann hefur nú nokkuð lengi glímt við.
N'u formaður Guðni er gengin,
gríðar á óvart það kemur.
En samt var hans árangur engin,
örlitlu skaðin því nemur!?
Annars vekur tvennt sérstaka athygli til viðbótar þarna hjá B listanum í Suðurkjördæmi. við brotthvarf þessara tveggja herramanna koma örugglega tvær konur í staðin, önnur komin eins og segir í fréttinni og einhver til viðbótar fyrir víst, því eigi færri en tveir frambjóðendur næst á listanum fyrir neðan eru líka konur!
Hitt er svo og vekur athygli hjá mér, er að auk Bjarna sem nú er hættur, eru þrjár af þessum fjórum konum er á eftir koma líka BÖRN HARÐAR!? En um skyldleika þeirra fjögra á milli veit ég hins vegar ekki svo fyndið sem þetta nú er!
Eygló næst á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eygló er víst systir Bjarna
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 21:14
Nú svo þingsætið gengur í ættir, þá er nú skaðinn lítill sem enginn fyrir flokkinn. - En Guðni hefur semsagt ákveðið að axla sín skinn og hverfa af vettvangi stjórnmála, um sinn a.m.k.-
Kannski er hann miður sín yfir hve illa "ríkisstjórnin" sem hann var ráðherra í, stóð að málum. - Og þessvegna ákveður hann að axla sín skinn og ætlast þá væntanlega til að aðrir ráðherrar í þeirri stjórn og embættismenn axli líka sín fúlu skinn og hverfi á braut.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:13
Tilviljun með Harðarbörnin, Bjarni á enga systur.
Rannveig H, 18.11.2008 kl. 19:58
Er það þá misskilningur í Fréttablaðinu, sem tók það fram að Eygló væri systir Bjarna? Sem skrollaði óvart, rétt áður en hann ýtti á "senda" takkann.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:58
Nú er búið að leiðrétta þetta....þau eru ekki systkini
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 21:11
Takk öll sömul, garmurinn ég svoddans letihaugur að fylgjast með eigin garði, en þetta er já skemmtileg tilviljun með Framarana þarna í Suðurkjördæmi, fjögur af efstu sex eða sjö Harðarbörn!En þar endar líka skemmtanagildið á þeim bænum er ég hræddur um!
En hehe, sé að Húnbogi hefur lesið vel í Bjarna og er með málið á hreinu!
Íllu heilli, ef svo má þá að orði komast með þetta, fjölgar konum um tvær á þinginu. Það finnst mér allavega fínt svona út af fyrir sig!
En hvers vegna GÁ hætti Lilja Guðrún mín, skal ég ekki segja, en sé það vegna ríkisstjórna sem hann sat í, þá hefur það tekið hann óskaplega langan tíma að fá þá niðurstöðu.Hallast sjálfur frekar að innanflokksdeilunum, þar sem mál bjarna varð kannski dropin sem endanlega fyllti mælin!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.