16.11.2008 | 17:46
Herdís er yndisleg!
Ég hef nú margoft líst ánægju minni með tilurð Dags íslenskrar tungu og tengingu hans við drengin sem fæddistt, "Þar sem háir hólar, hálfan dalin fylla", eins og Hannes H. orðaði það í kvæðinu um Öxnadalinn!
Afskaplega mikilvægt að gera tungumálinu sem hæst undir höfði og það auðvitað sem flesta daga, en líka svona með sérstökum hætti.
Og mikið er ég glaður að sjá þessi tíðindi, að sú bæði yndislega og stórmerkilega kona hún Herdís skuli vera heiðruð í dag, því fáir núlifandi Íslendingar hafa lagt eins mikið til góðrar innrætingar og kennslu barna en einmit hún!
Man enn eftir henni á vordögum Sjonvarpsins í STundinni okkar, svo afskaplega ljúflega og SKÝRA Í TALI kenna föndur eða eitthvað slíkt og þannig ná með einstökum hætti til þorra barna þess tíma í landinu öllu, ekki bara til þeirra er hún kenndi hundruðum saman í Ísaksskóla í áratugi!
Því einstaklega vel við hæfi að heiðra hana í dag já og það þótt fyrr hefði verið.
Það vita svo ef til vill ekki allir, að faðir Herdísar var sá afburða hagyrðingur, Egill Jónasson, löngum kenndur við Húsavík!
Herdís sjálf líka sett ýmislegt saman hygg ég nú, þó hún hafi í þeim efnum sem öðrum að mestu eða öllu leiti gert það í þágu æsku landsins, því ekkert gefið sig sérstaklega út fyrir að vera hagmælt. Um það hefur hins vegar afabarn Egils, Friðrik Steingrímsson séð dyggilega fyrir hönd fjölskyldunnar, ef svo má að orði komast, hann landsþekktur fyrir braggáfu sína!
Sömuleiðis er svo ánægjulegt að Útvarpsleikhúsinu sé veitt viðurkenning í dag, hefur það átt sinn þátt í menningaruppeldi margra kynslóða og gegnir enn mikilvægu hlutverki.
En svo bara lítil kveðja í lokin!
Æsku landsins Vegvísi,
vel nú fagna ég.
Húrra fyrir Herdísi,
hún er yndisleg!
Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Herdís er flott
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 18:00
Og þú ert með skott HH!
Finnst "flott" ekki nógu fallegt orð um frú Herdísi og auk þess er það allt of mikið notað og um allan fjáran!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.